12.2.2007 | 11:17
Hvað er....
Hátækniiðnaður???
Þegar stórt er spurt er fátt um svör, en mörgum dettur t.d. í hug eitt ágætt fyrirtæki sem ber nafnið Marel þegar talað er um hátækniiðnað. En skoðum málið aðeins betur, Marel er dæmi um fyrirtæki sem mætti flokka sem hátækniðnað, en í hverju er framleiðsla þeirr fólgin og af hverju er hún sprottin??
Sjávarútvegi og fiskvinnslu, og ekki hefur sá atvinnuvegur orð á sér fyrir að vera tæknivæddur, en engu að síður er hann það. Þau tæki sem notuð eru í fiskiskipum landans og í vinslustöðvum þeim er taka við aflanum eru mörg flókin og fullkominn, smíðuð af innlendum og erlendum hátækniðnaðarfyrirtækjum.
Ef ekki væri til fiskvinnsla sem grunnur væri Marel þá til?? Mér finnst það mjög ólíklegt og ég er þess fullviss að eigendur og stofnendur Marel séu mér sammála.
En það sem ég er að reyna að koma orðum að er þetta: Það þarf ákveðinn grunn til að tækifæri á sviði tækni og þjónustu skapist, það þarf ákveðna eftirspurn eftir lausnum sem til langs tíma spara vinnu og fé þó að lausnirnar séu kanski ekki ódýrar í byrjun. Með öðrum orðum það þarf iðnað og hátæknin sprettur af þeim grunni.
Ef ekki væri um fiskveiðar og fiskvinnslu að ræða hringin í kringum landið þyrfti ekki tölvuvogir vinnsluvélar og annan sérhæfðan búnað sem framleiddur er af hátækniiðnaðarfyritækjum, svo að við höldum áfram með samlíkinguna með Marel.
Við getum eflaust tínt fleira til, hátæknilausnum fyrir landbúnað hefur vaxið fiskur um hrygg á síðustu árum, og það er fjöldin allur af fyrirtækjum sem hefur stærstan hluta af sínum tekjum og framlegð með því að framleiða hátæknibúnað fyrir stóriðju og annan iðnað í landinu.
Þegar hús er reist er fyrst byggður grunnur, það er einfaldlega ekki hægt að byrja á raflögnum eða tölvustýrðu loftræstikerfi....
Við þurfum grunn til að byggja á.........
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.