Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

2020 Annus horribilis...?

Nú er árið 2020 liðið.. Merkilegt ár margra huta vegna og erfitt ár fyrir heimsbyggðina alla.  Fordæmalausar aðgerðir vegna faraldurs og það sýnir okkur hversu lítils megnug við erum í raun, þrátt fyrir aukna þekkingu mankynsins.

En ekki er allt alsæmt frekar en allt sé algott.. 

Litla fjölskyldan í Steinum 14 hafði það miðað við allt bara nokkuð gott.

Janúar.. 

Var eiginlega lítið annað en vinna hjá heiilisföðurnum, hjá SG Vélum.. þegar vinnan tekur yfir 300 klst á einum mánuði er lítið pláss fyir eitthvað annað.. en veður voru sæmileg og því auðvelt að trilla laxi mili staða og landshluta, með auðvitað einhverjum undantekningum, þetta er jú janúar á Íslandi.. hann getur verið allskonar, en var ágætur þetta árið.. 

Febrúar

Mætti með sinn aukadag þetta árið og mika vinnu.. Laxeldið í örum vexti og nóg að gera við slíkan akstur og snjóruðning.. eitthvað voru veður mistæk og því tóku sumar ferðir suður á land lengri tíma en þær eiga að taka og ferðir á Seyðirfjörð urðu að tveggja daga verkefni.. En það fannst þó tími ti að mæta á Þorrabót og halda sólarkaffi á Bragðavöllum, en við viljum reyna að gera þennan dag (9.feb) að föstum punkti í samkomulífi Djúpavogsbúa... en þennan dag gægist sólin yfir Melrakkanesfjallið í fyrsta sinn á árinu og skín á Bragðavallabæinn.. Og við hjónakornin tókum okkur notalega helgi í Reykjavíkinni.. sem ég eyddi að mestu undir sæng með einhvern flensuskít..

Mars.. 

Bullandi vinna, glímt við Fjarðarheiði með lax í farteskinu og svo auðvitað blessuð Corona. (Ekki bjórinn sko..) Með hennar tikomu var ljóst (kanski ekki á fyrsta degi þó) að ekki yrði brjálaður bissness á Bragðavöllum þetta árið.. við vorum þó rólegir og vonuðum það besta...

Apríl

Lax, lax, lax og aftur lax.. Þá daga sem ekki var verið að ferja þennan eðalfisk, þá var ýmist gert við eða ruddur snjór.. ekki mikið frá að segja í raun.. Þó hafðist það að dreifa skít á Bragðavallatúnin.. það er nú eitthvað.. 

Maí.

Tekið smá á því í sólpallasmíð við húskofann.. Byrjaði vel.. en framhaldið var eitthvað misjafnt.. Mikill efnisskortur herjaði á vini okkar í Byko og Húsasmiðjunni og því var ekki hægt að klára neitt.. En líka töluverð vinna við vegagerð, varnagarðasmíð og laxaakstur.. 

Júní

Var rólegri.. laxinn kominn í sumarfrí og því brugðið á það ráð að skottast eitthvað í sumarfrí, uppsveitir Borgarfjarðar og nágrenni skoðað á "glænýjum" landcruser sem við hjónakornin fjárfestum í í byrjun mánaðarinns.. Fengum fínt veður, skoðuðum ýmislegt og bóndanum tókst meira að segja að bæta við nokkrum strikum.. vel gert.. 

Júlí..

Vegagerð, ruslahreinsun í sveitum Djúpavogs og tilraun til að klára sólpallinn.. En eftir tvær tilgangslausar ferðir í Egilsstaði með kerru (tóma báðar leiðir) var ákveðið að hér yrði bara sýndarveruleikapallur eitthvað inn í haustið.. Merkiegt hvað gagnvarið lélegt timbur er illfáanlegt á köflum.. Einnig var skottast í annað stutt frí.. í þetta skiptið heimsóttum við norðurlandið og norðausuturhorn klakans.. Náði nokkrum strikum þar líka.. Einnig var þetta eini mánuðurinn þar sem eitthvað var að gera í ferðaþjónustu og því voru mörg kvöld og helgar sem fóru í það að þrífa og skipta á rúmum.. en þó miklu minna en maður vildi sjá.. 

Ágúst.

Sveppatínsla.. Vegagerð á Öxi (það finnst eflaust einhverjum spaugilegt) og timbur í sólpallinn eru hápunktar þessa ágæta mánaðar.. Tókst með góðra vina hjálp að koma dekki á pallin góða og nú hlakkar okkur til næsta sumars.. til að nota þessa listasmíð.. 

Sept.

Vegagerð í Hamarsdal, (nú er nánast fært á öllum bílum inn að Snædalsfossi) brúarsmíði við Jórvík í Breiðdal, skjólveggir á sólpalli kláraðir og auðvitað hreindýraveiði eins og lög gera ráð fyrir. Smalað var í Hamarsdal og engin snéri undan sér lappir þetta árið, sem telst til tíðinda, þar sem við bræður erum allir hálfónýtir til fóta og yfirlestaðir að staðaldri. Laxinn mætti einnig sterkur inn eftir sumarfrí. Og sú litla veitingasala sem við vorum með í Hlöðunni þetta árið var eitt stk fermingarveisla.. 

Okt.

Var þéttsetinn.. Lax, malbik, fiskur ofl var flutt landshorna á milli semsagt nóg að gera. Þett var þó ekki gleðilegur mánuður því að góðvinur okkar og höfuðpaur SG Véla kvaddi þessa jarðvist, eftir áralanga baráttu við krabbamein.  Stefán Gunnarsson var hvers manns hugljúfi og hans verður sárt saknað... 

Nóv.

Heldur róaðist í laxi.. lágt verð á mörkuðum olli því að framleiðendur slátruðu eins litu og þeir komust upp með. En önnur verkefni héldu okkur uppteknum.. 

Des.

Einhverjar breytingar í pípunum, heimilisföðurnum var boðin vinna hjá Múlaþingi, sem fulltrúi sveitarstjóra, tímabundið fram að næstu sveitarstjórnarkosningum.. Ég er semsagt orðin hálfgerður sveitarstjóri (ekki mín orð heldur annara) hér á Djúpa, spurning hvernig það verður.. En þetta er bara 40% vinna og því verður laxi og öðru ekið þá daga sem ekki er verið að reyna að aðstoða Björn bæjarstjóra Múaþings og aðra sviðsstjóra hins nýja sveitarfélags við daglegan rekstur hér á Djúpavogi.. 

Jólin voru auðvitað haldin hátíðleg með hefðbundnu sniði í faðmi fjölskyldu og vina.

Eitthvað vantar auðvitað í þessa upptalningu, hún er frekar miðuð við heimilisföðurinn enda samin af honum, frúin færði síg á milli starfa á árinu hjá sama vinnuveitanda þó, og sinnir nú sérkennslu í Grunnskóla Djúpavogs.

Afa og ömmustrákarnir dafna og stækka og hafa verið duglegir að heimsækja okkur á árinu og okkur liðlega tvítugu fólkinu finnst einstaklega skrítið að eiga 2 barnabörn og eitt á leiðinni til viðbótar, en Bergey og Alexander eiga von á sínu öðru barni í mars 2021.


Árið hefur verið okkur að mörgu leiti ágætt, en það hefur verið þungur rekstur á Bragðavöllum, því að fáir túristar hafa verið á vappi eins og menn vita.  Hlaðan var ekki opnuð, við mátum það sem svo að of lítil traffík myndi gera þessa einingu algjörlega óhæfa til reksturs og sennilega mátum við það rétt.

En það þýðir ekkert að væla bara.. okkur hefur tekist að halda sjó og bíðum eftir betri tíð með blóm í haga, til að geta haldið áfram í okkar uppbyggingu á Bragðaveöllum því það er það sem við viljum gera.

En kæru vinir, þetta er búið að vera skrítið ár og ég vona að næsta verði mun betra og héðan í frá liggur leiðin bara upp á við.. 

Því segi ég..Gleðilegt nýtt ár.. og takk fyrir það liðna...


Kristján Kristjánsson

Þegar ég flutti á Reyðarfjörð 1995 þá þekkti ég akkúrat engan þar.  Hafði reyndar mætt í atvinnuviðtal hjá FMA þremur vikum fyrr og hitt þar Sigurjón Badursson sem þá veitti því fyrirtæki forstöðu og honum leist það vel á þennan dreng sem ég var þá að hann réði hann í vinnu.

Annan nóv byrjaði ég mína vinnu hjá Flutningamiðstöð Austurlands, ég húkkaði mér far með einum af flutningabílum þeirra frá Djúpavogi um miðja nótt, og byrjaði að losa bílana kl 7 þann sama morgun.  

Ég var ekki komin með húsnæði eða nokkuð annað sem telst vera eðlilegt þegar menn flytjast búferlum, en þegar ég fór af stað í þess vegferð þá var ég þess fullviss að allt myndi ganga eins og í lygasögu, og það gekk alveg eftir.

Einn af þeim fyrstu Reyðfirðingum sem ég kynntist var Kristján Kristjánsson, sem þá átti og rak ásamt félaga sínum Birni, Vélaverkstæði Björns og Kristjáns.  Hann var fyrsti kunnin sem birtist inn á Flutningamiðstöðinni minn fyrsta vinnudag til að athuga með pakka sem hann átti von á frá víkinni við sundin.

Kristján spurði auðvitað strax þegar hann sá þarna nýjan snáða að skottast um á lyftara við að losa þá bíla sem komu með frakt úr Reykjavíkinni, hvað hann væri að gera og hverra manna hann væri.. stutt, einfalt og hnitmiðað.. ekkert bull og kjaftæði bara grafist fyrir um kjarna málsins... eins og að á að vera...

Mörg ár liðu og Kristján varð einn af þessum kúnnum sam maður var bæði hrifin af og örlítið kvíðinn að fá til sín.. því að hann vildi einfaldlega að allt væri bara í lagi og að hver stæði við sitt.  Hann var alderi ósanngjarn eða leiðinlegur engin frekja eða yfirhgangur, orð skyldu standa, hvítt átti að vera hvítt og svart átti að vera svart.  

Ég kynntist Kristjáni síðan betur eftir því sem árum mínum á Reyðarfirði fjölgaði,  hann og hanns fyrirtæki sinnti viðhaldi á tækjum sem ég var með sem vertaki hjá Samskip ásamt því að sinna viðhaldi á mínum tækjum einnig.

En kynni mín af Kristjáni urðu enn meiri þegar ég fór að skipta mér af pólitík í Fjarðabyggð.  Kristján var nefnilega mikill áhugamaður um pólitík bæði í héraði og á landsvísu og ófáa fundina sat ég þar sem að rædd voru málefni líðandi stundar, og Kristján var þar mættur til að leggja orði í belg.

Og það góða var að Kristján var ávalt hreinn og beinn.. sagði sína skoðun akkúrat eins og hún birtist honum, án þess að velta sér of mikið upp úr því hvaða skoðun aðrir hefðu..  Aldrei talað undir rós, aldrei talað öðruvísi en allt væri upp á borðum, beinskeitt blátt áfram og einfalt.. 

Oft voru spurningarnar beittar og jafnvel óþægilegar en aldrei ósanngjarnar og alltaf málefnalegar.. Eftir á að hyggja fyllist maður þakklæti yfir því að einhver væri svona bláttáfram og heiðarlegur, það kenndi manni ýmislegt í þessu pólitískra vafstri að fá gagnrýni frá svona fólki.

Það er þessi beinskeytni og þessi heiðarleiki sem ég minnist mest hjá þessum öndvegismanni sem Kristján var.  Blátt áfram og engin feluleiur með eitt né neitt, hann kom til dyrana eins og hann var klæddur og aldrei öðruvðisi.

Nokkrum dögum áður en hann kvaddi þessa jarðvist, á hitti ég hann, eins og oft áður inn á Olís á Reyðarfirði.  Hann sagði mér að hann hefði lennt í heilsutengdum áföllum og væri svona hægt og rólega að reyna vinna síg út úr þeim.  Sama yfirvegunin, sami heiðarleikin, sama æðruleysið.. 

En því miður, þá gekk ekki sem skyldi fyrir Kristján að vinna úr þessum heilsutengdu vandamálum og nokkrum dögum síðar kvaddi hann þessa jarðvist.

Ættingjum og vinum votta ég mína dýpstu samúð.

 

 

 


Kæri fjármálaráðherra

Margt hefur verið sagt undanfarin misseri um virðisauka og ferðaþjónustu.

Sitt hefur hverjum sýnst um fyrirhugaðar breytingar á vsk þrepi ferðaþjónustunar og afleiðingar því tengdar.
En tökum lítið dæmi um þær breytingar sem hafa nú þegar átt sér stað og gætu verið vísbending um mögulegar afleiðingar vegna þessara breytinga.

Árið 2015 kostaði 4 klst sigling á ímyndaðri ferju 9.000.- kr íslenskar á fullorðin einstakling. Siglingin er hugsuð sem afþreying fyrir ferðamenn. Flestir farþegar eru erlendir gestir en auðvitað slæðast með einhverjir Íslendingar eins og gengur og gerist í afþreyingariðnaði á Íslandi.

Í Júní það sama ár var gengi evru um það bil 204.- kr. Og því kostaði ferðin því um 44.-evrur. Í Janúar 2016 fóru farþegaflutningar úr 0% vsk í 11% vsk. Þessi þjónusta var fyrir þennan tíma undanþegin virðisauka og skilað því ekki slíkum skatti í sameiginlega sjóði þjóðarinnar.

11% hækkun á umræddu fargjaldi setur það upp í 9.990.- krónur og því má búast við hækkun upp í 10.000.- kr. til að mæta nýálögðum skatti. Á þeim þremur árum sem að þetta (2015-2017) dæmi spannar hækkar launavísitala einnig töluvert en hún fer úr um 100 stigum í 120 stig. Þeirri hækkun þarf auðvitað að mæta einnig, við skulum gefa okkur að vegna hækkana launa og annara kostnaðarliða sé hækkunin um 1.000.- krónur.

Miðinn er þá kominn í 11.000.- krónur, sem telja má hóflegar miðað við gefnar forsendur, en auðvitað er það undeilanlegt eins og öll mannana verk.

Skoðum síðan gengisþróun á sama tíma. Í júní 2017 er gengi evru um 115.- kr og hefur krónan gagnvart evru styrkst umtalsvert eins og þessar tölur sýna. Og áhrifin eru mikil í ferðaþjónustunni því að útlendingurinn gerir það sama og við klakabúarnir þegar við skreppum utan eða verslum á Ali Express.. við reiknum allt yfir í íslenskar krónur því það er jú okkar gjaldmiðill, við fáum launin okkar greidd út og borgum af dótinu okkar með myntinni sem sumir segja ónýta en aðrir segja að bjargi öllu sem bjargað verður..

En við ætluðum ekki að ræða gæði eða kosti og galla krónunar hér, heldur aðeins að velta upp litlu dæmi um mögulegar breytingar á starfsumhverfi ferðaþjónustunar.

Ok.. Smá samantekt í lokin.

Ferðin kostaði 9.000.- íslenskar krónur.. eða 44.- evrur í upphafi dæmisins.. en á þeim tíma eru lágmarkslaun í Þýskalandi tæpar 9 evrur, svo að það má segja að það sé ekki svo svakalega dýrt, þú ert rúma 4 klst (gróft reiknað auðvitað) að vinna fyrir svona ferð.. engin óskapleg fjárútlát fyrir túristan..

En í ár.. kostar ferðin 11.000.- kr íslenskar sem útlegst á um 95.- evrur miðað við gengið í dag.. og lágmarkslaun í Þýskalandi eru nokkurn vegin þau sömu..

Hækkunin fyrir gesti okkar er því tvöföldun á umræddri ferð og auðvitað tekur það í að borga tvöfalt meira í dag heldur en Jurgen frændi borgaði árið 2015..

Að ofansögðu þykir mér því nokkurnvegin galið að fara í hækkun á virðisauka á ferðaþjónustu á sama tíma og það er komin 2007 stemming í gengið og allt er verðmetið í erlendri mynt, ferðaþjónustan á allt sitt undir gestum frá öðrum löndum, ekki erum við svo dugleg að ferðast hér innanlands.

Það þarf auðvitað ekki að taka fram að þessir útreikningar eru ekki hávísindalegir en tölurnar eru engu að síður týndar upp af vef Hagstofunar, Landsbankans og svo gúgglaði ég lágmarkslaun í Þjóðverjalandi...

En eflaust getur einhver snillingur reiknað þetta betur og sett í vandaðra form..

Góðar stundir.


Eru músarklikk verðmætari en góð blaðamennska.. ??

Fyrir rétt um ári síðan var mikið fjallað um flúormengun í Reyðarfirði frá álveri Alcoa Fjarðaáls enda gáfu mælingar í grasi tilefni til þess, en stakar mælingar voru þá yfir þeim meðaltalsmörkum sem sett höfðu verið vegna starfsemi álversins.

Ég og fleiri sem vorum í forsvari fyrir sveitarfélagið Fjarðabyggð fannst umfjöllun um þetta mál í fjölmiðlum einkennast af rangfærslum og rangtúlkunum og spanst um þetta mál allt mikill fjölmiðlafarsi sem ekki sá fyrir endan á á þeim tímapunkti. Sendi Eigna.- Skipulags og Umhverfisnefnd Fjarðabyggðar frá sér bókun þar sem bent var á að ítrekað hefði komið fram á heimasíðu MAST og Umhverfisstofnunar að fólki og dýrum stafaði ekki hætta af flúormengun þeirri sem um ræddi því að í þessum fræðum væru einstakar mælingar ekki lagðar til grundvallar heldur meðaltöl yfir langan tíma rétt eins og í starfsleyfi umrædds álframleiðanda.

Eitthvað fór bókun okkar fyrir brjóstið á ýmsu fólki og jafnvel spruttu upp af þessu leiðarar í blöðum þar sem málið var yfirfarið á ákaflega "vandaðan" og yfirvegaðan hátt og við pólitíkusarnir málaðir svörtum litum og ýmislegt misjafnt gefið í skyn um okkar innræti og persónugerð. Sneri þetta þó mest að mér persónulega og var látið í veðri vaka að ég væri bæði illa innrættur og auðkeyptur, hinum illa auðhring Alcoa til stuðnings.

Fannst mér leiðari þessi skrifaður í DV af Inga Frey Vilhjálmssyni, vega að mér og minni persónu og hafði ég hugsað mér á einhverjum tímapunkti að ég yrði að svara þessu rakalausa bulli sem þessi ágæti maður lét frá sér um þetta mál, en ákvað í ljósi þess að ekki var vilji til að fara yfir þessi mál á málefnalegan hátt, að bíða með það um sinn frekar en að skvetta olíu á eld rangfærslna og aðdróttana.
Ef þessu hefði verið svarað strax er eins víst að frekari óstaðfestar og órökstuddar athugasemdir hefðu birst í fjölmiðlum og engin von til þess að ég venjulegur maðurinn gæti keppt við atvinnupennana í því að svara því sem þar hefði verið sett fram enda ekki í launaðri vinnu við að smíða samsærinskenningar og níða skó af saklausu fólki.

Hér að neðan fylgir leiðari sem birtist í DV þann 19 Ágúst 2014 þar sem þetta mál er skoðað frá sjónarhóli þessa ágæta blaðamanns. Rétt er að geta þess að viðkomandi blaðamaður sá ástæðu til þess að biðja bændur á Sléttu í Reyðarfirði afsökunar á orðum sínum í þessum leiðara í stuttri grein sem birtist í DV þann 22. Ágúst 2014.

Einning er rétt að það komi fram að flúormengun í Reyðarfirði sumarið 2014 var, þegar öllum mælingum var lokið það sumar, undir þeim mörkum sem umhverfisstofnun og MAST setja vegna þeirrar starfsemi sem þar er rekin.

Leiðarinn er feitletraður en mín svör eru það ekki, ég hef akveðið að birta þetta óbreytt frá því sem það var skrifað í ágúst í fyrra, ég gæti auðvitað lagað orðalag eitthvað og fíniserað þetta en þetta sýnir kanski hvernig manni er innanbrjósts þegar manni finnst að sér vegið og staðlausir stafir settir fram með þessum hætti.
Maður veltir því ósjálfrátt fyrir sér hvað það þarf til að teljast góður blaðamaður á Íslandi ef svona vinnubrögð eru viðhöfð við vinnslu frétta af málefnum líðandi stundar.

Hér að neðan má einnig finna link á þennan leiðara og afsökunarbeiðni sama blaðamanns til bænda á Sléttu skömmu síðar.

http://www.dv.is/leidari/2014/8/19/eitrudum-slodum-austurlandi/

http://www.dv.is/frettir/2014/8/22/aretting-um-fed-slettu/

__________________________________________________________________________________________

Álfyrirtækið Alcoa Fjarðaál og eigna-, skipulags- og umhverfisnefnd í sveitarfélaginu Fjarðabyggð eru sammála um að minnsta kosti eitt: Almenningi stafar ekki hætta af flúorlosun frá álverinu á Reyðarfirði. Í síðustu viku sá nefndin ástæðu til þess að senda frá sér sérstaka bókun þess efnis í kjölfar umræðu um aukna flúormengun frá álverinu í sumar. Í bókuninni sagði: "Nefndin telur ljóst, miðað við þær upplýsingar sem fyrir liggja, að almenningi stafar ekki hætta af flúorlosun frá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði. Stefnt er á íbúafund á Reyðarfirði um miðjan september."

Samkvæmt því sem starfsmenn eftirlitsstofnana sögðu á fundi sem haldin var með nefndinni, þá er engin hætta á ferðum.. Ég hef enga ástæðu til að rengja það ágæta fólk sem þarna mætti okkur á fundi, en leiðarahöfundur er greinilega á öðru máli.

Flúor í of miklum mæli getur verið stórskaðlegt bæði dýrum og mönnum. Komi til flúoreitrunar sér hennar fyrst stað á glerungi manna og dýra og í kjölfarið geta tennur skemmst. Langtíma flúoreitrun hjá mönnum getur svo leitt til fylgikvilla eins og höfuðverkja, ógleði og með tíð og tíma jafnvel til vansköpunar. Inntaka flúors í of miklum mæli leiðir því af sér eitrun sem er heilsuspillandi.

Rétt hjá leiðarahöfundi.. Flúor í of miklu mæli er eitur og skaðlegt heilsu manna og dýra.. Hann hefur hinsvera ekki kynnt sér hvar mörkin liggja enda er það algjört aukaatriði í þessari umræðu að hans mati. Ég vona að hann drekki ekki te að staðaldri.. Ein bolli af te inniheldur nefnilega meira flúor en eitt nokkur kíló af krækiberjum (óskoluðum) týndum í Reyðarfirði.

Í byrjun júlí var greint frá því að samkvæmt fyrstu mælingum væri flúormagn yfir viðmiðunarmörkum í grasi í Reyðarfirði. Þessi niðurstaða þarf ekki að koma á óvart þar sem flúormengun hefur síðastliðin ár mælst of mikil í firðinum. Síðasta haust mældist flúorinnihald til dæmis vera of hátt í sláturfé í bæjunum Þernunesi og Sléttu. Í skýrslu um málið frá Tilraunastöð landbúnaðarins sagði meðal annars: "hætta er á flúorskemmdum í fé frá Sléttu."

Líka rétt, þ.e. að flúor sé yfir viðmiðunarmörkum. Þrjú ár í röð hefur mengun í mælingum á ákveðnum stöðum farið yfir viðmiðunarmörk. Sem er óásættanlegt. Bókun nefndarinnar dró ekki á neinn hátt yfir það og var það líka áréttað í samtali mínu við Austurfrétt að það væri ekki verið að gefa Alcoa slaka heldur þvert á móti, veita þeim aðhald. Hinsvegar var það mat nefndarinnar, byggt á orðum sérfræðinga Umhverfisstofnunar og Matvælastofnunar að flúormagn í andrúmslofti og gróðri (þrátt fyrir að vera yfir viðmiðunarmörkum) sé ekki hættulegt íbúum Fjarðabyggðar, bæði ferfættum og tvífættum.

Síðasta haust mældust hærri gildi í sláturfé frá Sléttu og Þernunesi, en sláturfé frá viðmiðunarsvæðum. Hinsvegar er orðalagið "of hátt" er villandi og gefur ekki rétta mynd af því sem kom fram í sláturfé. Hin hækkuðu gildi voru samt langt innan eitrunarmarka.

Þrátt fyrir fréttir um þessar flúorskemmdir þá sendi upplýsingafulltrúi Fjarðaáls tilkynningu til DV fyrir helgi þar sem hann sagði að skepnur þurfi "að lifa á flúorríku fóðri mjög lengi til að einhverra áhrifa fari að gæta á bein". Ef marka má fréttirnar um féð á Sléttu, og sé gengið út frá því að orð Dagmarar séu rétt, þá hefur féð á þeim lifað á "flúorríku fóðri mjög lengi". Ætli beinin í fénu á Sléttu séu ekkert skaðleg þeim mönnum sem sjóða þau niður í kjetsúpu, með meintu ómenguðu kjötinu, brúka þau sem kraft í langeldaðri kássu úr framparti þar sem mjúkt sauðarholdið hreinlega lekur af beinunum eða éta úr þeim merginn?

Hér er fyrsta rangfærsla ágæts blaðamanns. Ekki hafa komið fram skemdir í fé, en það er vissulega hætta á þeim ef féð lifir á flúorríku fæði (eins og Dagmar bendir á ) yfir langt tímabil. Hækkandi gildi, of há gildi og skemmdir eru ekki einn og sami hluturinn og rangfærslur ágæts leiðarahöfundar eru hér því nokkuð margar.. Enda eðlilegt þar sem einungis vitnað í lítin hluta þess sem farið er yfir á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sennilega í trausti þess að lesendur hafi ekki áhuga á að kynna sér það sjálfir og þiggi vafasama matreiðslu ágæts blaðamanns.

Gæti rétt eins týnt til það sem hentar orðrétt af heimasíðu UST td. þessa tilvitnun:  "Athuganir á grasbýtum í Reyðarfirði benda ekki til eitrunaráhrifa vegna flúormengunar" Orðrétt af síðu UST..
Önnur tilvitnun: "Mælingar sýndu að gildi fóru ekki yfir viðmiðunarmörk varðandi heilfóður fyrir grasbíta"

Er ekki rétt að fara með allan sannleikan en ekki bara þá hlið hans sem hentar.? Hvet þá sem þetta augum berja að fara inn á síðu UST og lesa þetta sjálft. Hann veltir því líka fyrir sér hversu skaðleg bein skepna frá Sléttu séu í kjötsúpu og hægeldaðan frampart til manneldis, en samkvæmt því sem sérfræðingar MAST og UST segja þá er hættan engin..

Þá hefur Matvælastofnun sent frá sér erindi þess efnis að fólk eigi að skola vel matjurtir úr Reyðarfirði, til dæmis ber og salat, þar sem flúorið geti safnast á yfirborði þeirra. Miðað við þessi tilmæli þá getur almenningi sannarlega stafað hætta af flúorlosuninni fyrst flúorið safnast saman á matjurtir.

Rétt er að MAST hefur ráðlagt að grænmeti skuli skolað, og það er vel, hver skolar ekki það grænmeti sem hann lætur inn fyrir sínar varir hvort sem það er týnt í bakgarði á Reyðarfirði eða keypt í Hagkaup í Kringlunni.. Hinsvegar sögðu fulltrúar MAST á fundi með Eigna.- skipulags og umhverfisnefnd Fjarðabyggðar, að flúor á grænmeti og berjum í Reyðarfirði væri langt undir þeim mörkum sem talin eru hættuleg og bentu reyndar á að á Íslandi væri ekki til nein viðmiðunarmörk fyrir hámark á flúori í grænmeti og berjum. Munur hér og annarsstaðar á landinu er varla merkjanlegur.

Hinsvegar sögðu þau líka að flúor sæti á laufblöðum og grösum og því væri rétt að skola slíkt, það væri eðlilegt ferli þegar grænmeti (keypt eða týnt) væri meðhöndlað.

Stjórnendur álversins hafa lýst flúormenguninni sem "ráðgátu" þar sem þeir hafi reynt að draga úr losun flúors í starfseminni og hafa lofað að kalla til sérráðna, erlenda sérfræðinga til að rannsaka málið.

Um yfirlýsingar stjórnenda Alcoa hef ég ekkert að segja, það er þeirra mál að verja eða skýra það frekar.

Nú hafa bæjaryfirvöld í Fjarðabyggð tekið undir málflutning Alcoa Fjarðaáls um að flúormengunin hafi ekki áhrif á menn. Sveitarfélagið lætur þess ekki einu sinni getið í tilkynningu sinni að flúormengunin hafi haft mælanleg áhrif á sauðfé í firðinum. Þess í stað segir í henni að "fréttaflutningur af flúormælingum í Reyðarfirði hefur ítrekað og að nauðsynjalausu vakið áhyggjur hjá íbúum í Fjarðabyggð af heilsufarslegu öryggi, beinir ESU því til bæjarstjórnar að hlutlægar upplýsingar verði gerðar aðgengilegar íbúum á vef sveitarfélagsins"

Það voru klárlega mistök af okkar hálfu að minnast ekki á búfénað, og það er miður. Miðað við þær upplýsingar sem við fengum á umræddum fundi voru öll gildi í búfénaði og gróðri langt undir þeim mörkum sem talist geta hættuleg, og svo styður þessi ágæta grein og umfjöllunin öll okkara mál, að það þurfi að miðla upplýsingum á gagnsæan og hlutlægan hátt og best er ef þessar upplýsingar koma frá stofnunum eins og Umhverfistofnun og Matvælastofnun.

Til áréttingar má bæta við að "flúormengun hafi ekki áhrif á menn" er í besta falli villandi setning. Flúor í ómældu og miklu magni hefur eitrunaráhrif, það er öllum ljóst. Hinsvegar hefur flúor í því magni sem hann finnst í Reyðarfirði ekki eitrunaráhrif og er langt frá því að ná einhverjum þeim gildum sem geta talist hættuleg og það er það sem umrædd nefnd og undirritaður vildu benda á en varð ágætum ritstjóra efni í leiðara þann sem hér er verið að fara yfir.

Athygli vekur að formaður nefndarinnar, sem sendi yfirlýsinguna frá sér, Eiður Ragnarsson úr Framsóknarflokknum, er starfsmaður fyrirtækisins Brammer Fjarðaáls á Reyðarfirði sem er einn helsti birgir Alcoa Fjarðaáls. Þá starfaði Eiður um sex ára skeið hjá Alcoa. Ekki er ofsögum sagt að í tilkynningunni á vef sveitarfélagsins sé eins lítið gert úr flúormengun frá álverinu og áhrifum þess á gróðurfar og dýr, og eins hugsanlegum áhrifum á menn, og hugsast getur. Þegar þessi tilkynning er lesin koma upp í hugann þau fleygu orð að stundum geti "eitraðir þræðir stjórnmála og stórauðvalds" vafist svo mjúklega saman. "Nauðsynjalausar" áhyggjur af flúormengun frá álverinu Alcoa skulu kveðnar í kútinn jafnvel þótt rannsóknir sýni skýrlega fram á slæmar afleiðingar hennar á líf- og dýraríki í firðinum.

Athygli vekur.. Er oft upphafið á samsæriskenningum sem hafa engan rökstuðning við raunveruleikan, og hér er hálfkveðin vísa látin vera stóri sannleikurinn í þessu máli. Hér finnst mér verulega vegið að minni persónu og jafnvel æru með aðdróttunum og hálfkveðnum vísum.

Ég vann rúm 6 ár hjá Alcoa það er rétt, og vinn núna hjá Brammer uk ltd sem er stærsti byrgi Alcoa. En gerir það mig sjálfkrafa að handbendi viðkomandi fyrirtækis.. ?? Tja sumum finnst það að minnsta kosti.

Sú staðreynd að ég skuli vera Framsóknarmaður sannar auðvitað að ég er illa innrættur og spilltur að mati leiðarahöfundar, það þarf ekki frekari sannana við.. Hann gleymdi að geta þess að ég vann í 5 ár hjá Vífilfelli hf sem framleiðir fyrir hið gjörspilta fyrirtæki Coca Cola, drykki og vörur og selur á öllu Íslandi.

Einnig vann ég hjá og fyrir Samskip í nokkur ár, sem gerir mig sennilega nátengdan útrásarvíkingum og eykur það væntanlega enn á óheiðarleika minn og illt innræti.. Og þar áður vann ég við sjávarútveg sem gerir mig sennilega að aldarvini allra illra sægreifa á Íslandi.. Já og ekki gleyma því að ég er alinn upp í sveit og það er á allra vitorði að úr sveitum landsins getur ekkert gott komið..

Það má líka minnast á það að í þessari ágætu nefnd sitja fleiri en ég, og sennilega mun vandaðra fólk, þar sem það er ekki fulltrúar Framsóknarflokksins og það vinnur heldur ekki hjá Alcoa eða undirverktökum þess fyrirtækis. Máttur minn er greinilega mér hulin þar sem að öll nefndin stendur samhljóða á bakvið umrædda bókun og hingað til hef ég ekki komist upp með það að leggja þessu ágæta fólki orð í munn.

Svona málflutningur dæmir sig sjálfur að mínu mati og er eiginlega það eina við þessa grein sem er verulega athugavert í mínum huga, aðdróttanir án sanninda og nokkrus rökstuðnings og jaðrar við ærumeiðingar að mínu mati.

Þeir bæjarbúar sem vilja viðhalda þessari umræðu eru líklega "fjandmenn fólksins" á Reyðarfirði eða að minnsta kosti einhverra íbúa, svo vitnað sé til þekkts leikrits eftir Henrik Ibsen. Í leikritinu bendir læknirinn Tómas Stokkmann á að heilsulindir bæjarins sem hann býr í geti einmitt haft slæmar afleiðingar á heilsu fólks. Bæjarbúar vilja hins vegar hafa heilsulindirnar áfram sem tekjulind sína og því þarf að kveða gagnrýni Stokkmanns í kútinn. Fjárhagslegir hagsmunir bæjarins og hluta bæjarbúa verða með öðrum orðum ofan á í bænum og sannleikanum er mætt með andstöðu úr mörgum áttum. Í verkinu sýndi sannleikur Stokkmanns á endanum fram á "eitraða þræði" stjórnmála og auðvalds sem í því tilfelli hafa leitt af sér spillingu.

Það vill nú svo heppilega til að ég er einn af bæjarbúum Reyðarfjarðar, bý í á Heiðarvegi sem er ofarlega í bænum og einn af umræddum mælipunktum í vöktunaráætluninni er því sem næst í mínum bakgarði. Hvaða hag hef ég af því að ljúga að nágrönnum mínum og vinum.. ??

Ef að mengunin er slík sem leiðarahöfundur vill láta í veðri vaka og er í mínum bakgarði, hvurslags ófreskja og ómenni er ég að ganga um og telja mínum nágrönnum og vinum trú um að allt sé í stakasta lagi. Senda mín börn og börn vina minna út á lóð að leika sér í þessu mengunarskýi sem ég fæ væntanlega greitt fyrir að ljúga um, feitar fúlgur fjár og mér er slétt sama um börn mín og annara.....

Og varðandi að viðhalda umræðunni, þá er nú rétt að benda leiðarahöfundi á að það erum við (forsvarsmenn sveitarfélagsins) sem erum að viðhalda umræðunni.

Þessi grein leiðarahöfundar hefði ekki litið dagsins ljós nema vegna okkar umfjöllunar. Við hefum getað tekið þann kost að sitja bara og þegja og láta málið sigla sinn sjó, sennilega hefði það verið auðvelda leiðin og málið hefði sofnað mun fyrr en ella. En það er ekki okkar hlutverk að fara auðveldu leiðina. Okkar hlutverk er að upplýsa og fjalla um mál sem varða okkar sveitarfélag og íbúa, það er okkar hlutverk að standa vörð um velferð íbúa og hag þeirra, með upplýstri og vandaðri umræðu, óháð því hvort að við gætum orðið skotspónn leiðaraskrifa misgóðra blaðamanna um land allt.

Er nokkur von til þess að fólk fáist til þessara verka sem fylgja því að sitja í sveitastjórnum eða nefndum og ráðum þegar umfjöllun af þessu tagi á sér stað þegar umdeild mál koma upp.. ??

Ég hef ágætan skráp en mér finnst aðdróttanir þessa ágæta blaðamanns jaðra við ærumeiðingar en hann kann þá list ágætlega að segja ekki berum orðum það sem hann lætur í veðri vaka að ég sé bæði spilltur og illa innrættur.

Ég vil taka það fram þó svo að ég telji það ekki endilega nauðsynlegt að alltaf hef ég í mínum störfum fyrir okkar ágæta sveitarfélag unnið af heilindum og drengskap og ávalt valið að fara þá leið í öllum málum sem ég tel að gagnist okkur vel. Auðvitað eru ekki alltaf allir sammála um leiðir og aðferðir, en það er eðlilegt þegar ákvarðinir eru teknar um málefni sem snerta marga, en aldrei hafa ákvarðanir verið teknar af minni hálfu með annað en hagsmuni íbúa að leiðarljósi.

Góðar stundir.


Ef ég hefði sópin mundað..

Ég er menntaskóla „droppát“ eins og það er stundum kallað. Fann mig ekki í skóla þrátt fyrir að mér hafi svo sem gengið ágætlega þar í sjálfu sér, var bara ekki rétt stemmdur á þessum árum fyrir skólabekk. Það á eflaust við fleiri á þessum aldri, að finna sig ekki þegar hoppað er úr skyldunáminu í framhaldsskóla, en sumir þrjóskast áfram og klára sitt nám, þó svo að ég hafi ekki gert það.

Eitt leiddi síðan af öðru. Ég ætlaði mér vissulega aftur í skóla seinna, en þið vitið hvernig þetta er, lífið er það sem gerist þegar þú ert upptekinn við að gera áætlanir. Ég hef oft íhugað að fara aftur og læra eitthvað, hef reyndað farið í gegnum ýmis námskeið sem mætti flokka sem nám – tók meiraprófið, náði mér í vinnuvélaréttindi, skellti mér í leiðsögunám svo eitthvað sé nefnt, en það flokkast kannski ekki sem svona „alvöru“ menntun, skólabekkur og allt það.

Nýverið barst mér til eyrna að eitthvað væri til sem héti raunfærnimat og hefur það verið enn meira auglýst að undanförnu en áður. Mikil áhersla virðist vera á því að ná til þeirra sem gætu haft hug til þess að „tékka“ á stöðu sinni gagnvart hinum ýmsu iðngreinum, með það í huga að bæta við því sem vantar til að landa skírteini eða réttindum til að flagga á réttum stöðum við viðeigandi tækifæri. Ég smellti því einum stuttum tölvupósti á það ágæta starfsfólk sem þessu máli sinnir hjá Iðunni, til þess að spyrja frétta af þessu máli og til að forvitnast um hvernig þetta færi fram. Tjáði mig jafnframt um hversu frábært það væri að menntastofnanir væru loks farnar að meta reynslu okkar í gegnum lífið sem menntun, það er nefnilega þannig að sá lærir sem lifir.

Ég verð að segja að svör þessa ágæta fólks ollu mér töluverðum vonbrigðum. Ég átti ekki rétt á því að fara í raunfærnimat þar sem ég hafði ekki starfað í viðkomandi iðngrein í fimm ár eða meira.

Ehhh, bíddu? Á þetta „raunfærnimat“ ekki að meta raunverulega færni mína? Hvað kemur vinnan mín því við? Jú auðvitað tileinkar maður sér reynslu og þekkingu í vinnu, en maður gerir það nú víðar en bara þar, t.d. í tómstundum og öðru starfi.

En svona til að útskýra hví ég varð svona hissa þá er hér textin í auglysingu Iðunnar eins og hann birtist á heimasíðunni óbreyttur:
„Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína“ Ég feitletraði það orð sem ég hjó sérstaklega eftir og taldi að nú væri að opnast tækifæri á því að fá kunnáttu mína metna og síðan leiðbeiningar um það hvernig ég ætti að ná í þá áfanga og þekkingu sem uppá vantaði til að ná sér í sveinspróf í ákveðnu verklegu fagi. En skilyrðin eru skýr: Þú þarft að hafa unnið í greininni í fimm ár eða meira og geta sannað það með opinberum gögnum t.d. lífeyrissjóðsyfirliti.

Ég hefði betur ráðið mig sem uppvaskara eða sópara á einhverju verkstæði þegar ég var yngri, í fimm ár. Skilað bollunum hreinum á hverjum einasta virkum degi og gólfum vel sópuðum á föstudegi. Þá hefið ég flogið inn í raunfærnimatið með akkúrat enga þekkingu á vélum og tækjum, en væri hinsvegar sérfróður um keramikbolla, strákústa og vel sópuð gólf.

Þegar ég svo skoðaði heimasíðu Iðunnar nokkrum dögum síðar var búið að breyta henni, sennilega til að losna við röflpósta frá pirruðum hobbýviðgerðarmönnum sem vildu láta meta sína færni svo að þeir gætu áttað sig á því hvaða leiðir þeir hefðu til náms í viðkomandi grein. Í dag er efst á síðunni þessi texti:
Getur þú staðfest 5 ára fullt starf í iðninni með opinberum gögnum, svo sem lífeyrissjóðsyfirliti? Ertu 25 ára eða eldri? Langar þig að ljúka námi í þínu fagi?“

En áður en ég sendi mína röflpósta var þessi texti efstur á sömu síðu:
Raunfærnimati er ætlað að meta þá færni og þekkingu sem þú hefur öðlast í starfi og frítíma. Það getur mögulega stytt skólagöngu þína“

Segið svo að smá kvartanir og röfl skili aldrei neinu.

Góðar stundir.


Það er nú meiri blíðan..

Eitt algengasta umræðuefni okkar Íslendinga í okkar daglega amstri er veðrið, gott efni til að brjóta ísinn þegar við ræðum við fólk á förnum vegi, gott efni til að fylla upp í vandræðalegar þagnir í samtölum okkar á milli og einhvernvegin alltaf sígilt og nothæft við öll tækifæri.

Þessi umræða á sér djúpar rætur í þjóðarsálinni, sennilega vegna þess hversu stór áhrif veðrið hefur haft á lífsafkomu okkar í gegnum tíðina, landbúnaður og sjósókn byggja afkomu sína að miklum hluta á veðri eða réttum veðurskilyrðum og mun meira áður en nú er, því tækniframfarir hafa jú vissulega létt okkur lífið og gert okkur kleyft að takast á við náttúruöflin á yfirvegaðri og auðveldari hátt en áður.

Þessi veðurumræða hefur samt gengið í töluverða endurnýjun lífdaga í gegnum samfélagsmiðlana eins og við þekkjum af umræðu síðustu ára og engin maður með mönnum nema að viðkomandi pósti í það minnsta tveimur til þremur veður „stadusum“ á árstíð hverri, ýmist til að sýna hversu gott veðrið er eða hversu ofsafengið það er þá stundina.
Yfirleitt eru tilvitnanir og deilingar á slíkum „stadusum“ nokkuð algengar og oft keppumst við um að toppa viðkomandi með betri myndum úr sólinni eða enn ýktari myndum af storminum sem geisar þar sem við erum stödd hverju sinni.

Eitt er þó frekar hvimleitt í þessu öllu, en það er hversu mikið við reynum að tala veðrið upp eða niður eftir því sem við á í þeirri umleitan okkar við að toppa veðurgæði eða fárviðri næsta manns. Það er nefnilega einu sinni þannig að allstaðar á landinu er stundum gott veður eða vont veður, snjóstormur eða sól, rigning eða þurkur og svo þar fram eftir götunum. Á hverjum stað er verðrið best eða verst eða í það minnsta ef maður tekur mark á öllum þeim stöðuuppfærslum sem maður les frá degi til dags á hinum ýmsu netmiðlum sett þar fram af hinu ýmsu persónum.

En hvað um það, þetta er ekki aðalmálið, aðalmálið er að það er ekki til neitt sem heitir vont veður, bara rangur klæðnaður og rangur búnaður.. Ef heitt er í veðri er ullarpeysan góða klárlega ekki rétta dressið, rétt eins og stuttbuxur flokkast seint sem nothæf flík í vetrarstormi.
Það gildir líka með veðrið eins og svo margt annað, að best er að hafa það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst og láta hverjum degi nægja sína þjáningu í veðurfarslegu tilliti rétt eins og öðru, því að þegar á öllu er á botnin hvolft þá koma góðir dagar og það koma slæmir dagar og það er akkúrat ekkert sem við gerum gert í því annað en að njóta líðandi stundar eins vel og mögulegt er.

Og annað er alveg víst.. það er alltaf.. veður..

Góðar stundir.


Hvar skal lenda..??

Mikil og tilfinningaþrungin umræða hefur átt sér stað á vefmiðlum og víðar um Stóra flugvallarmálið og sitt sýnist hverjum. Núverandi yfirvöld í Höfuðborg okkar róa að því með öllum tiltækum ráðum að koma vellinum fyrir kattarnef, hann er fyrir og skal víkja.

Það hefur verið rætt að taka skipulagsvaldið af Höfuðborginni hvað varðarflugvallarsvæðið til að tryggja að þessi bráðnauðsynlega þjónusta verði áfram til staðar. Ég get vel skilið rök þeirra sem leggja það til að svo verði gert, það eru mörg rök sem mæla með því að í tilvikum sem þessum sé skipulagsvaldið, að minnsta kosti að hluta hjá ríki en ekki borg.

Ég get líka skilið borgarfulltrúa í víkinni við sundin að þeim finnist þetta arfavitlaust og vanhugsað og séu algerlega á öndverðum meiði við þessa hugmynd. En hvað á að gera.. ?? Það er ljóst í mínum huga að það verður ekki gerður annar flugvöllur í nágrenni Reykjavíkur, það kostar einfaldlega meiri fjármuni en við eigum til að eyða í slíka framkvæmd. Það er ljóst að verði ekki flogið til Reykjavíkur þá verður einungis einn valkostur uppi á borðum og það er Keflavíkurflugvöllur með sínum kostum og göllum.

Því hefur t.d verið kastað fram að það auki kostnað við millilandaflug til Íslands að fjarlægja Vatnsmýrarvöll, því að þá séu varaflugvellir í meiri fjarlægð.. Hefur það verið skoðað.. ??

Því fylgja ákveðnir kostir að hafa allt flug á einum stað (Keflavík) með tilliti til tenginga innanlands og flæði ferðamanna um ástkæra Ísafold.. Hefur það verið metið.?

Það er líka ljóst að staðsetning flugvallararins á þeim stað sem nú er hefur jákvæða kosti varðandi sjúkraflug og flutning á sjúkum til Höfuðborgarinnar. Fjölmörg störf eru í dag á flugvellinum sjálfum og hjá fyrirtækjum sem eru tengd fluginu og þau munu væntanlega færast og jafnvel tapast vegna samlegðaráhrifa sem eru væntanlega einhver við svona flutning, hefur það verið skoðað.?

Er ekki nauðsynlegt að kippa þessari umræðu upp úr skotgröfum og meta kosti og galla beggja valmöguleika?

Mér finnst í það minnsta nauðsynlegt áður en eitthvað annað kemur í Vatnsmýrina, þurfi að komast niðurstaða í málið, því að ekki er hægt að búa við það að flugvellinum sé bara smátt og smátt lokað áður en nokkuð hefur verið ákveðið um framhaldið.. Það er ekki ásættanlegt og það eru ekki fagleg vinnubrögð og eru núverandi borgaryfirvöldum til mikils vansa.

Ég er því fylgjandi að völlurinn verði áfram þar sem hann er því að það tel ég vera sú niðurstaða sem er best öryggis og samgöngulega séð fyrir okkur sem notum þennan flugvöll, og þá þjónustu sem að honum tengist, reglulega.

Verði hinsvegar á einhverjum tímapunkti ákveðið að hann skuli víkja þá er það algjör lágmarkskrafa að það sé ljóst hvað skal í staðinn koma, en ekki bara óljósar vangaveltur um möguleg flugvallarstæði hér og þar, ásamt þeim möguleika á því að allt fari þetta á heiðar Reykjanesskagans með millilandafluginu okkar.

Góðar stundir


Bændur og síminn

Þegar Reykvíkingar voru á móti símanum...

"Þegar þið eruð á móti þessu er það eins og þegar sunnlenskir bændur voru á móti símanum." Oft fær fólk þetta framan í sig, þegar því líst ekki á einhverja nýjung, og trúlega er sveitafólki oftar mætt með slíkri athugasemd en öðrum. 

En hverjir voru á móti símanum og hvers konar síma? Jú, þegar þetta er skoðað kemur ýmislegt í ljós.

Að forystu í andstöðunni gegn símanum höfðu Reykvíkingar. Þar má fyrst nefna Björn Jónsson ritstjóra Ísafoldar. Nærri honum stóðu ekki síst þeir, sem hófu á þessum árum togaraútgerð hér á landi(í Reykjavík) með erlendu fjármagni, og þeir, sem voru tengdir Íslandsbanka, sem stofnaður var í Kaupmannahöfn árið 1903 með dönsku og norsku fjármagni.

Varla var hann á móti samskiptum við útlönd og nýrri tækni.

Enn má nefna Einar Benediktsson, sem hafði að vísu fengið Rangárvallasýslu árið áður og fluttist þá úr Reykjavík. Alkunnugt er kapp hans að draga Ísland inn í umsvif umheimsins. Hann var sem sagt á móti símanum, eins og sunnlensku bændurnir, sem riðu til Reykjavíkur um hásláttinn 1905 til mótmæla. Þar voru fjölmennastir rangæingar og fyrir þeim Eyjólfur Landshöfðingi í Hvammi. Hann varð nokkrum árum síðar þekktur fyrir að gangast fyrir sölu virkjunarréttinda í Þjórsá til erlendra stóriðjufyrirtækja.

Varla verður því sagt um Eyjólf, að hann hafi verið á móti greiðu sambandi við önnur lönd.

Í þingnefnd, sem fjallaði um símamálið sumarið 1905, voru 7 með símanum, en 2 á móti. Þessir tveir voru Björn Kristjánsson kaupmaður í Reykjavík og Skúli Thoroddsen ritstjóri, þá búsettur á Bessastöðum. Þeir voru þá líka á móti nútímatækni og samskiptum við umheiminn ásamt öllum þeim Reykvíkingum, sem tóku þátt í mótmælum bændafundarins, eða hvað?

Nei, sannleikurinn er sá, að allir, sem létu frá sér heyra, höfðu áhuga á því, að Ísland kæmist í samband við önnur lönd með fjarskiptatækni.

Magnús Andrésson flutti símamálið inn á Alþingi þetta sumar með þingsályktunartillögu um kosningu nefndar í hraðskeytamálinu. Hann hélt því fram í þingræðu, að ráðagerð landstjórnarinnar um samning við Mikla norræna ritsímafélagið væri áhyggjuefni alþýðu, en stórfé hefði verið veitt á þrennum fjárlögum til að koma á hraðskeytasambandi. Raunar höfðu þeir Skúli Thoroddsen og Valtýr Guðmundsson prófessor í Kaupmannahöfn, sem einnig var á móti símanum 1905, beitt sér fyrir símamálinu á þingi 1901, en þá mælti Hannes Hafstein á móti ritsíma.

Andstæðingar Hannesar Hafstein töldu samninginn við Mikla norræna ritsímafélagið óhagstæðan borið saman við tilboð Marconi-félagsins um loftskeytasamband við útlönd og lagningu síma innanlands. Tveir sagnfræðingar, Lýður Björnsson og Þorsteinn Thorarensen, telja reynsluna hafa sannað, að samningurinn við Marconi-félagið hefði reynst hagstæðari. Þorsteinn telur jafnvel hugsanlegt, að Hannes hafi sjálfur áttað sig á því, að samningsboð Mikla norræna ritsímafélagsins væri óhagstætt, en það bundið afstöðu hans, að hann hafði þá þegar hagnýtt sér atbeina danskra stjórnvalda í málinu. Talsamband við útlönd komst hins vegar fyrst á árið 1935 og þá á öldum ljósvakans.

Hvergi koma fram andmæli við fjarskiptasamband við útlönd. Bændafundurinn var kvaddur saman til að sýna stjórnvöldum í Reykjavík, að það væri ekki aðeins í Reykjavík, sem andstaðan gegn símasamningnum við Mikla norræna ritsímafélagið væri sterk - það hlaut hún að finna - heldur einnig meðal almennings, en þá var þorri manna í sveitum landsins.

Það er því jafnrétt að segja, eins og hér er gert í fyrirsögn, að Reykvíkingar hafi verið á móti símanum, eins og að segja, að sunnlenskir bændur hafi verið á móti símanum, eða öllu heldur hvort tveggja er jafnrangt. Málið var það, að menn voru með eða móti stjórninni (Hannesi Hafstein) og þess vegna með eða móti símasamningi stjórnarinnar, en almennur áhugi var að tengjast umheiminum með fjarskiptum með einhverjum ráðum.

Góðar stundir. 



Hvað ætlar þú...

Aðverða þegar þú verður stór.. ??

Þessi spurning er eitthvað sem allir hafa einhverntíman fengið.. Oft snemma á ævinni þegar heimsmyndin er einföld og allt er svart og hvítt.

 

Svörin er mörg og margvísleg..

Flugmaður, læknir, bóndi, kennari og svo mætti áfram telja..

Ég er ekki með í mínum kolli marga sem urðu það sem þeir sögðust ætla að verða.. man þó eftir einum sem fann sína hillu þegar við vorum saman í hinni merku menntastofnun Alþýðuskólanum á Eiðum.. Sennilega voru þar fleiri en einn sem voru með áttavitan rétt stiltann og vissu hvað þeir ætluðusér að verða en einn skólabróðir minn tollir í mínu minni einhverra hluta vegna.

 

Ég ætlaði mér að verða bóndi.. en það varð ekkert úr því, taldi það fjárhaglega óhagkvæmt... Síðan ætlaði ég að verða Íþróttakennari, en það varð eitthvað lítið úr því líka.. tengdist kanski því að á þeim tímapunkti í minni tilveru sem hefði átt að vera frátekin fyrir skólagöngu, þá leitaði hugurinn annað.. Á  góðri íslensku þá nennti ég ekki að vera á skólabekk..

 

Þannig að ég varð bara ekki neitt..

Eða hvað.. ??

 

Fór að velta þessu fyrir mér um daginn þegar gamall vinur var kvaddur sinni hinstu kveðju.. var hann ekkert.. ??  Hann hafði ekki starfstitil sem slíkan, gekk lítið í skóla og hafði sinnt ýmsum störfum um ævina.. mætti sennilega færa rök fyrir því að hann hafi verið.. „ekkert“.. miðað við ymis viðmið samfélagsins.

 

En hann var vænsti drengur, vann sína vinnu, lifði sínu lífi og skilaði sínu til samfélagsins, var með öðrum orðum góður og nýtur samfélagsþegn, þó svo að hann væri „ekkert“

Og þá vaknaði sú spurning hjá mér..

Hvers vegna spyrjum við börnin okkar hvað þau ætli að verða og fyllumst stolti þegar þau nefna hinar ýmsu starfsgreinar svo sem læknir, flugmaður,  lögfræðingur eða eitthvað álíka metnaðarfullt.

Við myndum síður vilja heyra, götusópari, verkamaður, ræstitæknir eða eitthvað í þeim dúr..

En skiptir það í sjálfu sér einhverju máli.. ??

 

Væri ekki best að heyra þau segja eitthvað ótengt starfsstétt.. ?

 

Góður faðir, fyrirmyndar móðir, traustur vinur, virkur þáttakandi í samfélaginu, heiðarleg og góð persóna..

Ekki misskilja mig.. Auðvitað er gott að það sé metnaður fyrir námi og því að mennta sig til starfa á hinum ýmsu sviðum og allir eiga að sjálfsögðu að hvetja sína félaga og börn til dáða í þeim efnum..  En það á ekki að vera eina mælistikan á hver við erum.

 

Ég er ekki neitt...

Og er bara nokkuð ánægður með það...

 



Ég er hugsi...

Yfir því hvernig við smölum fólki í hópa...

Hvernig gjörðir eins verða gjörðir fjöldans...

Hvernig skrifuð orð eins verða orð fjöldans...

Hvernig ræða eins verður ræða fjöldans.....

Hvernig fordómar eins verða fordómar fjöldans.... 

Við skrifum, við ræðum, við gerum, við dæmum.....

Múslima, kristna, Framsóknarmenn, Vinstri Græna, alla aðra stjórnmálamenn, lögreglumenn, kennara, presta, sjómenn, útgerðarmenn, Jón, Gunnu, Siggu og Palla, konur og karla... Bara alla sem við viljum án þess að hugsa eða skoða..  

Getur verið að þetta sé svona einfalt...?

Að það sé nóg að bera starfsheiti eða aðhyllast pólitíska skoðun eða bara tilheyra öðru hvoru kyninu og þá er bara klárt mál hver þú ert og hvað þú segir, hugsar gerir og vilt...? 

Mikið væri nú lífið einfalt.. Ef allar ömmur, afar og mömmur væru eins... Og það að vinna við skurðgröft gerði þig nákvæmlega eins og alla hina 1.432.- gröfumenn landsins.. Ykkar uppáhaldsmatur og lífssýn væri akkúrat hin sama....

Nei kannski væri lífið ekki einfaldara... Við erum nefnilega svo smá.. Bara rétt liðlega þrjúhundruðþúsund hræður.. Lengst norður í ballarhafi...

Hvað myndu grannar okkar segja...?

Ha...? Íslendingar...?

Eru þeir ekki allir eins..?

Búa í snjóhúsum, éta rotnandi hákarl, drekka brennivín og sofa hjá frænkum og frændum sínum..

Nei sem betur fer erum við ekki öll eins né með sömu skoðanir...

Sem betur fer..... 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband