Færsluflokkur: Dægurmál

Algjörir snillingar....

Ekki er það orðum aukið hversu miklir snillingar vinna hjá Vegagerðinni okkar.  Þessir ágætu menn sem leggja vegina okkar við misgóðar aðstæður og úr misgóðu efni, með mismunandi árangri, eru stundum ekki í takt við okkur hin sem þó höfum skoðanir á samgöngumálum og vegamálum almennt.

Tökum dæmi: Nú í morgun vaknaði maður upp og sá að það hafði snjóað í fjöll niður undir 700 metrana, og viti menn, Vegagerðin tilkynnir um lokun Oddskarðsganga næstu nótt vegna viðhalds.  Ekki það að ég sé eitthvað á móti viðhaldi á þeirri rottuholu sem þessi blessuðu göng eru, þvert á móti, þeim verður að sjálfsögðu að halda við þar til að við fáum nýju göngin (vonandi ekki seinna en 2010) en að bíða alltaf með lokunina þar til að það fer að snjóa í fjöll það er furðulegt!!!

Ég minnist þess ekki að svona lokanir hafi átt sér stað undanfarin ár nema eftir að það byrjar að snjóa í fjöll, og furða mig á því aðfhverju þetta er ekki gert örlítið fyrr, því að það er ekkert grín að keyra gamla vegin yfir Oddskarð ef það er einhver snjór.

Sjálfsagt má færa rök fyrir því að þetta sé gert vegna túrismans en það er nú á færri stöðum á landinu fallegra útsýni en einmitt af Oddskarði á fallegum degi, og því er það ekki slæmt fyrir ferðamenn að lenda þangað upp, þvert á móti það er ákveðin upplifun, sérstaklega fyrir þá sem þar hafa ekki farið áður.

Nei þetta eru bara snillingar...


Að afloknu ættarmóti

Það var ættarmót síðustu helgi hjá afkomendum langa langa afa og langa langa ömmu Stefáns Sigurðsson og Steinunnar Einarsdóttur.  Þetta var þrælfínt mót með þokkalegri mætingu viðkomandi aðila.  Ekki spillti veðrið fyrir en það var eins og best verður á kosið sól og blíða og hreyfðist varla hár á höfði þeirra sem það höfðu.  Farið var á æskuslóðir "afa og ömmu" eins og Ingimar orðaði það alltaf og milaði hann úr sínum, að því er virðist endalausa, viskubrunni og sagði sögur af því fólki sem við erum öll komin af og samferðarfólki þeirra.

Mér fanst gaman og ég vona að aðrir sem þarna voru hafi skemmt sér jafnvel og ég.


Laugardagurinn langi

Ég fór í alveg einstaklega skemmtilega ferð um helgina, gekk frá Reyðarfirði yfir í Breiðdal, ásamt unglingadeildinni.  Við lögðum af stað frá Stuðlum um kl 9 á laugardagsmorgunin og reiknuðum með að ver komin yfir í Breiðdal svona um kl 6 um kvöldið.

En það fór nú aldeilis ekki svo, við vorum komin í Breiðdal kl 9 um kvöldið og ég held að allir hafi verið orðnir mjög þreyttir eftir 12 klst ferðalag á tveimur jafnstuttum.  En engu að síður fannst mér þetta gaman, það var aðeins eitt sem skyggði á ánægjuna, en það var þokan sem byrgði okkur sín þegar við komumst á toppinn á Miðheiðarhnjúk, en útsýni af honum hlítur að vera frábært því að þar er maður í tæplega 1300 metra hæð.

Það er því alveg ljóst að þarna verður maður að fara upp aftur og það helst í sumar.

Með göngukveðju


Þurkur....

Mikil bloggþurð hefur hrjáð undirritaðan að undanförnu.   Hafði eiginlega lofað því upp í ermina á mér að setja eitthvað hér inn daglega en það hefur nú ekki aldeilis gengið eftir.   En nú ætla ég reyndar að fara herða mig í þessu.

Samt finnst mér að maður verði að hafa eitthvað að segja til að setja niður penna (eða berja niður lykli væri réttara) en bara svona til að halda einhverju lífi hér þá verður stundum að setja hér inn eitthvað léttvægt.

Skrapp í borgina um síðustu helgi með hele familien, ýmislegt skoðað og og þar m.a. bílasýningin ógurlega í Höllinni, og varð maður nú frekar lasin eftir þá heimsókn. Ekki voru það nú samt einhver Egg frá Svíalandi eða 90 miljón króna Porche sem helluðu mig mest, heldur var það gamall Land Cruser af 80 gerð sem komin var á barða af stærð 46.  MAGNAÐ!!!!!! Vá svona ætla ég að fá mér þegar ég verð stór, mikð helv... var þessi 12 ára gamli JEPPI (með stórum stöfum, takið eftir því) glæsilegur.....

En þarna voru margskonar bílar af öllum stærðum og gerðum og mjög gaman að litast þarna um og láta sig dreyma örlítið.

Að lokum, ég vil gjarnan fá hér inn mikið af kveðjum og athugasemdum, en skemmtilegast er það ef að viðkomandi nafngreini sig.  En fyrir þá sem ekki treysta sér til þess og vilja samt setja inn athugasemdir, þá geta þeir sent mér tölvupóst á emilið mitt sem er: eidurr@simnet.is 

Nóg bullað í bili


Eitthvað

Veit eiginlega ekki hvað á að skrifa, en þetta er fast að því orðið skylduverk að renna hér inn einhverju misgáfulegu á því sem næst hverjum degi.  Það veldur mér þó vonbrigðum að ekki skuli fleiri "commennta" að það sem hér er inni því að það hafa að jafnaði verið um 20 - 30 heimsóknir á dag að undanförnu.

Bjóst satt að segja við hrinu af athugasemdum eftir að ljóst var að það yrði samið við Fjarðalistan um meirihlutasamstarf, og enn stærri hrinu, eða hreinlega flóði af athugasemdum bjóst ég við að sjá eftir að samningurinn var settur hér inn, en viti menn ekkert hefur borið á því, amsk ekki enn.

Sumarið er líklega komið, þó myndi það ekki koma mér á óvart þó að það kæmi snjór eins og einu sinni enn áður en sumarið verður alveg komið en vonandi hef ég bara rangt fyrir mér í því.

Nóg í bili, kanski kemur andin betur yfir mig seinna !!!


Gærdagurinn langi

Erþað ekki alveg makalaust hvað tíminn flýgur áfram??  Ég var að uppgötva það að í dag eru liðinn nákvæmlega 5 ár frá því að ég fór í þá vinnu sem ég er í núna.

Fimm ár, og fyrir mér er eins og það hafi gerst í gær.

Mikið helvíti hvað gærdagurinn er búinn að vera langur.


Mér finnst kaffi gott

Ég man eftir því þegar ég var krakki hvað Eið frænda, sem lengi var vinnumaður hjá foreldrum mínum, fannst kaffi gott.  Það var ekkert mál fyrir mömmu að fá hann til að vaska upp, það eina sem þurfti að lofa var kaffibolli á eftir og þá stökk drengurinn í verkið með bros á vör.

Hann var ekki nema 12 ára og Þórunnborgu (mömmu) þótti nú ekki mjög gáfulegt að leyfa piltinum að drekka kaffi í tíma og ótíma.  En ég aftur á móti sem var svona kanski rétt hættur að skríða eða rúmlega það, fanst alveg merkilegt að einhver yfir höfuð, hvað þá frændi minn sem rétt var skriðinn á unglingsaldur skildi drekka þennan illa lyktandi og vonda drykk.

En tímarnir breytast og mennirnir með, og nú er þessi mjöður sem smíðaður er úr handtíndum brenndum baunum, í miklu uppáhaldi hjá mér, og svei mér þá ef ég drekk ekki alltof mikið af þessum vökva.  Í ljósi þess hve kaffi skipar stóran sess í minni daglegu neyslu á drykkjarföngum, þá kom í ljós að langþrjóska (gott nýyrði ekki satt?) mín var borin yfirliði (ofurliði) af þörfinni fyrir reiðilestur Samúels vinar míns og kaffibolla úr hans höndum.

Því fór ég í gærmorgun (það voru ekki liðnir tveir sólahringar frá úrsögn minni úr kaffiklúbb Samúels Svarta og Myrkrahöfðingjans Ásmundar) sem ég fór undir því yfirskini að kaupa skrúfjárn, í kaffi til þeirra tveggja.  Þegar ég og Samúel vorum búnir að leita af okkur allan grun um að það fengist ekki hjá honum gott skrúfjárn sem skrúfar fyrir horn, gat ég með svona þokkalegri samvisku fengið mér plastmál af svörtu kaffi með slurk af G-mjólk og mola.(Maður er nú meiri helv..... auminginn.)

En ég varð eiginlega fyrir vonbrigðum því að þessum ágætu helbláu mönnum lá bara ekkert á hjarta þrátt fyrir að sá kvittur væri farin að berast um bæinn að við (Framsóknarmenn) værum farin að ræða um myndun meirihluta með Fjarðarlistanum.

En þeir ausa eflaust yfir mig seinna

Kaffi er gott!!!!!!!!


Kaffiþurð

Ég hef nú ekki verið þekktur fyrir það í gegnum tíðina að vera langrækin, en nú er komið að því.  Ég hugsa að það væri kanski réttara að segja langþrjóskur, þó að það sé orðskrípi sem ég hafi nú bara smíðað rétt í þessu.  Yfirlýsingar mínar á aðfararnótt sunnudags kalla engu að síður á svona langþrjósku, því að ég lýsti því yfir að ég myndi ekki mæta í kaffi hjá Myrkrahöfðingjanum og Samúel svarta næsta árið ef við (Framsóknarmenn) fengum ekki inn 3 menn.

Nú er bara að bíða og sjá langþrjóskan (asgoti er ég að verða hrifinn af þessu orði) dugir.

En svona á léttu nótunum, það er fallegt veður úti núna og ég spái því að það sé bara komið sumar, og þetta sumarið og næstu fjögur fara í garðvinnu hjá mér, enda er garðurinn eins og sprengjuæfingarsvæði á að líta með holu hér og torfi þar og grjóti á enn einum staðnum.  Þar þarf að taka til hendinni heldur betur.

ó vot æ bjútífúl moring..........


Af gangamálum

Nú nýlega var haldin fjölmennur fundur í Valhöll á Eskifirði, þar sem rædd voru smgöngumál.  Vel var mætt á þennan fund af frammámönnum okkar í vegamálum og var Sturla Böðvarsson samgönguráðherra einn af þeim.  Því miður gat ég ekki setið þennan fund og fanst mér það miður, en eftir að hafa talað við þá sem þar sátu og fengið fregnir af fundinum hjá þeim, þá skilst mér að ekki hafi ég nú misst af miklu.

Eftir þennan fjölnmenna fund kom engin niðurstaða ráðherra vegamála á íslandi hefur ekki dug eða vilja til að vinna að nauðsynlegum vegabótum í fjórðungnum, hvort sem um er að ræða endurbætur eða nýframkvæmdir.  Ekki gat hann einu sinni lofað því að ónýtur vegur um Hólmaháls yrði lagaður, þrátt fyrir þreföldun á umferð um þann veg.

Nei ég ætlaði að hrósa Sjálfstæðismönnum hér í Fjarðabyggð fyrir þetta framtak sitt (að halda þennan fund) en þegar ekkert kemur útúr slíkum fundi þá finnst mér nú ekki að hrósið geti verið mikið, en geri mér jafnframt grein fyrir því að ekki geta þeir borið ábyrgð á dugleysi ráðherrans.

En eitt kom þó þarna fram "það á að hefja ransóknir á næstunni við Oddskarðsgöng"  Jú auðvitað er það jákvætt en "á næstunni" er frekar loðið og teygjanlegt.

En svona til fróðleiks þá læt ég fylgja með hluta úr skýrslu Vegagerarinnar um Oddskarðsgöng, þar sem tíundað er hvað þarf rannsaka meira, og ekki er það nú ýkja mikið, og ætti því að vera hægt að klára það á næsta sumri:

"5.7 Frekari rannsóknir vegan Norðfjarðarganga.

Nauðsynlegt þykir að bora nokkrar holur ofan við álitlegasta gangamunna og innar á gangaleiðunum eftir því sem aðgengilegt er. Hlíðar Eskifjarðar og Fannardals eru brattar og ekki aðgengilegar til umferðar með þung bortæki án slóðagerðar.  Í Eskifirði væri nærtækast að fara vestur frá vegslóðum er liggja að vatnsbólum á Lambeyrardal ofan þéttbýlisins. Ef mjög erfitt verður með umferð bortækja vestur að jarðgangaleiðum, gæti hugsast að bora hjá Þverá, nokkru innan við gangaleiðina.  Það er þó ekki æskilegasta staða. Rétt þykir einnig að skoða aðeins möguleika á munna fast utan við Bleiksá, austan við kirkjuna.

Í Fannardal þarf að fara yfir Norðfjarðará innarlega á dalnum og í sneiðingum upp suðurhlíðina. Æskilegt væri að bora a.m.k. tvær holur í gegnum setbergslögin til að kanna styrk og breytileika í gerð þeirra.  Samtals yrðu þetta 900-1000 metrar af kjarnaborun."

Skýrsluna má lesa í heild sinni á heimasíðu Vegagerðarinnar hér: http://www.vegagerdin.is/vefur2.nsf/Files/Nordfjardargong_skyrsla/$file/Nordfjardargong_Skyrsla.pdf

Nú ríður á að menn taki höndum saman og krefjist þess að farið verði í þessa vinu í sumar og henni lokið í haust þannig að veturinn geti nýst í undirbúningsvinnu, þannig að hægt sé að hfjast handa strax á næsta ári.  Ríkið verður að klára sinn pakka hvað varðar þessa innviði samfélagsins til að þetta stóra verkefni sem hér er í gangi verði farsælt öllum íbúum svæðisisn til hagsbóta.

Tengjum byggðir borum fjöll.


Fyrsti fundurinn

Verður í kvöld á Stöðvarfirði.  Ég verð að vísu ekki vel undirbúinn því að ég hef verið eins og fjömargir aðrir að leita að drengnum sem týndist norður á fjöllum.  Ekki hefur því verið mikill tími til að skrifa ræður eða pæla í einhverjum kosningaslag.

Það verður samt að segjast eins og er að það er ekki þreytan og svefnleysið eftir leitina sem fer verst í mig núna heldur eru það vonbrigðin yfir því að leytin skuli ekki hafa borið árangur.

Ég vona að drengurinn finnist sem fyrst.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband