4.9.2010 | 10:44
Á þá bara að leggja árar í bát????
Ég ætlaði að skrifa hér mikla grein um þjóðveg eitt um firði Axarveg, ferjuhöfn álversframkvæmdir og ýmislegt fleira sem misvitrir sveitarstjórnarmenn hafa verðið að fjasa um í austfirskum fjölmiðlum gegnum tíðina...
En þar sem að ekki er hægt að ræða þessi mál án þess að persónulegt skítkast, rangfærslur lýgi og heift sé þar með í för þá hætti ég við.
Ég er eiginlega búinn að fá nóg.....
hvernig væri nú að lyfta umræðuni uppúr skotgröfum skítkastins og ræða þetta í rólegheitum með rökum.
Það er það sem þessari umræðu vantar til að hægt sé að ljúka henni.
Þetta er farið að minna mig á þá umræðu sem átti sér stað í aðdraganda virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka þar sem því var ýmist haldið fram að allt sem færi undir vatn væri ýmist örfoka melar eða skógi vaxi 100% En allir meðalgreindir menn vita að sannleikurinn lá þar mitt á milli...
Góðar stundir...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.