Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
24.5.2006 | 01:04
Fundirnir búnir
Jæja þá eru sameiginlegu fundirnir búnir, fundirnir sem "lýðræðislega" aflið Fjarðalistinn vildi ekki að yrðu, en þeir vildu einungis 2 fundi, einn á Fáskrúðsfirði og einn á Eskifirði, ekki er mikill vilji fyrir lýðræði þar nema þegar það hentar í ræðuhöldum. Fjarðarlistinn hampaði Smára Geirssyni í byrjun fundarherferðarinnar, en þegar þeir sáu að það var ekki að virka, þá hættu þeir því snarlega og reyndu að snúa sér út úr þeirri "alþekktu pólitísku brellu" að hafa foringann í baráttusæti.
Þessi leikur er reyndar þekktur í íslenskri pólitík, en þá er foringinn eða forsvarsmaðurinn í baráttusætinu og hefur frumkvæðið og er andlitið út á við en nú er Smári vinur minn hafður sem gulrót án raddar og finnst mér það miður að sá ágæti maður hafi slíkt hlutskipti.
Biðlistinn sem telur sig vera rödd fólksins í bæjarstjórn og telur sig vera eina framboðið sem getur breytt einhverju en það er ekki að gera sig finnst mér. Það er skrítið hvað "rödd fólksins" hefur verið þögul undanfarin ár og hvað lítið hefur heyrst í henni. Ekki hafa tillögur eða annar málflutningur "fyrir fólkið" þvælst mikið um í bæjarstjórn, og það læðist að manni sá grunur að markmið Biðlistans sé aðeins eitt, að tryggja sinn mann Ása í bæjarstjórn en afhverju veit ég ekki.
Sjálfstæðismenn eru ekki með bæjarfulltrúa í sveitarstjórn ef eitthvað er að marka málflutning þeirra núna, og þeir eru "byrjaðir að vinna í málunum þrátt fyrir það við séum ekki í bæjarstjórn" Skrítið mál það, ég er ekki viss um að Magni og Andrés vinir mínir sé sáttir við þennan málflutning enda eru þeir í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Reyndar er hafði ég frekar gaman af þessum Heimdalls og JC ræðum þeirra Valda og Jens, og þessir frasar sem þeir notuðu eru alþekktir í heimi kappræðna en vikta lítið í alvöru stjórnmálum.
En hvað með Framsóknarmenn?? Við erum og verðum laaaaangflottust. Það má t.d benda á það að fyrsta lýðræðisvinnan í nýrri Fjarðabyggð var Framsóknar, þ.e. prókjörið, og til að toppa það þá biðu allir listar eftir því að við kláruðum okkar prófkjör til að stilla upp eftir því, og það sjá allir ef vel er að gáð að öll framboð röðuðu niður sínum fulltrúum á listanna með tilliti til niðurstöðu Framsóknar.
Ég held að það sé ekki spurning hvað valkostur sé bestur í stöðunni, það er X-B á kjördag til að fá góða niðurstöðu fyrir íbúa Fjarðabyggaðar til framtíðar.
Og hana nú........................
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.5.2006 | 00:50
Fundirnir
Jæja nú er allt að gerast, fyrstu tveir fundirnir að baki og næstu þrír framundan.
Ég s.s. veit ekki hverjir komi best út úr þessum tveimur fundum sem eru afstaðnir, en mér fannst okkar hlutur ekki vera slakur. En útgangspunktar hjá framboðunum eftir fundin á Stöðvarfirði fundust mér vera þessir, dregnir saman í eina setningu:
D- listinn: Kjósið okkur við erum öll sérfræðingar.
F- listinn: Kjósið Smára og þá fylgjum við hin með í kaupbæti.
Á- listinn: Kjósið okkur við erum húmorískir og allt mun verða ókeypis.
B- listinn: Ég býst nú við því að einhverjir aðrir verði að meta okkur í einum svona frasa og ég vænti þess að einhverjir setji það hér inn í athugasemdir.
nóg í bili
Eiður
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.5.2006 | 17:32
Sérlundaðir Sjálfstæðismenn
Ekki er það einleikið hvað sumir (vonandi ekki allir) sjálfstæðismenn geta verið sérlundaðir. Andrés vinur minn Elísson talaði mikin um mismunun á bæjarstjórnarfundinum í dag, taldi að það hefði átt að ráð konu í starf bara af þv að hún er kona, hún var reyndar hæf í starfið en 2 aðrir metnir hæfari, en það skipti engu máli í hans huga !!!!
Furðulegt!!!
11.5.2006 | 14:32
Skondin skipting
Ég var að skoða lista það er samþykktir hafa verið hjá frændum mínum og vinum á Djúpavogi, og það er mjög skemmtileg lesning fyrir margra hluta sakir.
Ekki ætla ég á nokkurn hátt að gera lítið úr neinum sem þarna sitja, enda allt prýðisfólk.
en skoðum listanna aðeins betur:
L-Framtíðarlistinn
- Guðmundur Valur Gunnarsson, Lindarbrekka, bóndi
- Brynjólfur Einarsson, Brekka 5, laxeldismaður
- Særún Björg Jónsdóttir, Borgarland 22a, afgreiðslustúlka
- Bjarney Birgitta Ríkarðsdóttir, Varða 19, stuðningsfulltrúi
- Guðmundur Kristinsson, Þvottá, bóndi
- Klara Bjarnadóttir, Borgarland 12, afgreiðslukona
- Hrafnhildur Kristjánsdóttir, Steinar 9, forstöðukona
- Stefán Þór Kjartansson, Hlíð 15, stýrimaður
- Ragnar Eiðsson, Bragðavellir, bóndi
- Njáll Reynisson, Hlíð 13, nemi
N-Nýlistinn
- Andrés Skúlason, Borgarland 15, forstöðumaður
- Albert Jensson, Kápugil, kennari
- Tryggvi Gunnlaugsson, Hlíð 2, útgerðarmaður
- Sigurður Ágúst Jónsson, Borgarland 14, sjómaður
- Þórdís Sigurðardóttir, Borgarland 26, leikskólastjóri
- Sóley Dögg Birgisdóttir, Hamrar 12, umboðsmaður VÍS
- Bryndís Reynisdóttir, Hlíð 13, nemi
- Claudía Trinindad Gomez Vides, Vogaland 1, verkakona
- Hafliði Sævarsson, Eiríksstaðir, bóndi
- Elísabet Guðmundsdóttir, Steinar 15, bókari
Þetta er kanski ekkert skondið þegar þetta er lesið svona beint en skoðum þetta aðeins nánar.
3. Sæti á L lista er Særún frænka og í
4. Sæti á N lista er Sigurður bróðir hennar og í
7. sæti á N lista er Bryndís frænka og í
10. sæti á L lista er Njáll bróðir hennar, en Sigurður býr jafnframt með systir Bryndísar og Njáls, en einnig í
6. Sæti á L lista er Stefán sem býr með annari systur þeirra Njáls og Bryndísar.
(Ofsalega verður erfitt fyrir Reyni, Mundu, Jón og Steinunni að ákveða hvern á að styðja)
Þarna eru fleiri og fleiri artriði sem gaman væri að velta upp en þessir ágætu listar eru meira og minna tengdir innbyrðis, og ekki misskilja mig, það er ekki slæmt né gott bara,athyglisvert.
En svona er pólitíkin á þessum stöðum þar sem allir þekkja alla og engin er ótengdur öðrum.
En að öllu gamni slepptu þá óska ég þeim öllum alls hins besta í komandi kosningabaráttu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2006 | 19:01
Færum Þjóðveginn
Það hafa verið miklar vangaveltur um það hér í fjórðungnum, um það hvar þjóðvegi 1 sá best fyrirkomið, og sitt hefur hverjum sýnst um það. En ég er þeirrar skoðunar að hann eigi að færast niður á firði um Fáskrúðsfjarðargöng. En af hverju? Spyrja menn og það er auðvelt að svara því.
Hver er tiligangur hringvegarins? Hvaða hlutverki á hann að gegna? Það er eðlilegt að þessar spurningar komi upp þegar þessi mál eru reifuð, og ég tel að meginhlutverk hringvegarins sé að tengja landsfjórðungana með öruggum og góðum samgöngum.
Er einhver ósammála því?
Nei ég hélt ekki!!
En hvað er þá málið hér hjá okkur á Austurlandinu?
Jú við erum ekki sammála hvað sé gott og öruggt!!!
Góður og öruggur vegur hlýtur að vera, tvíbreiður með bundnu slitlagi og liggja þannig að ekki séu á honum margir hættulegir kaflar, einnig er töluvert öryggi fólgið í því að leggja vegi þar sem snjólétt er og lítið um illviðri og hálku. Það má líka skilgreina öryggi samganga út frá því hversu öruggt það sé að vegfarendur komist fra A til B eða jafnvel Ö án þess að ófærð tefji eða hamli för.
Þegar allt þetta hefur verið lagt til grundvallar þá er það engin spurning hvar hringvegurinn á að liggja í okkar fjórðungi, þ.e. um firði í gegnum Fáskrúðsfjarðargöng.
Þetta er málið.
En svona til fróðleiks þá fylgir hér með smávegis sem ég fann á samgönguvefnum:
Minnt skal á að samkvæmt könnun á vefnum gluggi.net er mikill meirihluti fyrir því að hringvegurinn, þjóðvegur eitt, liggi um Fáskrúðsfjarðargöng. Þrír valkostir voru í boði í könnuninni, Fáskrúðsfjarðargöng, Öxi og Breiðdalsheiði.
Talsverðar sveiflur voru í kosningunni og framan af var Öxi með örugga forustu. Þegar á leið skiptust Öxi og Fáskrúðsfjarðargöng á að vera í fyrsta sæti og siðarnefnda leiðin varð síðan hlutskörpust.
Athygli vekur að leiðin um Breiðdalsheiði var aldrei inni í myndinni og lauk keppni með 1%. Um 600 manns tóku þátt í könnuninni.
Niðurstaðan er eftirfarandi:
Um Fáskrúðfjarðargöng 63%
Um Öxi 36%
Um Breiðdalsheiði 1%
Það er þá ljóst að flestir Austfirðingar gera sér grein fyrir því hvað er öruggt og gott, eða 63%, en hinir virðast haldnir þeim misskilningi að vegur sem liggur í yfir 500m hæð yfir sjó og er snarbrattur, mjór og kræklóttur sé öruggur og góður.
Þetta fær mann nú til að hugsa ekki satt!!!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:08 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2006 | 09:24
Þau áttu afmæli í gær
Oddskarðsgöngin ógurlegu áttu afmæli, og aldurinn er 28 ár.
Þau hafa elst illa, þau halda ekki í við nútíman og eru gamaldags og léleg. Við viljum gefa þeim frí, við viljum sjá arftaka þeirra verða til og við viljum sjá hann verða til hið snarasta, helst viljum við að arftakin verði í burðarliðnum á þrítugsafmæli núverandi ganga.
Ég stoppaði í göngunum í gær og það er alveg ótrúlegt miðað við hversu mikil samgöngubót þeta var á sínum tíma, hvað þetta er ekki boðlegt nú 28 árum seinna.
Nei þett er ekki ekki ekki ekki þolandi eins og segir í textanum.
kv
Eiður
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.5.2006 | 22:51
Skólakerfið
Ég er nú ekki langskólagengin en ég má samt hafa skoðanir á því hvernig skólarnir eigi að vera, eða hvað??
Ég sat í gærkveldi ásamt vinum mínum og það barst m.a. í tal hvernig skólakerfið gæti verið skilvirkara, og þessi hugmynd kom upp:
Í dag er skólakerfið þannig að það eru 10 ár skylda, síðan kemur millistig (menntaskóli) og því næst er það háskóli.
En hvers vegna ekki að hugsa þetta uppá nýtt?? Við eigum að lengja skólaskylduna um tvö ár og eftir að þessum 12 ár eru að baki þá geta menn vaklið um verknám eða háskólanám, í beinu framhaldi af því.
Ég veit ekki hvernig mönnum myndi hugnast þessi breyting en það mælir mergt með henni, og nefni ég hér nokkur atriði:
Sjálfræðisaldur er nú í dag 18 ár það ætti að miða skólaskyldu við það. Undirbúningsdeild háskólanna myndi eflast, og stúdentar yrðu að jafnaði betur undir háskólann búnir. Þeir sem velja verknám í dag eyða flestir fyrsta vetrinum og hluta af öðrum vetrinum í það að læra sömu fög óháð því hvaða fag þeir ætla að taka sér og því er þetta í raun rökrétt að skella þessu á alla.
Það mætti síðan útfæra þetta enn meira t.d. fyrir þá sem hyggja ekki á frekara nám myndu fá tilsögn í þeim hlutm sem tengjast atvinnulífinu og því sem því tengist, og í heildina myndi þetta skila fólki betur undirbúnu út í lífið.
Þessar hugmyndir kviknuðu bara í gær og ég væri alveg til í að fá athugasemdir á þetta af miklum móð til að sjá hvort að þetta gæti verið eitthvað sem mönnum myndi hugnast.
kveð að sinni
Eiður.
3.5.2006 | 21:08
Rusl
Ég var staddur í höfuðstaðnum um dagin, sem er s.s. ekki í frásögur færandi því ég er þar alltaf annað slagið. En nú brá svo við að ég hafði ekki bíl til umráða, sem er mjög erfitt fyrir svona dreifara eins og mig. En hvað um það, ég brá undir mig betri fætinum og skrapp í morgungöngu af Hótel Óðinsvé þar sem ég gisti og gekk aðeins um borgina, aðallega gamla miðbæinn en ég endaði inni á félagsheimili landsbyggðarlýðsins, Kringlunni.
Það sem stendur eftir í mínum kolli eftir þessa gönguferð, er fyrst og fremst eitt, götur eru ruslafötur, því að það var nánast sama hvert litið var allstaðar var rusl í massavís, í runnum inni á lóðum við gangstéttar á bílastæðum og eiginlega hvert sem litið var.
Ég er ekki mjög sigldur en er þetta svona í öðrum borgum heimsins, ég bara spyr??? Eða erum við sem búum á skerinu einstakir sóðar? Ég bara veit það ekki, en ég velti því fyrir mér hvað þeim ferðalöngum sem gistu á sama hóteli og ég og voru greinilega að að spígspora um borgina með feitar myndavlélar um háls sér, finnist um herlegheitin.
ég bara veit ekki!!!!!!!!!!!!!
2.5.2006 | 01:00
Eitthvað verður að gerast!!!!!
Vegabætur, það er það fyrsta sem flestum dettur í hug þegar spurt er hvað það er sem vantar hér innan fjórðungs..Ég hef tíundað þetta alloft bæði hér á þessum vetvangi og annarsstaðar. Eitt vil ég taka fram samt hér til að forðast misskilning, allar vegabætur eru í eðli sínu til bóta og almennt séð er ég með þeim sama hvað þær eru. Flestir eru sammála um það að betri vegir séu af hinu góða, þannig að sá ágreiningur sem verður til á þessum vettvangi er yfirleitt ágreiningur um forgangsröðun.
Sem sagt á meðan við erum hér í mestu framkvæmdum íslandssögunar, og til að þetta geti nú virkað sem skildi þá vantar meira fjármagn í samgöngurnar, við horfum uppá það að hver fjörðurinn er þeraður af öðrum í kjördæmi samgönguráðherra þá er ekki einu sinni inní myndinni að klára hringveginn hér með sviðupuðum framkvæmdum hér fyrir austan.
Umferðarþyngsti þjóðvegur hér fyrir austan, Hólmaháls, er ÓNÝTUR!!!!!!!!!! Og ekki á að gera neitt fyrir hann fyrr en eftir árið 2008, það eru ekki til peningar segja forsvarsmenn Vegagerðarinnar og ypta öxlum, og það er í raun það eina sem þeir geta gert, því ekki ákveða þeir í hvað peningarnir fara helsur er það pólitísk ákvörðun.
En ég er hér með tillögu fyrir þingmenn þá er í samgöngunefnd sitja, ekki er ég viss um að allir séu hrifnir af þessari hugmynd, en ef menn hugsa nú málið oní grunnin þá sjá menn að þetta er skynsamlegt. Tillagan er þessi:
Til að búa til peninga til að taka umferðarþyngsta þjóðveg á austurlandi og færa hann inní nútíman, á að fresta framkvæmdum við Arnórsstaðarmúla og nýta þær 180 miljónir sem í hann eiga að fara í Hólmahálsinn. Ef þessar 180 miljónir duga ekki þá á að gera ráð fyrir því sem uppá vantar á fjárauakalögum.
Þetta er eðlileg forgangsröðun, um Hólmaháls fara hátt í 2000 bílar á hverjum einasta degi. ef við gefum okkuR að það fari þarna 1500 bílar á dag þá eru það 547.500 bílar á ári 549.000 á hlaupári.
Þetta þýðir að þarna eru eknir 2,8 miljónir km á ári með tilheyrandi skattlagningu
Um Arnórsstaðarmúla fara um 200 bílar á dag eða nærri 10 sinnum minna en um Hólmahálsinn.
en það gera um 511.000 km á ári með tilheyrandi skattlagningu
En að sjálfsögðu munu menn ekki hætta að keyra þessa vegi án vegabóta, en um það snýst heldur ekki málið, málið snýst um það hvað sé skynsamlegt.
EITTHVAÐ VERÐUR AÐ GERAST!!!!!!!!!!!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.4.2006 | 19:20
Úr pólitíkinni
"Ég tel mig vera gott efni í fjölkjarnasamfélag"
"Ef byggðin myndi aldrei stækka þá yrði bara byggt innanbæjar"
"Ég geng ekki örna annarra"
"Þá bíta menn hausinn af nálinni"
"Við verðum að fá ný jarðgöng yfir Oddskarð"
"Menn gera sér enga grein fyrir því hverskonar flöskustútur Oddskarðið er"
Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.5.2006 kl. 08:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)