Færsluflokkur: Dægurmál

Blogg....

vinir,  ég á nokkra slíka.

Fyrst þegar ég byrjaði að blogga þá tíndi ég inn fólk sem skrifaði skemmtilega pitla og bauð þeim að gerast mínir bloggvinir, og flestir þáust boðið.

Síðan fór ég að tína inn mína vini og félaga sem hér eru einnig að berja niður lykli, og svo hafa nokkrir sóst eftir því að vera mínir vinir og ég hef jánkað þeim flestum, eftir að hafa lesið þeira skrif og fundist skemtileg...

Þetta ágæta fólk sem ég þekki sumt ekki neitt, nema í gegnum bloggið, dielir ekki alltaf sömu skoðunum og ég á ýmsum hlutum en það geriri ekkert til því að það væri nú lítið gaman af lífinu og tilverunni ef allir væru sammál um alla möguleg og ómögulega hluti.

En nú ber svo við að einn af mínum vinum er týndur, og ég sakna hans töluvert, eða ölluheldur lyklabarningi viðkomandi.

Valaj sem ég bauð að gerast bloggvinur fyrir allnokkru er týnd, og ég velti því fyrir mér hvað hafi orðið um hennar frábæru pistla um lífið og tilveruna.  Ég vil ekki móðga nein eða gera lítið úr neinum, en ég er þeirrar skoðunar að hún er einn besti penni sem hér inni hefur skrifað, hennar pistlar eru vel skrifaðir þankar um málefni líðandi stundar af ýmsu tagi...

Hvar er Vala?


Hann á afmæli í dag..........

Hrútavinur númer eitt, á afmæli í dag og vil ég óska Samma vini mínum hjartanlega til hamingju með árin 40.  Ég vil bara minna hann á það að allt er fertugum fært og það á örugglega sérstaklega vel við í hans tilviki því jafn skemmtilagan ofvirkan mann er erfitt að finna.

En það eiga fleiri afmæli í dag, því að í dag er nákvæmlega eitt ár síðan ég byrjaði að varpa hugrenningum mínum um menn og málefni inn á veraldarvefinn í gangum þessa síðu, á þessum tíma hefur mergt drifið á mína daga sem má rekja hér til baka á þessum stað.

Sjálfsagt er það misgáfulegt eins og búast má við en ég vona að um leið og ég hef fengið smá útrás fyrir mínar vangaveltur þá hafi einhverjir haft gang og gaman af.

Á þessu eina ári hefur meðaltlið í heimsókum hjá mér verið um 32 á dag en það er nú ekki mikið miðað við aðra hugrennandi einstaklinga sem hér berja niður lykli, en ég uni glaður við mitt.

Semsagt Samúel fertugur og Hugrenningar ehf 1 árs.

 

 


Vertíð....

Í fyrsta skipti síðan ég hætti að vinna hjá Búlandstindi á Djúpavogi, stefnir í það að maður verði að vinna yfir páskana.

Ég get nú ekki sagt að ég hafi saknað þess að vinna um páska, og man það hvað maður var oft ekki kátur yfir því að þurfa að vinna allan daga nema skírdag og páskadag og allir hinir dagarnir voru undirlagðir í aðgerð eða trillulöndun, eða bæði.

Nú ber svo við að hér er allt á fullu og allt á að fara í gang annan í páskum og því mikið að gera.

Maður gerði sér svo sem grein fyrir því að þegar þetta fyrir tæki réð mig í vinnu að það yrði ekki víst að maður fengi frí yfir hátíðsdaga í framtíðinni, en nú er allt að gerast og mikið fjör í vinnunni.

GLEÐILEGA PÁSKA.....


Leti.......

Er löstur, en kanski ekki svo mikill þegar um bloggfærslur er að ræða.  Hef verið ákaflega andlaus undanfarið, og eflaust finnst einhverjum ég vera andlaus að staðaldri, en einfaldlega hef ég ekki nennt að berja hér inn eitthvað bara til að berja inn eitthvað (eins og ég er að gera núna)

En.... er þó búinn að setja hér inn nokkra tengla svona mér og öðrum til gamans, það hlýtur þó að teljast smá afrek.....

Leti er löstur..... 


Harðorður..........ehf............

Velti því mikið fyrir mér hvort að ég sé ekki nógu "sjokkerandi" fyrir landann.......  Ég er að fá milli 40 og 70 heimsóknir á dag en ekki nema 1-2 athugasemdir.......ef svo margar....

Þarf greinilega að skrifa eitthvað sem vekur menn af meðalmensku internetsins.....

Það er kanski ekki neitt voðalega einfalt þar sem að ég er að öllu höfnu ákaflega rólegur maður, og ekki mikið gefinn fyrir fyrir það að hrista upp í fólki, en það er kanski eitthvað sem ég verða að venja mig af, og fara í þann gír að vekja fólk til umhugsunar og umræðna.

En nóg um það....  útlegðinn er senn á enda, og ég fer heim á föstudag ekki á morgun heldur hinn.  Get eki beðið,  þetta er búið  að vera alveg ágætt, en nú vil ég sjá skerið mitt og allt sem því fylgir.

Þórarinn á afmæli á þriðjudaginn og ég verð að hjálpa honum að skrásetja bílinn og gera hann klárann á götuna og margt fleira...   Ég færi ekki meir hér inn fyrr en heima verður lent........  Svo að ég segi:

Bless í bili, sí jú aránd....................


Jólin, jólin, allstaðar......

Ekki eru nú nema u.þ.b. mánuður til jóla og verða þau mætt á svæðið áður en maður getur sagt Geithellnahreppur.

Ég hef heitið sjálfum mér því í mörg ár í röð að "missa" mig ekki í jóladæminu og ég ætla að gera það líka núna, en reyndar hefur árangur af þessu heiti verið frekar misjafn á undanförnum árum.  En nú skal það ganga, það verður ekki "offjárfest" í jólunnum þetta ár það er á hreinu. 

Ekki má samt miskilja mig þannig að ég sé með eitthvað antípat á þessari ágætu hátíð, síður en svo, en það er bara orðið þannig að þetta er eiginlega meiri hátíð verslunareigenda en eitthvað annað, og það er miður.

Reyndar held ég að hátíðinn verði ánægjulegri ef minna er fjárfest því að þá verða áhyggjurnar bara minni af því hvernig á að standa skil á því sem fjárfest er í.  Þetta á að snúast um eitthvað annað en linnuluausar verslunarferðir gjafaflóð og máltíðir sem fara yfir öll mörk velsæmdar í magni og úrvali.

Gleðileg jól


Kominn heim í heiðardalinn......

Jæja þá er maður loksins kominn heim.  

Ég lét hugan reika um atburði síðustu tveggja vikna í vélinni á leiðinni heim, og var að rifja þá upp einn af öðrum þegar ég heyrði gamalkunnugt lag í útvarpinu um borð.  Um var að ræða gamalt U2 lag, Unforgetable fire og dró það fram margar gamlar og góðar minningar frá því ég var í heimavist í Bár á Djúpavogi.

Þarna rijfaðist upp viðvarandi sturtu og vatnsleysi á heimavistinni, ekkert bað í viku, þrátt fyrir að spilaður væri fótbolti á hverjum einasta degi á drullugum malarvellinum.    

Þegar frí var gefið í skólanum svo að hægt væri að vinna alla þá þá síld sem barst að landi með gamla Stjörnutindi. 

Þegar það var regla að skólakrakkarnir sem voru að vinna í síldinni voru sendir heim kl 7 en ég gleymdist inní salthúsi og var ekki sendur heim fyrr en kl 2 um nóttina og þurfti að ræsa Röggu heimavistarstjóra til að komast inn. 

Þegar Róbert, Hólmar og Gulli stálu plasthjólinu hans Gunnars Smára og hjóluðu allir 3 á því saman niður Klifið, en enduðu á hausnum vegna þess að hjólið brotnaði í tvent fyrir framan Vegamót. Og svo skömmuðust þeir í Smára fyrir að eiga ekki almenilegt hjól til að stela.

Þegar Hansi kennari barði Eirík með stól svo að hann handlegggsbrotnaði, og svo var Hansi spurður að því daginn eftir, hvort að það væri hægt að "stóla" á það að það yrði leikfimi.

Þegar allir á vistinni voru í sannleikanum og kontór inni í meyjarskemmu (en það var herbergi Lóu, Láru og Helenu alltaf kallað).

Þegar Siggi prestur gaf frí í Enskutíma aðf því að hann varð að fara út og skjóta flækingsfugla.

Og margt margt fleira. 

Þetta voru góðir tímar, engar áhyggjur, fullt af draumum og feikilegt fjör.

Það er merkilegt hvað eitt lítið lag getur kveikt margar minningar.


Jæja..................

Staður: Park Hótel Reykjavík Kl: 18:55 að staðartíma.

Jæja það er ljóst að ekki verður flogið til Jú Ess Ei í dag og því er búið að "parkera" á Park Inn í Reykjavík, að sinni.    Allar líkur eru á því að ekkert verði úr flugi fyrr en seinnipartinn á morgun, en það er ekki einusinni alveg víst því að það verður mikið hringl á fluginu á morgun vegna allra þessara frestanna og aflýsinga í dag.

Það hefði nú bara verið betra að vera heima í gær, skreppa á fjall og myrða nokkra saklausa fugla af kyni hænsna, og eyða svo kveldinu í gær og deginum í dag með fjölskyldunni.

En það verður víst ekki á allt kosið í dag frekar en endranær....

En þegar ég hugsa málið aðeins betur þá hefi ég nú líklega ekki verið heima hjá mér í dag, ef ég hefði verið heima, ég hefði eflaust verið eitthverstaðar úti með félögum mínum í Ársól, að hefta fjúkandi hluti, sjá hér:(http://frontpage.simnet.is/arsol

 


Steypa

Jæja loksins byrjuðum við af einhverju vit á húsinu okkar (Björgunarsveitin Ársól) en fyrsta steypan var steypt um helgina.  Þetta er langþráður áfangi og við hefðum átt að vera löngu búnir að þessu, en svona er þetta bara, það er ekki alltaf tími til að gera allt sem maður vildi.

Það að við skildum ná þessum áfanga er fyrst og fremst að þakka ofvirkni þeirra feðga Vilbergs og Inga Lárs, en Vilbergur var víst orðin eitthvað þreittur á seinaganginum í okkur og tók því af skarið og réðst á þetta verk og við hinir fylgdum í kjölfarið. 

En loksins er það farið af stað.

 En í nýju vinnuni er allt frekar í rólegri kantinum, maður er að reyna að tileinka sér nýja þekkingu, mest hefur það farið fram með lestri og fyrirlestrum, og ég verð að segja það, að það er nú ekki akkúrat mitt að sitja 8 tíma á dag og lesa eða hlusta á fyrirlestra.  En svona verður þetta bara til að byrja með.

Reyndar fékk ég í dag ferðaáætlun yfir það hvernig næstu tveimur vikum verður varið, og það verður ansi mikil yfirferð því að við heimsækjum, að mig minnir 6 borgir um öll Bandaríkin á þessum tveimur vikum, og verður það sértök upplifun fyrir sveitamannin Eið sem ekki hefur komið nema tvisar áður út fyrir landsteinana, (Ef Papey, Vestmannaeyjar og Skrúður eru ekki talin með).

Ég ætla að reyna að halda hér dagbók yfir ferðalagið þegar að því kemur en það verður lagt í hann á sunnudaginn kemur.

Sí jú aránd


Höllin

Ég fór í Fjarðabyggðarhöllina í dag til að spila fótbolta.  Búinn að bíða eftir þessu nokkuð lengi en tækifærið hefur ekki gefist fyrr en nú.  Reyndar hefðu mátt vera fleiri því við vorum bara 6 en það verða eflaust fleiri þegar fram í sækir.

Þarna spiluðum við knattspyrnu í góða klukkustund, og höfðum feikilega gaman af, þetta er óviðjafnanlegar aðstæður það er á hreinu.  Við "gömlu kallarnir" sem munum eftir því hvernig var að leika á möl við afspyrnu misjafnar aðstæður, bæði á æfingum og í leikjum kunnum svo sannarlega að met aðstæður sem þessar, þetta eru eiginlega jafnmikil viðbrygði og þegar þökurnar voru lagðar á mölina heima á Djúpa á sínum tíma.

Þegar grasið kom þurfti maður ekki lengur búnt af plástrum og sáraumbúðum eftir hvern leik, skórnir fóru langt með að duga sumarið í staðinn fyrir 3 vikur og meiðsl og tognanir urðu ekki daglegt brauð.

Reyndar þurfa menn að venjast þessu gerfigrasi því að það er ekki eins og að spila á grasi, það er stamara og veitir meiri fyrirstöðu og því þurfa menn að fara varlega í fyrstu á meðan menn venjast því hvernig er að spila á gerfigrasinu.

Enn engu að síðiur þá eru þetta frábærar aðstæður og ég mun reyna að spila þarna reglulega í framtíðinni.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband