Eru stúlkan og drengurinn...

Sem vinna hlið við hlið á kassa í Hagkaupum, glæpamenn...?? Eiga þau feitar innistæður í Tortólskum bönkum?? Eiga þau skúffufyrirtæki þar sem þau fela sinn mikla auð, fengin með óheiðarlegum hætti út úr bönkum sem þau áttu, en áttu í raun ekki??

Þessum spurningum er sennilega nokkuð auðvelt að svara, drengurinn og stúlkan sem vinna sína vinnu á kassa í Hagkaupum eða Bónus, eru þar að vinna sitt verk á heiðarlegan hátt, eins og flestir Íslendingar stunda sína vinnu, samviskusamlega.

Kannski átta lesendur sig ekki á því hvað ég er að fara með þessari samlíkingu, en bíðum aðeins við.  Eigendur Haga, eða Bónus og Hagkaupa hafa verið fundnir sekir að dómstóli götunar, um svik og pretti og að ræna alla íslensku bankana innan frá.  Ekki hafa þeir enn verið dæmdir af dómstólum og mér er reyndar til efs að svo verði, en látum það liggja á milli hluta að sinni. 

En þarna er einmitt dæmi um ákveðna tegund sefjunar þ.e. eitt atvik sem er á skjön við það sem á að vera, eða einn einstaklingur sem kemur óheiðarlega fram, setur svartan blett á alla sem í kringum sig eru á allt sem tengist honum og hans vinnustað, allt samstarfsfólk.

Mér dettur ekki í hug að allir þegnar Uganda hafi lagt sér mannakjöt til munns þó að Idi Amin, leiðtogi þeirra til margra ára eigi að hafa gert það..

Ekki frekar en að stúlkan og drengurinn i Bónus séu óheiðarleg og steli frá landi og þjóð.

En því miður þá spinnst umræðan yfirleitt um einn hlut, einn einstakling og aðrir eru dæmdir út frá því.

Þetta er mjög algengt í dag t.d. þegar rætt er um þingmenn, og pólitíkusa þeir eru allir glæpamenn.. Einnig stórfyrirtæki, þar eru allir undir sama hatti glæpamenn.. Lögreglumenn eru kylfuglaðir meðalgreindir vitleysingar sem þrá ekkert heitar en að nota "mase" á alla sem í kringum þá eru, sjómenn eru allir sægreifar sem henda öðrum hverjum fiski sem um borð í báta þeirra kemur, bændur eru allir ónytjungar sem vinna ekki neitt og fá laun sín frá ríkinu, blaðamenn gera lítið annað en að ljúga því sem hentar og selur blöð.

Svona mætti halda endalaust áfram...

En horfum nú aðeins í kringum okkur... eru allir þingmenn og pólitíkusar illa innrætt handbendi hins illa ?? Ef við skoðum málið þá þekkjum við öll einhvern einn sem hefur gefið sig í það að sinna pólitík, af heilum hug með þá sannfæringu í brjósti að vilja öllum sem í kringum sig eru vel... Starfsfólk Alcoa, Alcan og annarra stórfyrirtæka fylgir lögum og reglum landsins í hvívetna og passar að allt fari fram eftir bókstafnum, Lögreglumenn eru upp til hópa tilbúnir að hjálpa og aðstoða hægri vinstri, sjómenn nýta aflann vel og veiða skynsamlega með vistvænum aðferðum án þess að arðræna land og þjóð, bændur sinna sínum verkum af samvisku og framleið a úrvals matvæli handa okkur sem ekki eigum býli og bú, blaðamenn segja sannleikan á hreinskiptin og réttan hátt.

Svona má lengi telja....

Það er misjafn sauður í mörgu fé, en það ber líka að hafa það í huga að í fáum hjörðum eru allir sauðirnir svartir...

Gleðilegt nýtt jákvæðnisár...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Góður pistill hjá þér félagi!

Gleðilegt ár!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 5.1.2011 kl. 09:57

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Takk fyrir það og gleðilegt ár til þín sömuleyðis... Það má við þetta bæta að það virðist líka vera að þeir einu sem ná eyrum lýðsins séu þeir sem eru hvað ákveðnastir við að alhæfa á þennan veg..

Því miður...

Eiður Ragnarsson, 5.1.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband