Leikhús fáránleikans....

Don Kíkóti er eitt af meistaraverkum heimsbókmenntana sagan er eftir spænska rithöfundinn Miguel de Cervantes (1547-1616) er án efa ein skemmtilegasta og vinsælasta skáldsaga heimsbókmenntanna. Aðalpersónan, don Kíkóti, er búinn að lesa riddarasögur sér til óbóta og hefur tapað vitglórunni. Hann ákveður að ferðast út í heiminn til að koma góðu til leiðar, geta sér eilífan orðstír og vinna hjarta konunnar sem hann elskar. Hann heldur af stað ásamt hinum jarðbundna aðstoðarmanni sínum, Sansjó Pansa, en í huga riddarans breytast vindmyllur í risa, kindahópar í óvinaheri og bændastúlkur í fagrar prinsessur.

Oft er það nú svo að skáldskapurinn dregur dám af lífinu sjálfu, og jafnvel öfugt, og heyrðist það vel í fréttum útvarps í hádeginu á laugardag fyrir páska.  Þar var fyrrum sveitungi minn og núverandi Oddviti Djúpavogshrepps Andrés Skúlason að berjast við sínar vindmillur og taldi að þær væru ill tröll sem sóttu að honum úr öllum áttum.

Í þesu dæmi eru eru vindmillur og kindahópar Andrésar Umhverfisstofnun og Fjarðabyggð, en túlkun hans á því hvaða ástæður liggja að bagi frekar neikvæðri umsögn Umhverfisstofnunar um fyrirhugaðar framkvæmdir á Öxi, eða mat á þeim öllu heldur er með ólíkindum, jafnvel don Kíkóti hefði ekki verið svona veruleikafirtur.

Andrés fer mikin um hið illa í þessu máli, Fjarðabyggð, og telur að það sé að völdum sveitarstjórnarmanna í þar sem að umhverfisstofnun kemur með neikvæða umsögn.  Já mikil er völd sveitarstjórnarmanna hér í bæ þeir hafa opinberar stofnanir bara í vasanum og umsögn þessara stofnana er samin í reykfylltum bakherbergjum sem ekki þola dagsins ljós, í Molanum á Reyðarfirði.

Nei kjánalegri hefur Oddvitinn ekki verið í langan tíma og það sést best þegar athugasemdir Fjarðabyggðar við frummatsskýrslu Vegagerðarinnar um Axarveg eru skoðaðar, en þar var fyrst og fremst og nær eingöngu fjallað um vegstæðið í Berufjarðarbotni, um nauðsyn þess að þvera fjörðin þannig að sem mesta stytting næðist þar einnig.  Það er reyndar hlutur sem Oddvitinn hefur ekki verið svo hrifin af, "það þarf að vernda leirurnar og fuglalífið" svo vitnað sé orðrétt í hans eigin orð.

En hversvegna er það nú svo að ekki þarf að vernda fuglalíf á þurrlendi?? Það er ein af athugasemdum Umhverfisstofnunar, að það raskist töluvert, og það séu m.a. neikvæð áhrif,  spyr sá sem ekki veit, ég hefði reyndar talið að áhrif þessarar framkvæmdar á fuglalíf séu nánast engar hvort sem um er að ræða þurrlendi eða leirur, en hvað veit ég leikmaðurinn.

Það er líka í lagi að benda Oddvitanum á það að umsögn Umhverfisstofnunar um þverun Berufjarðar er heldur ekki styttingunni í hag, og fyrst að sveitarstjórnarmenn hér séu eru svona gríðaröflugir í því að semja umsagnir fyrir Umhverfisstofnun hversvegna í ósköpunum gátu menn þá ekki samið jákvæða umsögn um þverun fjarðarins? Ég fæ ekki séð að umsögnin styðji á nokkurn hátt við óskir Fjarðabyggðar um að stytta leiðina eins og mögulegt er heldur þvert á móti. 

Að þessu sögðu þá verð ég að bæta því við að barátta Andrésar við vindmillur og sauðfjárhópa er hætt að vera brosleg, það er alvarlegt mál þegar kjörinn fulltrúi elur á sundrungu og heift og finnur hinar ótrúlegustu leiðir til að rökstyðja það hversvegna það þarf að ráða niðurlögum vindmilla sem gera ekkert annað að en að mala sitt korn í rólegheitum íbúum Austurlands til hagsbóta..

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú hef ég ekki kynnt mér skýrslu Umhverfisstofnunar og þekki málið ekki vel, en hef séð skrif á milli Djúpavogs annarsvegar og fjarðarbyggðar hinsvegar, fram að þessu hefur þessi skýrsla ekki verið til og þá voru fjarðarbúar mjög á móti vegi yfir Öxi, ekki veit ég hvað veldur því að þessir aðilar séu á móti axarvegi. kanski að þú geti svarað mér því Eiður.

Ég persónulega er með axarvegi, tel að þjóðvegur 1 eigið að vera um firðina og gögn til Neskaupstaðar sé forgangsverkefni í vega samgöngum í fjórðungnum.

Á þessum tímum þar sem allt snýst um umhverfisáhrif þá hlítur það að vera til bóta að stytta vegi landsins. Nú veit ég bara ekki hvort að einhver keyri breiðdalinn lengur, er eitthvað vit í að hala þeim vegi við ?

Ég les Bloggið hjá ykkur Andrési reglulega og hef gaman af, skemmtilegir vinklar hjá ykkur báðum.

Með kv, Ingþór

Ingþór (IP-tala skráð) 25.4.2011 kl. 13:53

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Það er útbreiddur misskilningur að það sé einhver á móti Axarvegi. sú útbreiðsla á því miður rætur að rekja til okkar gömlu heimabyggðar Djúpavogs.

Ágreiningurinn er um hversu framarlega í forgangsröðinni og hversu miklum fjármunum á að eyða í fjallveg í 521m hæð yfir sjó.

Ég hef verið þeirrar skoðunar að það sé tímaskekkja að fara yfir fjöll, og allmargir þröskuladar á vegum landsins eru oft í umræðunni t.d. Holtavörðuheiði, Hellisheiði, Dynjandisheiði, Hrafnseyrarheiði, Öxnadalsheiði, Víkurskarð, Oddskarð og Fjarðarheiði svo eitthvað sé nefnt.

Á sama tíma og allir eru sammála um að það þurfi að ná þessum vegum neðar í metrum yfir sjó, þá er verið að ræða 2 milljarða framkvæmd á Öxi í 521m yfir sjó, sem er nota bene hærra en flestar áðurnefndar heiðar.

Þarna er einhver skekkja sem ég átta mig ekki á, hvervegna einhver önnur lögmál gilda um Öxi en aðra fjallshryggi á landinun.

Ég hef alltaf sagt að það á að leggja meiri pening í Öxi og það á að gera það strax 500 - 600 milljónir myndu sennilega duga til að gera þetta að góðum vegi fyrir alla bíla, og síðan mætti nota það sem lóð á vogarskálina ef að umferð ykist (sem hún myndi nokkuð örugglega gera) við þær vegabætur, til að berja á jarðgöngum undir Öxi eða Berufjarðarskarð eða jafnvel undir Berufjörð, sem væri í raun það allra vitlegasta.

Nú get ég ekki talað fyrir aðra en þetta eru mínar skoðanir í þessu máli.

Hinsvegar var hvati að mínum pistli hér að ofan sú rangfærsla Oddvitans að það væri á einhvern hátt Fjarðabyggð að kenna að umsögn Umhverfisstofnunar væri neikvæð, sem er algjör vitleysa, sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð eru ekki svo valdamiklir að þeir geti pantað niðurstöður frá opinberum stofnunum, enda kemur á daginn að sú leið sem Fjarðabyggð hvatti til að farin yrði með þjóðveginn í Berufjarðarbotni, fær heldur ekki góða dóma hjá Umhverfisstofnun.

Ég er orðin verulega langþreyttur á rangfærslum og bulli í Andrési varðandi þetta mál, og vildi gjarnan leiðrétta þann leiða misskilning sem í gangi er um meinta andstöðu, en eins og ég sagði áður er ágreiningur um forgangsröð og fjármagn, en sá ágreiningur er alltaf uppi þegar einhverjar vegabætur eru í pípunum, sama hvar það er.

En einhvernvegin þá nær Oddvitinn alltaf eyrum fjölmiðla og t.d. á laugardaginn var voru sveitarstjórnarmenn í Fjarðabyggð bornir þungum sögum, og engin fær tækifæri til að svara fyrir sig eða bera af sér sakir..

Eiður Ragnarsson, 25.4.2011 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband