27.4.2011 | 00:48
Spurning um...
Að fara að skrifa eitthvað hér inn oftar, svona til að velta fyrir sér málefnum líðandi stundar, eins og t.d. umræðunni um Axarveg sem Oddvitinn heldur í fullkominni gíslingu.. Sá að sá mæti maður fer enn með staðlausa stafi og viss er ég um að hans sveitungar trúa honum í það minnsta einhverjir, enda er aðeins ein skoðun rétt og það er skoðun Andrésar Skúlasonar..
Hann er alveg búinn að gleyma eigin loforðum um að ef að allir geti staðið saman um vegbætur inn Skriðdal, þá skuli hann styðja færslu á Hringveginum um firði.. Nú er búið að bæta Skriðdalsveginn en ekkert bólar á stuðningi hans við færslu á þjóðveginum eins og hann lofaði.. Og eflaust kannast hann ekkert við það loforð, það hentar ekki í dag..
Hann er búinn að gleyma því að hann ásamt fleirum studdu frávísunartillögu á tillögu tveggja bæjarfulltrúa Fjarðabyggðar og eins fulltrúa Austurbyggðar á SSA þingi á Reyðarfirði, að valið yrði milli uppbyggingar á vegi yfir Öxi og vegi yfir Breiðdalsheiði og því fé sem ætlað væri í Breiðdalsheiði færi frekar í Axarveg.. Það sér það jú hver maður að það sé nóg að byggja upp einn fjallveg yfir Austfjarðafjallgarðinn á þessum slóðum... Nei kanski ekki hver einasti maður.
Hann kannast eflaust heldur ekki við það að það var ekki síst fulltrúum Fjarðabyggðar í samgönguhóp á SSA þingi á Höfn að þakka að loksins komst Axarvegur almenilega inn í upptalningu á þeim vegspottum sem Austfirðingar vildu sjá endurbætta.. Þegar það náðist sátt um það að telja upp alla spotta í þeirri röð sem þeir kæmu fyrir á korti að sunnan og norðurúr án þess að deila um forgangsröð eða annað slíkt.... Þar var undirritaður einn þeirra sem lögðu þetta til en einhverra hluta vegna eignar Oddvitinn þetta sínum fyrrverandi sveitastjóra, sennilega því það hentar áróðrinum gegn Fjarðabyggð betur...
Það er nefnilega ekkert stríð ef það er engin til að berjast við...
Furðulegt er einnig að hann skuli telja það runnið undan rifjum kjörinna fulltrúa þegar Jón og Gunna eða Ásmundur úti í bæ tjáir skoðanir sínar.. Það er kanski ekki skoðana frelsi á Djúpavogi en sem betur fer er það austar á fjörðunum..
Þetta minnir mann orðið á Göbbels áróðursmeistara Hitlers.. Hann sagði að ef að sama lýgin væri sögð nógu oft, þá yrði það að sannleik fyrir rest..
Góðar stundir..
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Já, ég heyrði þetta í fréttunum. Frekar fáránlegt. Þvinga fólk til að fara löngu leiðina í umhverfisverndarskyni í stað þess að bæta veg sem þegar er til staðar? Haha...
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.4.2011 kl. 06:40
Þar sem mér var bent á að nýr greinarflokkur hefði birst frá Eið um hans helsta áhyggjuefni, þá mátti ég nú bara til að kíkja við hérna á ritvelli þínum og það verð ég nú að segja að oft hefur þú nú leikið þér á gráa svæðinu þegar kemur að þessu málefni en núna lentirðu bara alveg út í skurði með allt niður um þig málefnalega. Hvernig dettur þér annars í hug minn kæri að bera þetta á borð fyrir fólk. Ef þú heldur að hinir gömlu sveitungar þínir kokgleypi þessar dylgjur þínar í minn garð þá skalt þú bara lifa í þeirri trú.
Hvaða loforð ert þú að tala um af minni hálfu varðandi færslu á hringvegi, ert þú að gefa það í skyn að ég hafi lofað fyrir mitt leyti að gefa eftir hringveginn niður á firði fyrir það að fá malarslitlag inn að Skriðuvatni, hefur það eitthvað farið á milli mála að ég hef alla tíð talið að forsenda fyrir frekari umræðu um hringveg væri þegar nýr heilsársvegur væri komin um Öxi þar sem hringvegur á auðvitað altaf að liggja stystu leið til hagsbóta fyrir vegfarendur. Höldum okkur því bara við það sem er satt og rétt í þessum atriðum.
Já, svo var það frávísurnartillagan frábæra sem þú og félagar þínir lögðu fram, satt að segja hélt ég að þú myndir vilja gleyma þessu atriði ykkar en þú ert sem sagt ekki enn búin að ná því að vegaféð í Breiðdalsheiðinni sem þið ætluðuð að múta okkur með yfir í Öxi gegn því að fá þjóðveginn með fjörðum var gersamlega innistæðulaust bull. Það var auðvitað ekkert laust vegafé í Breiðdalsheiði til að taka af og hefur ekki verið síðan þið fengið þessa flugu í höfuðið til að fá þjóðveginn með fjörðum. Nei, Eiður minn ég er ekki búin að gleyma þessum fundi á Reyðarfirði forðum daga þegar þið komuð með ályktunina sneyptir úr stóli og hentuð henni í mig með fúkyrðum.
Fundurinn á Höfn, satt að segja hélt ég að af öllum fundum mynduð þið vilja gleyma honum mest, þ.e. þegar Guðmundur félagi þinn Þorgrímsson þá í samgöngunefnd með þér og fl. gerði misheppnaða tilraun til að láta ákveðinn atriði er varðar Öxi og Skriðdalveg hverfa úr texta sem samþykktur hafði verið á Aðalfundi árinu áður. Þetta athæfi verður lengi í minnum haft og var ykkur til mikillar hneisu þarna. Svo leyfir þú þér að halda því fram ofan á allt saman að þú hafir átt einhvern þátt í því að koma Axarvegi inn á kortið á þessum fundi, en svo það sé nú upplýst þá var ég búin að koma samþykktinni um heilsársveg um Öxi í gegnum Aðalfund SSA einu eða tveimur árum áður en kom til þessa Aðalfundar á Höfn. Svo heldur þú áfram að skreyta þig með fjöðrum annarra þegar þú gefur það í skyn fyrir þinn tilverknað hafi náðst einhver sátt á þessum fundi sem þið byrjuðuð á að setja allan í loft upp með athæfi Guðmundar. Það var Björn Hafþór stjórnaði þessum fundi frá A - ö og það var hann sem náði að lempa menn niður þannig að úr varð sæmileg sátt á endanum.
Hvernig þér annars dettur yfir höfuð í hug að bjóða upp á jafn ótrúlega samsuðu af ósannsögli í einu og sama blogginu er óskiljanlegt og hlýtur að skýrast af því gríðarlega ójafnvægi sem hellist ævinlega yfir þig þegar þetta málefni ber á góma, málefni sem er þó fyrst og síðast hagsmunamál sveitarfélagsins Djúpavogshrepps og ætti ekki að valda þér jafn mikilli sálarkvöl og virðist vera.
Það að þú skulir vera að eyða margföldum tíma þínum og áhyggjum í að velta þér upp úr samgönguverkefnum sem eru á borði sveitarfélagsins Djúpavogshrepps umfram samgönguverkefni í heimabyggð þinni hlýtur að segja allt um að það er eitthvað sem ekki er í lagi og þannig hefur það verið með ykkur blessaða.
Þú mátt svo alveg vera undrandi á því að ég spyrði athugasemda Ásmund við ykkur sem hafa farið hvað mest gegn Öxi og þó þú viljir ekkert kannast við hann núna, þá hefur hann ekki verið ómerkilegri en svo í ykkar augum en að þið hafið mætt með fangið fullt af tillögum frá honum inn á Aðalfundi SSA meðal annars kort sem hann var búin að teikna inn á fullt af nýjum vegum nema hvað þar var ekki gert ráð fyrir vegi um Öxi, ekki einu sinni tengivegi hvað þá jarðgöngum á því svæði. Annars gott að skoðanafrelsið er svona ríkjandi þarna hjá ykkur, kannski það verði til þess á endanum að þið farið í smá sjálfskoðun í þessum málum, nema slíkt sé til of mikils mælst.
Sorry svona er það bara þegar menn ætla að reyna að leika tveimur skjöldum, þykjast vera með Öxi þegar mætt er á gömlu slóðirnar en fara svo í heimabyggðina og vinna á fullu gegn sömu framkvæmd og hjálpa til með að æsa íbúana gegn sveitarfélaginu Djúpavogshreppi eins og undirritaður hefur fengið að kynnast.
Samlíkingar þínar á mér og Göbbels - Hitler er svo auðvitað fullkomlega til vitnis um þá staðhæfingu þína í nýjasta blogginu að öll umræða sé af hinu góða bara svo lengi sem menn eru málefnalegir.
Ef það er svo að það er minn versti galli að vera staðfastur í að halda fram sömu hlutunum aftur og aftur talandi um Öxi þá er ég fullkomlega sáttur við það, það hlýtur amk að vera betra en að tala út og suður og leikandi tveimur skjöldum eftir því hvar maður er staddur hverju sinni.
Að lokum þetta, í guðana bænum snúið ykkur fyrst og síðast að skipulags- og umhverfismálum í ykkar eigin sveitarfélagi, þar er að ég held af nógu að taka.
Að öðru leyti hef ég lokið máli mínu hér fyrir fullt og allt og mun ekki setja fleiri ath hér
Gangi þér svo bara perónulega allt í haginn um ókomna framtíð
Með kveðju frá Djúpavogi
Heil Andrés
Andrés Skúlason, 28.4.2011 kl. 02:44
Þú kannast semsagt ekki við það að hafa sagt neitt um það að ef að menn gætu staðið saman um það að laga veginn inn Skriðdal þá væri þér slétt sama hvar Þjóðvegur 1 lægi..? Það var sennilega ekki loforð ég skal viðurkenna að það er sennilega rangt hjá mér að kalla þetta loforð, en þetta sagðir þú samt eitt sinn í mín eyru.
Það hefur aldrei verið launungarmál að ég vil sjá þjóðveg 1 um firði, en það hefur ekki mátt fara þá málamiðlunarleið, að menn séu samtaka um það gegn því að með leggist allir á sveif með Axarvegi.. ég held að það sé vel hægt að ná þeirri sátt, en það má ekki minnast á það frekar en snöru í hengds manns húsi. Hversvegna er það svo erfitt að gefa eftir eitt vegnúmer gegn stuðningi við Axarveg, ég væri í það minnsta tilbúin að skrifa undir slíkt.
Fundurinn á höfn, Björn Hafþór stjórnaði nefndinni það er hárrétt, en tillögurnar komu að mestu eða öllu leyti frá Samgöngunefnd í hendurnar á honum. Þorvaldur Jóhannsson kom með þessa nýju aðferðarfræði að telja upp alla vegi sem menn teldu úrbóta þörf á frá einum enda fjórðungsins að hinum. Þessa aðferðarfræði hafa sunnlendingar notað að mig minnir og þaðan fékk hann módelið og kynnti það fyrir samgöngunefnd sem lagði það í hendurnar á nefndarstjóra Birni Hafþóri, en ekki hafa mig fyrir þessu spyrðu bara þá félaga.
Og það er hárrétt hjá þér að Axarvegur var inni í samþykktum SSA í einhver ár áður en fundurinn á Höfn var og oftar en ekki áttir þú stærsta þáttinn í því, en eftir fundin á Höfn var meiri sátt um málið en oft áður.
Brotthvarf setninga kannast ég bara ekki við, það eru staðlausir stafir.
Ásmundur hefur margt til mála að leggja rétt eins og hver annar, skjalið sem þú vitnar í og var ómögulegt að þínu viti var nú samt ekki verra en svo að samþykkt var að nota það og senda á samgönguyfirvöld á fundi SSA á Seyðisfirði með breytingum þó, Axarvegur átti að bætast þar inn ásamt nokkrum öðrum punktum, en ég minnist þess samt ekki að hafa séð það koma frá stjórn SSA eftir þennan fund, er þá ekki stjórnin að brjóta samþykktir aðalfundarins ? Hverju sætir það ? Og hverir voru í stjórn?
Heimabyggð ?? Kannski er það að verða þannig vegna stanslausra ásakana þinna í minn garð að ég get ekki talið Djúpavog mína heimabyggð eins og ég hef löngum gert og sennilega einhverjir frændur mínir og fyrrum vinir búnir að henda mér af jólakortalistanum, það verður þá bara að hafa það, það á ekki að vera nein dauðasynd að vera óssammála Oddvitanum. Ég hef alltaf komið til dyranna eins og ég er klæddur í þessu máli, það er alveg á hreinu , og það hafa efasemdir um smíði fjallvega þegar umræðan síðustu 30 ár hefur snúist um hið gangstæða á ekki að vera dauðasynd heldur. Hef aldrei leikið tveimur skjöldum í þessu máli, og það geta menn og konur rakið nokkur ár aftur í tíman t.d. hér á þessu bloggi mínu og allar ásakanir um meintan tveggja skjalda leik vísa ég til föðurhúsanna.
Ég líkti þér ekki við Göbbels Andrés minn, ég sagði einungis að þessi umræða væri farin að minna mig á hann, enda stanslaust hamrað á sömu rangfærslunum.
Ég veit eiginlega ekki hvað þú átt við með skipulags og umhverfismálum í Fjarðabyggð, nýtt Aðalskipulag var tilnefnt til verðlauna hjá skipulagsstofnun þó ekki hafi það unnið verðlaun og stórátak í gangi í umhverfismálum m.a. eftir fyrirmynd ykkar í Djúpavogshreppi með flokkun á heimilisúrgangi.
Auðvitað hættir umræðan að vera málefnaleg þegar ásakanir á borð við þær sem þú hefur hingað til kastað fram í þessari umræðu tröllríða öllu, þú hefur sakað mig um allt milli himins og jarðar í þessu máli, sakað mig um að leika tveimur skjöldum og fara með heilber ósannindi og margt fleira í gegnum tíðina í þessari umræðu. Þegar það eina sem ég hef gert að lýsa mínum skoðunum á samgöngumálum opinberlega.
Yfirleitt þegar tínd hafa verið til rök um að fjárfesting í þessu magni í þetta háum fjallvegi á þessum tímum, sé ekki skynsamleg þá er farið að ræða um aksturslag mitt og skipulagsmál í Fjarðabyggð, hvernig tengist það Axarvegi??? Væri ekki nær að tína til rök af hverju þetta er skynsamlegt...?
Og farðu nú fyrr í háttinn Andrés minn, það er svo skelfilega óhollt að vaka svona mikið, og gangi þér allt í haginn persónuleg einnig..
Góðar stundir
Eiður Ragnarsson, 28.4.2011 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.