Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
5.11.2006 | 17:00
Er fall fararheill???
Staður: Keflavíkurflugvöllur Kl: 17:00 að staðartíma
Ekki byrjar það vel. Búið að aflýsa fluginu til Baltimore og við sitjum hér í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og bíðum eftir því að eitthvað verði ákveðið um það hvernig þetta verði leyst. Það byrjaði reyndar á því að við þurftum að fara sólarhring fyrr til Borgar óttans en áætlað var, en það var vegna slæms veðurútlits og við sitjum hér vegna sama hlutar nema nú má taka "útlitið" af og notað bara veðrið.
En þetta skýrist nú vonandi á næsta klukkutímanum eða svo hvernig verði brugðist verður við þessu.
Það er reyndar smá ljós punktur í þessu : Bjórinn er frír þegar þú flýgur á Buisness Class!!
En nú verð ég að fara og athuga hvort að Ferðaskrifstofa Flugleiða geti reddað okkur til Charleston með einhverjum öðrum hætti.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.11.2006 kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.11.2006 | 10:07
Hvenær er "slóði" slóði
Þessu ber að fagna eða hvað???
Það er nú nokkuð ljóst miðað við þennan dóm að ekki er hægt að dæma menn fyrir "utanvegaakstur" á slóðum. Þetta þýðir það að það má keyra þá slóða sem ekki eru skráðir, þvert ofaní það sem sumir sýslumenn hafa haldið fram.
En hitt ber þó að hafa í huga að skráining slóða og vega þarf að vera betri og skilgreiningu laganna á slóða eða vegi þarf að vera skýrari, því að þeir eru ansi margir slóðarnir sem menn eru að reyna að leggja niður, en samkvæmt þessum dómi er nóg að það sé ummerki um einhverskonar vegaframkvæmd til að heimilt sé að aka um.
Ég er þeirrar skoðunar að þetta verkefni sé mjög brýnt og þetta eigi að framkvæma í samráði við alla hagsmunaaðila, s.s. Vegagerðina, útivistarfólk, jeppamenn, bændur, sveitarfélög og ríki, en allir þessir aðilar eiga að fara í áumana á málini hið allra fyrsta.
Ekki er slóði vegur nema sýnilegur sé
![]() |
Sýknað enn á ný í utanvegaakstursmáli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:10 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.11.2006 | 13:42
Ein mynd segir meira en þúsund orð
Ég villtist inná síðu Ómars Ragnarssonar og sá þar mjög fína myndaseríu af fyllyngu Hálslóns. Ég er nú bara nokkuð ánægður mað það að þetta skuli vera documenterað á þennan hátt.
En það var eitt sem sló mig aðeins og það var mynd af fallegu sléttu vatni með Kverkfjöll í baksýn. Þeir sem ekki þekkja til á svæðinu (meginþorri landsmanna) gera sér ekki grein fyrir því að þarna er um að ræða Grágæsadal sem er í um 14 km fjarðlægð frá verðandi lóni Kárahnjúkavirkjunar.
Ekki það að Ómar megi ekki mynda Grágæsadal heldur er það að myndin var án allrar aðgreiningar frá þeim myndum sem voru sitt hvorum megin við þessa einu en þær voru teknar í Örkinni á Hálslóni. Þannig að þetta er auðvelt að misskilja ef ekki er til staðar staðkunnátta.
Ekki er allt búið enn, því að seinna í skoðun minni á þessum myndum fann ég myndina af Grágæsadal aftur og nú var búið að photoshoppa hana, væntanlega til að auka enn meir áhrifin sem hún átti að valda.
Ekki falllegt að setja inn þessi "þúsund orð" á fölskum forsendum
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
1.11.2006 | 12:58
Jafnrétti????
Í hádegisfréttum NFS var minnst á tillögu eða kröfu (ég heyrði ekki alla fréttina) þess eðlis að eitthvað af gangbrautarljósum í Reykjavík, yrðu settir upp kvenkyns "grænir og rauðir kallar"
Síðan var birt mynd af grænu "konunni" og þá var hún að sjálfsögðu í pilsi og með sítt hár!!!!!
Ég get ekki að því gert en mér fannst þetta grátbroslegt, því að með því að fara fram á svona "jafnrétti" var einnig verið að festa í sessi staðalímynd kvenna, og er það ekki það sem er verst að konur séu með fasta staðalímynd ?????
Er það ekki eitt að stærstu skrefum sem við getum stigið til jafnréttis, hvort sem það er á milli kynja eða kynþátta, að leggja niður staðalímyndir???
Í upphafi skyldi endin skoða!!!
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
31.10.2006 | 18:39
Kosningar
Nú fer að líða að því að það verði komin mynd á lista flokkana fyrir næstu alþingiskosningar, og það verður gaman að fyrlgjast með því hvernig þetta raðast niður.
Reyndar eru fjölmennustu kjördæmin fyrst og hafa auglýsingar frambjóðanda í prófkjörum víða um land verið nokkuð áberandi að undanförnu. Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvað svona lagað kostar og hver borgar eiginlega brúsan!! Hvað kostar t.d. heilsíðuaugýsing í Mogganum?? Eru það ekki einhverjir tugir eða hundruðir þúsunda??
Er ekki spurning um það að þegar svona lagað er í gangi að allt sé á yfirborðinu hvað varðar styrki og sporslur og kostnað?? Mér finnst það.
Hvernig er hægt að réttlæta kostnað uppá fleiri miljónir við það eitt að ná sæti á lista einhvers framboð í einhverju kjördæmi hér á klakanum, hvernig geta menn varið svona lagað. Er þetta ekki komið út yfir öll velsæmismörk?
Það hefur nú oft verið gagnrýnt þegar flokkarnir standa í sinni kosningabaráttu hversu miklum fjármunum hefur verið varið í baráttuna, en ég held að þetta sé ennþá alvarlegra, því að tengsl við einstaklings eru, hlutarins eðli samkvæmt, mun nánari og styttri heldur en þegar heill flokkur er studdur og að ég tali nú ekki um það ef að sú stefna er viðhöfð hjá þeim sem styrkir að styðja alla flokka jafnt eins og dæmi eru sum að fyrirtæki geri.
Mér finnst þetta vera slæm þróunn, en kanski er ekki svo gott að eiga við þetta, í svona upplýsingavæddu þjóðfélagi eins og okkar.
En engu að síður er gaman að fylgjast með þessum fyrstu kosningaskjálftum.
9.10.2006 | 23:56
Afhverju eru menn hissa????
Það var gert töluvert úr því í Íslandi í dag á Stöð 2 að það "virðist allt stefna í það að álverið verði mannað Íslendingum" !
Afhverju eru menn svona hissa á því?? Hefur starfskraftur íslenskra álvera ekki verið nokkuð stabíll hingað til? Hafa þessir vinnustaðir ekki bara svipaða möguleika uppá að bjóða og önnur fyrirtæki hér á skerinu? Eða bara jafnvel meiri??
Tökum mig sem dæmi, ég er nú ekki með langan starfsferil að baki en samt er ég búinn að prufa ýmislegt, en miðað við þær upplýsingar sem ég hef fengið síðustu daga eru síst minni möguleikar á því að vaxa og dafna í starfi á þessum nýja vinnustað. Ég vann rúm fimm ár í fiski, og ég held að ég hafi bara staðið mig nokkuð vel. Ekki voru möguleikarnir miklir þar á því að bæta sig eða eflast í starfi og það endaði með því að maður leitaði annað. Ég vann hjá flutningafyrirtæki í 2 ár þar var það sama uppi á teningnum ekki var gert ráð fyrir því að menn ynnu sig upp heldur átti hver bara að sinna sínu og láta það gott heita.
Ég hef síðastliðin fimm ár verið í vinnu hjá mjög öflugu fyrirtæki í framleiðslu og markaðssetningu, og hafði mjög gaman af, en þar vantaði þetta element að maður gæti vaxið og dafnað, kanski var það vegna þess að möguleikarnir á því að vinna sig upp eru minni þegar maður er einn á sínu svæði og því fór sem fór.
Á þessum nýja vinnustað er unnið markvist að því að menn eflist og vaxi sem starfsmenn, allavega er það yfirlýst starfsmannastefna fyrirtækisins. Mannssálin er einfaldlega þannig að hún þarf á því að halda að fá tilbreytingu og fjölbreytileika. Ef að það gengur eftir sem okkur þessum nýju starfsmönnum hefur verið tjáð þá verður þetta alveg magnaður vinnustaður, með nóg af fjölbreyttum og krefjandi verkefnum til að leysa og það er einfaldlega það sem margir þurfa á að halda til að vera ánægðir í sinni vinnu.
Nú ef það kemur svo í ljós (sem ég hef ekki trú á) að þetta reynist ekki rétt þá getur maður bara alltaf hætt og snúið sér að öðru
Ég er þess fullviss að það eru spennandi tímar framundan.
27.9.2006 | 21:04
Hvað er eiginlega í gangi????
Ég hef altaf haft trölltrú á fréttamönnum og blaðamönnum, ég hef í gegnum tíðina talið þessa starfsstétt standa vörð um sannleikan og reyna að varpa fram sem flestum hliðum á málefnum líðandi stundar. En undanfarin misseri hafa runnið á mig tvær grímur, mikið hefur verið um rangfærslur, og að því er mér finnst mikið um einsleitan málflutning og hefur það oft tengst þeim framkvæmdum sem hafa verið hér í gangi hér fyrir austan.
En þetta þykir mér nú taka steininn úr með þessari frétt!!
Ég held að þetta ágæta fólk þyrfti að vanda sig betur...
![]() |
Liberation um framkvæmdir við Kárahnjúka: Virkjað í óþökk náttúrunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (14)
27.9.2006 | 00:17
Málefni líðandi stundar
Hvað myndi gerast á Austurlandi ef Kárahnjúkavirkjun yrði stöðvuð?????
Ég veit það svo sem ekki fyrir víst en það myndi líklega leggja fjórðungin í eyði, hvert og eitt einasta verktakafyrirtæki í fjórðungnum myndi rúlla og fjölmörg önnur annarsstaðar af landinu. Sömu sögu yrði af segja af verslunar og þjónustufyrirtækjum.
Atvinnuleysi myndi tífaldast eða tuttugufaldast, Landsvirkjun yrði gjaldþrota og ríkissjóður yrði að greiða það úr eigin vasa ásamt Reykjavíkurborg og Akueyrarbæ sem þar stæði útaf. Íslensk stjórnvöld myndu aldrei fá traust annara fyrirtækja eða jafnvel ríkisstjórna í samningaviðræðum af ýmsu tagi.
Ísland myndi hrynja niður þann skala sem við höfum trónað á toppnum lengi hvað varðar lífsgæði og velmegun og það yrði löng þrautagagna þar upp aftur því að hér kæmi mikill í afturkippur í allar fjárfestingar, hvort sem að á bakvið þær stæðu innlendir aða erlendir fjárfestar.
Hagvöxtur yrði neikvæður hér myndi ríkja kreppa og velmenntaðir einstaklingar sem hafa undanfarin misseri flutt uppá skerið, m.a. vegna þessara framkvæmda, myndu finna sér vinnu aftur erlendis þar sem stöðugleiki ríkir en ekki sú óvissa sem hér yrði. Fólksflóttinn yrði ekki á milli landshluta heldur úr landi.
Ég veit ekki hvort að ég sé óhóflega svartsýnn eða hvað, en það væri nú gaman ef fréttamenn eða einhverjir hagfræðispekúlantar gætu nú velt þessari spurningu fyrir sér og reynt að finna svör, því ekki er ég nú sprenglærður spekúlant með gráður á báða bóga.
Ég hef aldrei upplifað neina alvöru kreppu en ég velti því fyrir mér hvað það sé sem fyrst missir sig þegar þrengir að, en ég myndi álíta að það væru hlutir eins og menningarviðburðir af ýmsu tagi, fólk fer jú ekki í leikhús eða í bíó ef tekjur eru einungis til hnífs og skeiðar. Ekki er ég heldur viss um að það myndu seljast margar bækur, hvort sem þær væru ætlaðar til sjálfshjálpar eður ei. (Notuðum við ekki handritin í föt á sínum tíma??) Hafa þeir sem mótmæla hvað harðast velt þessu fyrir sér?
Nei nú segi ég það sama og margir andstæðingar þessarar framkvæmdar hafa sagt: Er ekki rétt að hugsa sig aðeins um núna og reyna að átta sig á því hverju er verið að fórna og hvað það kostar ef vilji þessa ágæta fólks nær fram að ganga????
Tappan í á fimtudaginn
kv
Eiður
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.8.2006 | 13:29
Öryggið á oddinn....
Þegar íslenskum yfirvöldum var það ljóst að ekki yrði lengur hægt að stóla á varnaliðsþyrlur til bjargar íslenskum borgurum í háska, hvort sem er á landi eður láði, þá var gefin út sú yfirlýsing að þyrlum í eigu Landhelgisgæslunar yrði fjölgað.
Það að fjölga þyrlunum yrði óhjákvæmilegt til að tryggja öryggi landsmanna. Ég vona að yfirvöld láti það ekki bara nægja að fjárfesta í þessum flutækjum, því að hingað til hefur Landhelgisgæslan ekki haft of mikið fé á milli handana til reksturs, en með tilkomu þessara nýju tækja þarf að bæta töluvert í til að hlutirnir gangi upp.
En það var nú ekki aðalkveikjan hjá mér að keyptar yrðu nýjar þyrlur, heldur hvernig framhaldið yrði eftir að þyrlurnar yrðu komnar til landsins, og þar er ég fyrst og fremst að tala um staðsetningu.
Það yrðu mikil mistök ef þessi tæki öll yrðu bara staðsett í Höfuðborginni eða á suðvesturhorni landsins. Ég þekki það sem björgunarmaður að það er oft sem þyrlur geta ekki tekið þát í leit og björgun vegna staðsetnigar þeirra og þá erum við bæði að tala um tíma og aðstæður hverju sinni.
Því er það alveg ljóst í mínum huga að það þarf þyrlur á Akureyrim, Ísafirði og Norfirði. Ef þyrlur yrðu staðsettar á þessum stöðum mydi það stytta útkallstíma, bæði í sjóbjörgun og landbjörgun, heimastöðvar þeirra yrðiu í túnjaðri sjúkrahúsa og þær gætu unnið með björgunarskipum Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þegar þess þyrfti við.
Þetta er eitthvað sem þarf að skoða vandlega í samráði við Björgunarsveitir, Heilbrigðistofnanir og lögreglu áður en ákvörðun er tekinn.
22.8.2006 | 17:57
MÚTUR!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!
Enn ein samsæriskenningin tröllríður nú fjölmiðlum..... 2 Lögreglumenn í Fjarðabyggð þáðu pening af Alcoa svo að þeir gætu farið á námskeið erlendis til að auka þekkingu sína.
Og að sjálfsögðu er það alveg SKELFILEGT!!!!!!!!!!!
Alcoa á þessa ágætu menn líklega bara skuldlausa núna og líklega bara beitt þeim að vild á alla sína óvini t.d. Guðmund á Kollaleiru og tjalbúana hans?? Eða hvað?
Afhverju er Alcoa ekki búið að láta helvítis einkalögguna sem þeir keyptu fyrir nokkra þúsundkalla fjarlægja Guðmund og þessa þúfnavini sem þar eru????? Maður spyr sig????
Nei að öllu gamni slepptu þá finnst mér þessi málflutningur vera út í hött!!! Hvað með björgunarsveitir landsins sem flestar eru reknar að hluta með fyrirtækjastyrkjum eru þær þá ekki skulbundnar til að aðstoða fyrst þá sem styrkja og svo þá sem minna gefa??
Eða öll leikfélögin og listaklúbbana sem fá styrki frá fyrirtækjum verða þeir þá ekki að ritskoða allt sitt efni svo að það þóknist styrkveitendum??
Það er löng hefð fyrir því hér á skerinu að fyrirtæki stór og smá, umdeild og óumdeild láti fé af hendi rakna til að leggja góðum málum lið og mér finnst að þar bara í góðu lagi, svo fremi sem fénu fylgja ekki nein skilyrði sem gætu gengið gegn hagsmunum almennings og samfélagsins.
Þekkir einhver dæmi um slíkt?? Ég held ekki