Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Smá vangaveltur....

Ekkert kerfi er gallalaust og kvótakerfið er það ekki heldur.  Ég hef engar töfralausnir í mínum kolli hvernig á að breyta því, en ég veit að það er ekki auðvelt mál.

En í þessari umræðu velti ég einu fyrir mér.

Það er talað mikið um "sægreifa" og "kvótabraskara" í þessari umræðu og maður fær það á tilfinninguna að allir sem eiga útgerð og draga fisk úr sjó séu ótíndir glæpamenn og óþokkar.

En er það svo???

Lítum aðeins á málið....

Ungur maður sem er af þriðju eða fjórðu kynslóð sjómanna ákveður að fara út í sjómennsku og kaupa sinn eigin bát í árdaga kvótakerfisins, eða í þann mund sem ákveðið var að taka það upp.  gefin var út viðmiðunartími og afli veiddur á þeim tíma átti að ákveða hans hluteild í kvótanum.  Við skulum ekki gleyma því að hvatin að kvótasetningunni var síminnkandi afli og augljóst að það stefndi í hrun fiskistofna með þáverandi kerfi, hvatinn var því göfugur, sama hvað hver segir.

Þessi sami maður fær síðan úthlutuðum kvóta, og hann unnir nokkuð vel við sitt, veiðir sinn kvóta ásamt því að seilast í tegundir sem enn voru ekki komnar í kvóta, til að drýgja tekjurnar.

Tímimnn líður og smá saman byggir þessi sami maður upp sitt fyrirtæki með dugnaði og elju, mörg tækifæri gefast til að auðgast vel á því að selja kvótan og útgerðina en hanns vilji stendur ekki til þess, hann vill vinna við þetta, hefur gaman af því og afkoman er nokkuð góð þó ekki sé hægt að tala um að menn vaði í peningum, en í það minnsta er hann í svipuðum sporum og þeir sem eru ofarlega í millitekjuhóp óslendinga.

Þess má geta hér að margir af samferðarmönnum hans eru hættir og farnir á snemmbúin eftirlaun í boði fjársterkra aðila sem voru í því að auka sinn kvóta með því að kaupa hann.

Enn líður tímin, en nú er svo komið að allar fisktegundir eru konar inn í kvóta og því ekki um það að ræða að drýgja tekjurnar með þessum hætti, ekki dugir þó að gefast upp heldur er ákveðið að bregðast við skerðingu með því að fjáfesta í einhverjum kílóum og halda áfram að róa.

Þegar hér er komið við sögu hefur viðkomandi sjómaður unnið við þetta í rúm 20 ár, afkoman er enn viðunandi, báturinn er nýr og kvótin er nægut til að standa undir þeim fjárfestingum og skulbindingum sem ráðist hefur verið í, hvort sem um er að ræða kvóta eða búnað.

En þá birtist Vinstri stjórn VGSamfylkingar og ákveður að skerða veiðiheimildir hans um 5% á ári og leggur bann við frekari kvótakaupum, og ekki er á hreinu hvernig menn eiga að fá endurúthlutaðar aflaheimildir.

Á 4 árum rýrnar kvótinn um 20% sem þýðir að ekki er hægt að standa í skilum, selja verður bátinn, en ekki fást neinir kaupendur vegna óvissu um framtíð útvegsins, því er aðeins ein leið fær, gjaldþrot.

Þessi saga er kanski óttarleg svartsýni í mér, en ég lít svona á málið:

Það er talað um réttlæti og það eigi að innkalla allar aflaheimildir skilyrðislaust og helst á einni nóttu.  En hvað með menn í sömu sprum og okkar söguhetja hér fyrir ofan, heiðarlega harðvinnandi menn sem eru ekki að hugsa um það að græða sem mest, heldur hugsa um það eitt að byggja upp fyrirtæki sem veitir þeim þak yfir höfuðið og kanski aðeins rúmlega það.

Eigum við einhvern rétt á því að taka þeirra lífsviðurværi af þeim???


mbl.is Allir kallaðir að borðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgunarsveitin...

Mikið og öflugt starf björgunarsveita er öllum nauðsynlegt.  Hérna eru nokkrar svipmyndir úr starfi Ársólar: Gott er að horfa á þetta í "HD" upplausn, þá nýtur þetta sín betur

Viltu....

ís, Björn??

Þetta fer nú að verða daglegt brauð, eigum við ekki að setja kvekindið í húsdýragarðin, þetta er eiginlega að verða partur af íslenzkri spendýraflóru....

Þetta verður vonandi ekki sama móðursýkni og áður....


mbl.is
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og þó svo....

hann hefði unnið gegn honum???

Það væri nú ekki alveg óskiljanlegt í mínum huga.

En við Árna er besta að segja: rífðu skóginn úr auganu á þér drengur.....


mbl.is Segir ásakanir Árna út í hött
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Svo lengi sem sól gyllir jörð...

Fyrirsögnin er náttúrulega í engu samræmi við það sem ég ætla að skrifa um... En í dag er blogg afmæli hjá mér og telur þetta nú 3 ár í heildina.

Ýmislegt hef ég bullað á þeim tíma og eflaust finnst einhverjum ég eflaust sagt alveg yfirdrifið nóg... Vonandi hef ég hreift við einhverjum bæði  með mér og á móti, er það jú ekki það sem menn eru oft að reyna að gera á þessum vettvangi, fá viðbrögð??

En sennilega er ég ekki nógu beittur því að ég fæ yfirleitt ekki mikið af beittum athugasemdum, með eða á móti, en það er bara ég, ekki gefin fyrir það að valda einhverjum óróa nema að það sé eitthvað sem skiptir virkilega máli.

En hvað um það......

Hef verið afspyrnulatur að setja eitthvað hér inn að undanförnu, veit s.s. ekki hvað veldur, en kanski eru það misvitrir bloggarar sem telja sig vita allt um allt, þegar kemur að framboðsmálum fyrir Þingkosningarnar sem eru að bresta á.

Samsæriskennigar og óhróður af öllu tagi sturtast yfir landslýð, og nánast bara hundleiðnlegt að fara í gegnum það allt því að það er eitthvað svo yfirdrifið og engin málefnaumræða í gangi.

Allt byggist á nógu stórum fullyrðingum til að stuða og þá fá menn viðbrögð, en einhver talar á málefnalegum nótum og leitar eftir málefnalegum athugasemdum þá gerist ekkert, engin hefur áhuga á þesslags umræðu, fólk vill bara fá eitthvað nógu stuðandi og helst eitthvað sem þolir ekki dagsljósið og það má alveg vera logið eða uppspuni, bara ef það er nógu krassandi, þá er fjör...

Mér finst þetta ekki vera góð þróun.

Tökum sem dæmi þá umræðu sem hefur átt sér stað um 20% leið Framsóknar. 

Það er alveg með ólíkindum hvað umræðan um þetta mál hefur verið ómálefnaleg, það eina sem menn hafa gert (andstæðingar) er að kasta fram fullyrðingum um óhóflegan kostnað án þess að þurfa að rökstyðja neitt og það er étið upp gagnrýnislaust, einfaldlega af því að þessu er skellt fram með nógu miklu offorsi.

En svona í tilefni af mínu bloggafmæli þá ætla ég að einfalda málið aðeins:

Siggi lánar mér 1.000.- kr.  En til þess að geta lánað mér þurfti hann að fá lánað hjá vini sínum Jóni, sömu upphæð.

Siggi lendir sðían í vandræðum og semur við Jón um það að hann fái að borga aðeins 500.- til baka og Jón samþykkir það.

Síðan lendi ég í vandræðum og þá ákveður Siggi að ég þuefi ekki að borga nema 800.- kr til baka til að allt gangi upp.

Siggi er íbúðalánasjóður og íslensku bankarnir, Jón er erlendur fjármagseigandi og ég er hinn almenni íslenski skuldari.

Þetta er ekki flókið, þetta er einfalt, og þetta er ekki að kosta Ríkissjóð miklar upphæðir, sennilega kostar þessi leið mun minna en hækkaðar vaxtabætur VGSamfylkingar, en í sínum hroka og fílabeinsturni fanst þeim að það gæti ekki verið að neitt sem Framsókn legði til málana gæti verið þess virði að skoða það...

Það er sama hvaðan gott kemur, í þeirri stöðu sem við erum í dag höfum við ekki efni á því að vera með einhverja flokkadrætti.  ef hugmyndin virðist vera góð þá á að skoða hana...

Góðar stundir


Tækifæri...

til frekari uppyggingar á Austurlandi felast einmitt í svona hlutum...

Öflug inn og útlfutningshöfn á Reyðarfirði er einn af þeim möguleikum sem okkur eru nauðsynlegir til að fá hér meiri atvinnu og fleiri tækifæri.

Þegar þetta verður að veruleika þá er Mjóeyrarhöfn orðin stærsta einstaka höfn á landinu og aukin skipaumferð skapar fleiri störf og tækifæri.

Og svo skilar þetta miklum tekum fyyrir Fjarðabyggðarhafnir og Bæjarsjóð Fjarðabyggðar í formi fasteignagjalda.


mbl.is Sótt um lóð undir olíubirgðastöð á Reyðarfirði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

En á Austurlandi...

þar sem allt á að vera í hers höndum samkvæmt okkar hæstvirtum umhverfisráðherra??

Ég held að það hafi í það minsta 7 íbúðir/hús verið seld í Fjarðabyggð í Febrúar, og kanski eru þau fleiri, því að ég hef nú ekki aðgang að sölutölum...

En það er kanski ekki frétt....


mbl.is Fasteignasala eykst á milli mánaða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Peninga meninga..

Já hvar á að taka þessa peninga??  Það er von að Jóhanna spyrji..

Hmmm látum okkur sjá, hvort er léttara fyir mig sem meðaljónin, að borga fáheyrðar og glæpsamlegar verðbætur til banka eða sjóða sem eru í eigu ríkisins, eða aðeins hærri skatta, þar til ég hrekk uppaf????

Ég er ekki í vafa.

Einnig má velta því fyrir sér hvort að það sé nokkuð þörf á því að finna peninga í þetta, þetta er einungis lleiðrétting á fáheyrðum verðbótum, sem nú eru búin að hækka mitt íbúðalán um 4 miljónir á 3 árum, þrátt fyrir það að ég sé búinn að borga um 3,6 milljónir á þessum þremur árum inn á sama lán...   Er það ekki rán ég bara spyr??

Framreiknað má búast við því að þetta lán mitt sem var 18 milljónir, (en ég fékk aldrei að sjá nema 17,3 því ríkið slatta í skatt og fyrirframgreidda vexti) endi í milli 80 -100 milljónum, þegar upp verður staðið..

Þá finnst mér nú ekki mikð þó að þessi leiðrétting komi til......

Ég held að Samfylking og Jáhanna séu bara súr yfir því að hafa ekki hugkvæmst þetta á undan Framsókn, og því prétiki þau sem harðast gegn þessu.....

Og hananú


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilraun....

Hér er smá tilraun:

 


Því miður....

Þá er það sem gerist yfirleitt við svona aðstæður að menn missa stjórn á sér..  Það er jú bara mannlegt.

Ég held að í hvert sinn sem múgæsing sem þessi myndast þá skaðist málstaður mótmælenda verulega og því þurfi þeir að hugsa sínar aðferðir uppá nýtt, og tryggja með einhverjum hætti að ró haldist.

Setjum okkur bara i spor lögreglunar á svæðinu:

Við stöndum vörðu um Alþingishúsið, reiður hópur mótmælenda lemur potta og pönnur og ber skilti við öxl sem á standa hin ýmsu skilaboð til stjórnvalda.  Ekki er neitt athugavert við það.

Síðan líður dágóð stund og mótmælendur fara að ókyrrast og ögra lögreglu, með skyrkasti formælingum og látbragði, ekki gerist neitt enn við það, en svo kemur að því að einn af laganavörðum brestur þolinmæði, hann stjakar við mótælanda svo hann fellur við.

Þetta kostar enn meiri formælingar og þeir í hóp mótmælenda sem vilja hleypa þeim upp sjá að þarna er veikur blettur og flykkjast þangað og fyrr en varir er allt orðið vitlaust.  Saklausir mótmælendur sem vildu mótmæla með friðsömum hætti og lögreglumenn með langlundargeð á við Gandhi lenda saman í piparúða og grótregno og allt fer fjandans til.

Þið megið ekki skilja mig sem svo að ég telji að það sé alltaf mótmælendur sem eiga upptök, en ég tel það þó líklegra, en við vitum líka að það er ekki hægt að setja alla undir sama hatt hvorki mótmælendur né lögreglu.

En þetta er samt möguleg atbutðarrás og hafið það í huga að þó að þett gerist nákvæmlega svona þá kannast hvorki mótmælendur né lögregla við þessa atbutðarrás, en afhveju??

Jú það er vegna þess að taugar eru þandar til hins ítrasta og viðbrögðin eru nánast ósjálfráð og ómeðvituð.

Svona aðstæður eru og verða alltaf púðurtunna með logandi kveik, það er bara spurning hvenær kveikurinn brennur upp og allt springur í loft upp......

 

 

 


mbl.is Slökkt á bálinu við Alþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband