Jafnrétti????

Í hádegisfréttum NFS var minnst á tillögu eða kröfu (ég heyrði ekki alla fréttina) þess eðlis að eitthvað af gangbrautarljósum í Reykjavík, yrðu settir upp kvenkyns "grænir og rauðir kallar"

Síðan var birt mynd af grænu "konunni" og þá var hún að sjálfsögðu í pilsi og með sítt hár!!!!!

Ég get ekki að því gert en mér fannst þetta grátbroslegt, því að með því að fara fram á svona "jafnrétti" var einnig verið að festa í sessi staðalímynd kvenna, og er það ekki það sem er verst að konur séu með fasta staðalímynd ?????

Er það ekki eitt að stærstu skrefum sem við getum stigið til jafnréttis, hvort sem það er á milli kynja eða kynþátta, að leggja niður staðalímyndir???

Í upphafi skyldi endin skoða!!! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband