Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
18.8.2006 | 15:21
Athyglisvert......
Ég rakst á könnun sem gerð var af Gallup fyrir stuðningsfólk Sivjar Friðleifsdóttur, um það hvort að Framsókn yrði vænlegri undir stjórn Jóns eða Sivjar.
Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku og mögulega kjósa Framsókn völdu Siv umfram Jón eða 34% aðspurðra en 12,6% töldu Jón vænlegri. Það styrkir eflaust Siv í sinni baráttu um formannssætið og einnig styrkir það þau ummæli hennar að nauðsynlegt sé nú á þessum tímapunkti að fá kynslóðaskipti í forustu Framsóknarflokksins.
En, það var annað sem vakti athygli mína í þessari könnun, en það var sú tölulega staðreynd að á bilinu 37-65% aðspurðra sögðust ekki myndu kósa Framsókn alveg sama hvort þeirra yrði formaður, og það mætti útleggja á þann veg að Framsókn eigi séns á allt að 30% fylgi í næstu kostningum.
En við sjáum til, hvað laugardagurinn hefur í för með sér og þá skýrast línurnar.
15.8.2006 | 15:51
Mótmælendur
Já er það ekki aðalumræðan þessa daganna, mótmælendur, eða hvað?
Nýjasta afrek þessa villuráfandi fólks var að loka Valla og félaga á Hönnun inni líklega í þeim eina tilgangi að komast í fréttirnar, eða kanski að þeir hafi ætlað að loka bæjarskriftsofum Fjarðabyggðar og beygt vitlausa leið þegar á aðra hæðina var komið.
Ég veit ekki, en samt einhvernveginn finnst mér að það sé verið að mótmæla á vitlausum stað og/eða á vitlausum tíma. Ég hefði talið að þetta ágæta en illa upplýsta fólk ætti að setja upp mótmælendabúðir inni í Arnardal á Fjöllum, því að til eru á pappír áætlanir um að sökkva honum en ekki neinar framkvæmdir hafnar, eða við Langasjó því að þar er sama staðan uppi á teningnum, en ekki neitt verið aðhafst enn. Það væri kanski ráð að upplýsa þessa mótmælendur og Íslandsvini um það svo að þeir gætu sett sér markmið sem þeir eiga möguleika á að ná?
En hverjir myndu flytja fréttir af því?? Líklega engin, því að þeim yrði ekki vísað af þessum stöðum, þeir yrðu ekki fyrir neinum og engin hætta á að kastast myndi í kekki milli yfirvalda og þeirra, og því er þetta ekki hentugt í þeim tilgangi að vekja athygli fólks.
Ekki hefur heldur einn né neinn mótmælt Hellisheiðarvirkjun, sem þó er byrjað á og þar á svæðinu eru um 1000 mans að störfum, og orkan fer einnig til álvinnslu og verðið á orkunni er líka trúnaðarmál.
Það er margt skrítið í kýrhausnum þegar hann er sóttur yfir bakkafullan lækinn.
9.8.2006 | 20:33
Málefni líðandi stundar
Það sem ber hæðst í fjölmiðlum þessa dagana er auðvitað umræðan um mótmelendur við Kárahnjúka og Snæfell. Sumir vilja meina að lögregla fari offari í störfum sínum en aðrir ekki.
Ég var staddur inni í Lindum akkúrat á sama tíma og lögregla var að "reka" mótmælendur í burtu með "harðræði" og ég verð nú að segja að ekki sá ég "harðræðið" en vissulega voru tjaldbúðirnar og fólkið fjarlægt af svæðinu.
Ég átti leið um Snæfell í síðustu viku þegar við félagar í Björgunarsveitinni Ársól vorum í Hálendisverkefni Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, verkefni sem fellst í því að björgunarsveitir eru á ferð um hálendið m.a. til að aðstoða vegfarendur og aðra þá er gætu þurft á því að halda. Ég vissi að þar væru tjaldbúðir mótmælenda og fannst að það ætti ekki að skipta máli fyrir okkur, en mér fannst augnaráð þessa ágæta fólks vera frekar kuldalegt þegar við mættum á staðinn og okkur bar saman um það að við værum ekki velkomnir.
Sömu sögu var að segja af Súlumönnum (bjsv. Súlur Akureyri) þeir höfðu einnig orð á þessu og upplifðu þetta á nákvæmlega sama hátt og við, en það sem mér fannst verst var það þegar ég frétti það hjá Slysavarnarfélaginu að haft hefði verið samband við starfsfólks félagsins i Reykjavík og það spurt afhverju björgunarsveitirnar væru að fylgjast með friðsamlegum mótmælendum við Snæfell fyrir lögregluna á austurlandi!!!
Ég held að þetta sýni nú hvernig þetta ágæta fólk hugsar, það virðist vera ákaflega upptekið af því að allir séu að "vakta" það eða með öðrum orðum með ofsóknarkennd á háu stigi. Það virðist vera eitt af markmiðum þessa fólks að sverta yfirvöld og alla sem þeim tengjast, og það virðist ekki skipta máli hvort að það á við einhver rök að styðjast eða ekki, bara ef þú tengist yfirvöldum það eitt gerir þig að "vondan"
Ég veit það ekki, mér finnst að það þurfi nú stundum að stíga varlega til jarðar þegar hitamál eins og þessi eru uppi á teningnum, og það á sérstaklega við um fjölmiðla, en mér þeir séu ekki að standa sig sem skildi í þessu máli. Mér finnst öll umfjöllun og annað í kringm þetta allt einkennast af æsifréttamennsku og látum. Einnig er það umhugsunarefni að þegar fjölmiðlamenn eru yfirlýstir andstæðingar virkjunar og stóriðju, hvort að þeir ágætu menn geti sannarlega flutt fréttir eða tekið upp myndskot á þann hátt að það gefi rétta mynd af þvi sem er að gerast, og það á að vera eitt af hlutverkum yfirmanna að sjá til þess að fréttir séu óhlutdrægar og það á hvorn veginn sem er.
7.7.2006 | 14:00
Frestun framkvæmda
"Vegna þennslu í þjóðfélaginu finnst ráða mönnum ráðlegt að fresta framkvæmdum við hin ýmsu verk sem eru í deiglunni af hálfu hins opinbera"
Þessi fyrirsögn er reyndar ekki tekin úr neinu blaði en þetta nær þeim boðskap sem uppi er í dag um þensluna, og verðbólguna sem nú tröllríður öllu. Ekki´ætla ég að fara að gera lítið úr þem vanda sem nú er uppi, en viðbrögðin finnast mér skrítin.
Til að minka þensluna eru uppi hugmyndir um að fresta til dæmis vegaframkvæmdum bæði á Vestfjörðum og á norðausturhorni landsins, þar sem ekki eru vegir fyrir heldur moldartroðningar sem lagðir voru með handafli fyrir seinna stríð. Vegkaflar sem kosta líklega samanlagt ekki nema um 25% af áætluðum kostnaí við byggingu nýs tónlistar og ráðstefnuhúss í höfuðborginni, og líklega innan við 10% af áætluðum kostnði við byggingu hátæknisjúkrahúss.
Hvar er þenslan mest??? Hún er langmest á stórHafnarfjarðarsvæðinu og þar ætti að sjálfsögðu að fresta framkvæmdum fyrst, það hefur verið bent á það að Kárahnjúkavirkjun og Fjarðarálsverkaefni sé líka þensluvaldur, og það er að sjálfsögðu rétt en svo merkilegt sem það er nú, þá eru þær framkvæmdir minni þensluvaldur heldur en allar þær framkvæmdir sem eru í gangi á suðvesturhorninu.
Vestfirðir eiga að hafa óskert vegafé þar til að vegir þeirra Vesfirðinga verða komnir í betra á stand, og að tengja norðausturland við restina af Íslandi á að vera forgangsverkefni einnig.
Einnig hefur verið bent á það að ekki gangi of vel að manna og reka þær sjúkrastofnanir sem við eigum nú þegar og því sé erfitt að sjá hvernig það eigi að geta gengið með nýja sjúkrahúsið okkar. Ég tel að það þurfi í sjúkrahúsmálinu að skoða innviðina betur áður en menn fara að hræra steypu í nýbyggingar, því að ef að starfsfólk er ekki til staðar til að vinna verkin þá þarf ekki nein hús.
Og svona í lokin til að sýna hvað ég get stundum verið gamaldags, þá vil ég benda á eina leið til að slá á þenslu: Tökum aftur upp skyldusparnað!!! 10% af launum þeirra sem eru að byrja sinn feril á vinnumarkaði á að taka og ávaxta. Síðan þegar þetta ágæta fólk fer í húsnæðiskaup þá er til fyrir útborguninni og ekki þörf fyrir nema 80% lán og allir græða. Ég held að þetta sé eitthvað sem skoða á alvarlega, þó að frjálshyggjumenn séu mér eflaust ósammála.
Með sparnaðarkveðju.
Eiður
21.6.2006 | 13:16
Bakþankar
Ég les Fréttablaðið
Ég les Fréttablaðið líklega helst vegna þess að það er ókeypis, en reyndar er nú ýmislegt í því sem er áhugavert, þannig að verðið er ekki eina ástæðan.
Eitt af því sem mér finnst gaman að lesa eru bakþankar hinna og þessa sem finna má á baksíðu þessa ágæta blaðs. Reyndar eru þankar oft misgáfulegir en yfirleitt skemmtileg lesning þó, því þarna slá niður lykli margar vel skrifandi manneskjur.
Ekki eru pitlar þessir þó endilega teinréttar og haldgóðar upplýsingar ef þú ert að leita þér af efni í heimildarritgerð, og stundum eru þar skemmtilega augljósar rangfærsur, en yfirleitt er þetta skemmtileg lesning og ég held að það hljóti að vera tilgangurinn.
Ég les Fréttablaðið
14.6.2006 | 00:09
Þurkur....
Mikil bloggþurð hefur hrjáð undirritaðan að undanförnu. Hafði eiginlega lofað því upp í ermina á mér að setja eitthvað hér inn daglega en það hefur nú ekki aldeilis gengið eftir. En nú ætla ég reyndar að fara herða mig í þessu.
Samt finnst mér að maður verði að hafa eitthvað að segja til að setja niður penna (eða berja niður lykli væri réttara) en bara svona til að halda einhverju lífi hér þá verður stundum að setja hér inn eitthvað léttvægt.
Skrapp í borgina um síðustu helgi með hele familien, ýmislegt skoðað og og þar m.a. bílasýningin ógurlega í Höllinni, og varð maður nú frekar lasin eftir þá heimsókn. Ekki voru það nú samt einhver Egg frá Svíalandi eða 90 miljón króna Porche sem helluðu mig mest, heldur var það gamall Land Cruser af 80 gerð sem komin var á barða af stærð 46. MAGNAÐ!!!!!! Vá svona ætla ég að fá mér þegar ég verð stór, mikð helv... var þessi 12 ára gamli JEPPI (með stórum stöfum, takið eftir því) glæsilegur.....
En þarna voru margskonar bílar af öllum stærðum og gerðum og mjög gaman að litast þarna um og láta sig dreyma örlítið.
Að lokum, ég vil gjarnan fá hér inn mikið af kveðjum og athugasemdum, en skemmtilegast er það ef að viðkomandi nafngreini sig. En fyrir þá sem ekki treysta sér til þess og vilja samt setja inn athugasemdir, þá geta þeir sent mér tölvupóst á emilið mitt sem er: eidurr@simnet.is
Nóg bullað í bili
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
1.6.2006 | 09:32
Samið hefur verið
Búið er að undirrita samning milli Fjarðaslista og B-lista um meirihluta samstarf í Fjarðabyggð kjörtímabilinu, sg er hann svohljóðandi:
Málefnasamningur um meirihlutasamstarf Fjarðalista og B-lista í bæjarstjórn Fjarðabyggðar kjörtímabilið 2006-2010
Fjarðalistinn og B-listinn hafa náð samkomulagi um myndun meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar kjörtímabilið 2006-2010. Samkomulagið felst í eftirfarandi málefnasamningi og einnig stefnuskrám framboðanna fyrir bæjarstjórnarkosningarnar 27. maí 2006.
Bæjarstjóri
Auglýst verður eftir bæjarstjóra og ráðið í starfið á faglegum forsendum. Ráðinn verði aðstoðarmaður bæjarstjóra sem sinni sameiningarmálum og sérstökum verkefnum
Forseti bæjarstjórnar
Forseti bæjarstjórnar verður af L-lista.
Formaður bæjarráðs
Formaður bæjarráðs verður af B-lista.
Samvirk forysta
Bæjarstjóri, forseti bæjarstjórnar og formaður bæjarráðs skulu hafa með sér samstarf og skulu þeir m.a. ákveða sameiginlega um samskipti sveitarfélagsins við opinbera aðila og fjölmiðla.
Nefndakjör og formennska í nefndum
Í fastanefndir tilnefnir L-listi tvo fulltrúa í fjórar en B-listi tvo fulltrúa í tvær. L-listi tilnefnir formenn í þrjár nefndir og B-listi í þrjár. Gert er ráð fyrir því að formennska í meginnefndum skiptist þannig á milli listanna:
Skipulags- og umhverfisnefnd: B-listi
Fræðslunefnd: L-listi
Íþrótta og tómstundanefnd:
B-listi Menningarnefnd: B-listi
Hafnarstjórn: L-listi
Félagsmálanefnd: L-listi
-Gert er ráð fyrir að starfshópar verði skipaðir til að fjalla um sérstök afmörkuð málefni eins og t.d. málefni heilugæslu og heilsuverndar og málefni veitna.
-Strax verði skipað í þriggja manna starfshóp til að fjalla um samgöngumál.
-Í aðrar nefndir, ráð og stjórnir á vegum Fjarðabyggðar verður haft samráð á hverjum tíma um skipun fulltrúa.
-Tveir fulltrúar frá meirihluta munu sitja í bæjarráði, annar frá L-lista og hinn B-lista
Tekjustofnar og fjármál
-Tryggt verði að þjónustugjaldskrár stuðli að góðri samkeppnisstöðu sveitarfélagsins.
-Þrýst verði á ríkisvaldið að tryggja sveitarfélögum viðunandi tekjustofna.
-Gert er ráð fyrir að þegar yfirstandandi uppbyggingartímabili lýkur verði hægt á framkvæmdum á vegum sveitarfélagsins og áhersla lögð á að greiða niður skuldir.
-Metnaður verður lagður í rekstur sveitarfélagsins.
Atvinnumál
-Áhersla verði lögð á að nýta uppbyggingu álvers til að efla sem flesta þætti atvinnulífs og auka fjölbreytni þess.
-Stuðlað verði að eflingu fiskeldis í sveitarfélaginu.
-Áfram verði leitað að heitu vatni í sveitarfélaginu og kappkostað að nýta það sem best.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna.
Stjórnsýsla
-Markmiðið er að öll stjórnsýsla sveitarfélagsins verði sameinuð á einum stað að sex árum liðnum en fyrr ef samgönguaðstæður breytast.
-Bæjarstjórnarfundir og bæjarráðsfundir verði haldnir á Reyðarfirði nema annað sé sérstaklega ákveðið.
-Nefndir ákveði hvar þær haldi sína fundi.
-Áhersla verði lögð á góð tengsl við íbúana. Það verði m.a. gert með útvarpssendingum frá bæjarstjórnarfundum, viðtalstímum bæjarfulltrúa, kynningarfundum, útsendingu fréttabréfa og öflugri heimasíðu.
-Unnið verði að því að ríkisstofnanir í sveitarfélaginu eflist og stuðlað verði að fjölgun þeirra.
Skólamál
-Grunnskólar starfi í öllum sex byggðarkjörnum sveitarfélagsins og stuðlað verði að markvissu samstarfi þeirra á milli.
-Uppbyggingu skólamiðstöðvar á Fáskrúðsfirði verði haldið áfram.
-Áhersla verði lögð á að leikskólar geti fullnægt eftirspurn.
-Stefnt er að því að framkvæmdir við nýjan leikskóla á Norðfirði geti hafist árið 2007.
-Skoðaðir verða möguleikar á því að koma á móts við foreldra og atvinnulíf vegna sumarlokunar leikskóla.
-Stigin verði skref á kjörtímabilinu í þá átt að leikskóli verði gjaldfrjáls.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna
Íþrótta- og æskulýðsmál
-Áhersla verði lögð á að móta skýra stefnu um uppbyggingu og nýtingu íþróttamannvirkja, í samráði við íþróttafélögin og aðra hagsmunaaðila.
- Mótuð verði stefna í málefnum íþróttafélaganna með það að markmiði að efla þau og notað verði til þess t.d. hvatakerfi.
-Stefnt verði að því að bæta aðstöðu félagsmiðstöðva unglinga.
-Áfram verði haldið starfsemi ungmennahúss sem ætlað er ungu fólki á aldrinum 16-25 ára.
-Stutt verði við listahátíð ungs fólks í Fjarðabyggð.
-Áhersla verði lögð á að efla forvarnir.
Menningarmál-ferðamál
-Unnið verði að eflingu safna í sveitarfélaginu.
-Stutt verði við bakið á menningarstarfsemi og félögum sem starfa á menningarsviðinu.
-Stutt verði við bakið á staðbundnum hátíðum innan sveitarfélagsins.
-Áhersla verði lögð á upplýsinga- og kynningarmál og sérstök nefnd sinni því verkefni fyrst um sinn.
-Samstarf við Markaðsstofu Austurlands verði eflt, og hún nýtt betur.
Skipulagsmál
-Hafin verði vinna við aðalskipulag sveitarfélagsins hið fyrsta.
-Efla verður umhverfissvið sveitarfélagsins til að gera vinnu þess markvissari og skilvirkari. Einnig verði eftirlit með framkvæmdum hert.
-Tryggt verði að deiliskipulögð svæði séu til staðar bæði fyrir atvinnuhúsnæði og íbúðabyggð.
-Áhersla verði lögð á að kynna skipulagstillögur vel, t.d. með dreifibréfum og á heimasíðu sveitarfélagsins.
-Lögð verður áhersla á samræmingu og þéttingu byggðar og uppkaupalistar verði endurskoðaðir reglulega með það í huga.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna.
Umhverfismál
-Áhersla verði lögð á frágang opinna svæða og almennar umbætur á umhverfi.
-Sérstök áhersla verði lögð á frágang á aðkomunni að þéttbýliskjörnunum.
-Unnið verði að umbótum hvað varðar starfsemi á sviði sorpmála.
-Skýrar kröfur verði gerðar varðandi meðferð á brotamálmi á brotamálmssvæðinu fyrir botni Reyðarfjarðar, og einnig verði umhverfi svæðisins endurskipulagt, með það að leiðarljósi að takmarka sem mest sjónmengun.
-Í samvinnu við ríkisvaldið verði unnin áætlun um aðgerðir á sviði fráveitumála.
Félags- og heilbrigðismál
-Staðið verði fyrir umræðu með fagaðilum um heilbrigðisþjónustuna í Fjarðabyggð.
-Þrýst verði á um stækkun heilsugæslustöðvar á Reyðarfirði.
-Lokið verði við framkvæmdir við hjúkrunardeild á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað og öll áhersla lögð á að framkvæmdir við nýja Hulduhlíð hefjist hið fyrsta.
-Áhersla verði lögð á að samhæfa heimaþjónustu og heimahjúkrun.
-Áfram verði haldið að selja íbúðir í eigu sveitarfélagsins.
-Mótuð verði fjölmenningarstefna fyrir Fjarðabyggð.
-Skoðaðir verði möguleikar á samþættingu félagþjónustu og fræðslusviðs með stofnun Fjölskylduskrifstofu Fjarðabyggðar í huga.
-Að öðru leyti er vísað í stefnuskrár framboðanna.
Samgöngumál og hafnamál
-Almenningssamgöngum verði komið á.
-Þrýst verði á um að þjóðvegur númer eitt liggi um firði.
-Áhersla verði lögð á að skilgreina hlutverk hafnanna í sveitarfélaginu, að svo miklu leyti sem hægt er.
-Ráðinn verði framkvæmdastjóri hafna Fjarðabyggðar, sem meðal annars ynni að markaðssetningu þeirra.
-Áhersla verði lögð á að ný göng á milli Eskifjarðar og Norðfjarðar verði fremst í forgangasröð jarðganga í nýrri samgönguáætlun.
-Sveitarfélagið standi fyrir stofnun félags sem hafi það hlutverk að flýta jarðgangagerð eins og frekast er kostur.
-Sveitarfélagið taki upp formlegt samstarf við SAMGÖNG.
Staðfest með undirritun í Fjarðabyggð þann 30. maí 2006 Guðmundur R Gíslason Guðmundur Þorgrímsson
28.5.2006 | 23:11
Það er fullkomnað eða hvað???
Nú er það búið. Úrslitin ljós og þau eru mikil vonbrigði fyrir mig og ég segi bara alveg eins og er að að ég er DRULLUSVEKKTUR!!!!!!! Það vantaði ekki nema 9 atkvæði til að við hefðum fengið 3 inn eins og markmiðið var allan tíman, 9 helv...... atkvæði.
En nú þýðir ekki að gráta Björn bónda heldur safna liði og hefna, eins og stundum sagt er. Ég er allavega komin í frí frá bæjarstjórn næstu 4 árin og eflaust finnst einhverjum það gott, en ég mun fylgjast með af athygli á "hliðarlínunni" og skipta mér af eins mikið og ég get því að þessi fjögur ár sem ég haf tekið þátt í bæjarstjórn hafa að langmestu leiti verið mjög skemmtileg.
Til þeirra sem klikkuðu á því smáatriði að setj x við B þá segji ég aðeins eitt.... Ykkar mistök kæru vinir......
Takk fyrir í dag og góðar stundir
27.5.2006 | 00:45
Þá er komið að því
Nú er komið að því, á morgun á að kjósa um framtíð Fjarðabyggðar og ég vona fyrir mína parta að hún verði græn, ekki samt vinstri græn. Ég er búinn að fara eitthvað um sveitarfélagið í dag og hitta eitthvað af fólki, og ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd okkar Framsóknarmanna. Í fyrramálið ætla ég að fara í Mjóafjörð, og hitta fólk þar og jafnvel kjósa þar ef það er hægt.
Ég vil þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóginn hér hjá okkur Frömmurum á öllum stöðum, þetta er búið að vera mjög gaman og ég vona að úrslitin verði okkur hagstæð.
Einnig vil ég þakka hinum framboðunum fyrir málefnalega og drengilega kotningabaráttu.
Djöfull er ég skelfilega hátíðlegur og væminn!!!!!!!!!!! En það á bara að vera svona núna...
Áfram Framsókn............ Fyrir betri Fjarðabyggð................
26.5.2006 | 14:17
Endaspretturinn
Ekki er það félegt. Síðasta blað Fjarðalistans fyrir kosningar virðist bara snúast um eitt! Smára Geirsson. Það er bara nánast ekki minnst á neitt annað og öllu verra er ef satt er, að það eru ekki sömu sneplar sem bornir eru í hús á t.d. Norfirði og Stöðvarfirði, og virðist mér sem að það eigi að spila á hinn umtalaða hrepparíg.
Það er nú ekki hugguleg taktík að spila á þennan ríg á þessum fallega föstudegi og segja svo í "spariræðum" að aðalmálið sé að sameina Fjarðabyggð hina nýju.
Ég veit ekki með þennan ríg hvort að hann er einungis heilbrigður metnaður gagnvart sínum byggðarkjarna eða rætin rógur um sína nágranna. Það brýst fram í manni svona Ragnars Reykás heilkenni gagnvart þessu, maður er á einu máli þessa stundina en svo á öndverðu máli hina, "Mamamamaður áttar sig bara ekki á þessu" hefði litli kallinn knái eflaust sagt.
En hvað um það ég tel að heilbrigður metnaður gagnvart sínum byggðarkjarna sé af hinu góða, og ef okkur tekst að spila þetta á þann hátt, þá hef ég ekki áhyggjur af því að fólkið í þessu frábæra sveitarfélagi sem við búum í verði í neinum vandræðum með að dansa í einum takt í náinni framtíð.
Sameinuð stöndum vér sundruð föllum vér!!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)