Færsluflokkur: Dægurmál

Góðan daginn gamla gráa skólahús........

Útgarður

Fór út í Eiða í gær til spjalla við Jón, staðarhaldarann á Hótel Eddu Eiðum.  Það er s.s. ekki í frásögur færandi en það heltist yfir man heill hafsjór af minningum þegar þangað var komið.  Þarna stundaði ég alla mína stuttu framhaldsskólagöngu og hafði gríðarlega gaman af.  Það er reyndar synd að ekki skuli vera kennt þarna ennþá.

Þarna var Útgarður þar sem 9. bekkingar strákarnir voru geymdir sér (af hverju það var svo veit ég ekki) Miðgarður með sundlauginni og íþróttasalnum, og Mikligarður þar sem elstu nemendurnir voru yfirleitt hýstir og matsalurinn, þar sem var setið og etið með mismiklum látum þó.

Allt var eins og það var nema það vantað starfslið og nemendur.

Ég veit ekki hvað veldur en ég held að velflestir sem þarna gengu í skóla beri miklar taugar til staðarins, og sumir hafa sagt að þó þeir hafi farið í fjöldamarga skóla á eftir Eiðum, þá hafi engin skóli verið jafn skemmtilegur og þessi.

En allt er breytingum háð, ekki satt!!

Einu sinni Eiðanemi ávalt Eiðanemi.


Ruslið

Það er greinilegt að ég er ekki einn um þá skoðun að höfuðborgin okkar sé subbuleg.  Sá í kvölféttatíma NFS að kona ein í Víkinni góðu sættir sig ekki lengur við ástandið og er sjálf farin að tína upp rusl hvar sem það kann að verða á vegi hennar.

Einnig fannst þessari ágætu konu að það ætti að vera hægt að sekta þá sem losa sorp útum bílgluggan og að allir ættu að taka sér hana til fyrirmyndar og tína upp rusl á förnum vegi.

Já svo er nú það!


Skrifstofufárviðri............

Það hefði átt að loka öllum fyrirtækjum hér á Reyðarfirði í dag vegna veðurs.  Bærðist varla hár á höfði heiskýrt og þegar mest var rúmlega 19 stiga hiti.

Þetta er líklega heitasti dagur í apríl mánuði í áraraðir.  Ég hefði gjarnan kosið að vera bara að slæpast heima við að taka til í garðinum (ekki veitir af) en það er nú einu sinni þannig með þessa blessaða vinnu hún er alltaf að eyðileggja fyrir manni frítímann.  En þó að hitin sé ljúfur þá er ég ekki viss um að ég myndi kæra mig um mjög marga svona daga í röð, en það er bara ég, og ég hef nú oft þótt sérlundaður þegar smekkur á veðri er annarsvegar.

Ég man eftir því þegar ég kom frá Danmörku einu sinni, og var búinn að vera þar og í Noregi í eina viku, í mjög góðu veðri hvað ég var ánægður að lenda á Akureyrarflugvelli í rigningu og 6° hita.  Helgi, Linda og Steinunn sem voru samferða mér sögðu að ég væri kolruglaður, þegar ég tjáði mig um ágæti íslensks veðurfars.

En svona er þetta bara það er misjafnt hvað mönnum finnst.

 Nóg um veðri í bili

Eiður


Sú fyrsta af mörgum

Ég er búinn að færa mig, þetta er komið til af því að þessi ágæti vefur hér virðist vera mun einfaldarai í notkun og einnig eru hér hlutir eins og mynda pláss og fleira sem mér hugnast frekar vel.  Ég kem til með að færa af gömlu síðunni efni á ´æstu dögum og einnig setja nýtt efni hér inn.

 En læt þetta gott í bili

 kv

Eiður


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband