7.3.2010 | 13:40
Merkilegt nokk...
Margt getur breyst á sex árum, t.d. hugur hæstvirts forsætisráðherra til þjóðaratkvæðagreiðslu..
Fyrir nokkrum árum skrifaði Jóhanna ma.a. um þjóðaratkvæðagreiðslu sem þá stóð fyrir dyrum:
"Ákvörðun forseta Íslands í gær um að beita synjunarvaldi forsetans skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar og vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæðagreiðslu er mikill styrkur fyrir lýðræðið í landinu."
Fyrir atkvæðagreiðsluna nú segir hún að:
"þjóðaratkvæðagreiðslan hafi ekkert vægi því lögin hafi í raun verið runnin úr gildi"
Enfremur segir ráðherran árið 2004:
"Stjórnvöld verða að skilja það að nú er það þjóðin sjálf sem á leikinn. Forsetinn hefur í þessu máli fært valdið í hendur fólksins. Fólkið i landinu ræður nú úrslitum um, hvort fjölmiðlalögin taka gildi eða ekki. Þann rétt ber framkvæmdavald og löggjafarvald að virða." Ennfremur bætir hún við: "Þessi sögulegi atburður mun marka tímamót í lýðræðissögu þjóðarinnar. Fólk mun gera kröfu til þess að stjórnarskráin færi þeim þau mannréttindi, að fá sjálft í hendur ákvörðunarrétt til þjóðaratkvæðagreiðslu. Þessi krafa verður enn brýnni, þegar stjórnarhættir á Íslandi minna orðið meira á tilskipanir einræðisherra en lýðræði. Fólkið mun segja hingað og ekki lengra."
Aldrei þessu vant þá held ég að Hæstvirtur forsætisráðherra hafi haft rétt fyrir sér þarna, og hún ætti nú ásamt Steingrími Joð að minnast eigin orða, frekar en að gera litið úr þeim afgerandi úrslitum sem komu fram í kosningunum í gær.
Vangaveltur ráðherrans má finn aí heild sinni hér: http://www.althingi.is/johanna/pistlar/safn/001302.shtml
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.