Ósnortið??

Ég hefði haldið að þessir virkjanakostir væru mönnum mjög hugnanlegir vegna þess lands sem þarna fer undir vatn.   Þarna er ekki um algerlega ósnotið land að ræða, og virkjanirnar eru hreinlega í vegkanti þjóðvegar nr. 1

Ein helstu rökin gegn virkjunum í gegnum tíðina hafa einmitt verið þau að "þarna sé verið að eyðileggja ósnortið land" og engin leið að ná þeim landgæðum til baka, en það virðist ekki skipta máli hvar eða hvernig menn hugsa sé að nýta orku landsins, það á bara ekki að gera það yfir höfuð, nema á Hellisheiði.

Í túnfæti höfuðborgar íslendinga eru virkjanir velkomnar, þar er í lagi að valda gríðarlegri sjónmengun, því að orkan þar fer á "rétta" staði, eða hvað?

Ekki heirðist bofs frá okkar ágætu náttúruverndarsinnum þegar stækkað var á Grundartanga né heldur þegar rörin sem smíða orkuna fyrir þá framkvæmd var dreift yfir Hellisheiðin hálfa, á mettíma.

Reyndar má líka velta því fyrir sér hvort að andstaðan við virkjanir neðarlega í Þjórsá sé ekki sprottin af einhverju öðru en náttúruvernd, snýst málið kanski um það að þetta land er í eigu einkaaðila, bænda og annara og er nú í dag nýtt af þeim??

Eru það kanski einungis of ríkar heimildir Landsvirkjunar til eignaupptöku sem valda þessari andstöðu?  Og eru landeigendur kanski bara að reyna með andstöðu sinni að ná fram meiribótum og betra verði fyrir sitt land??

 Maður spyr sig....


mbl.is Síðustu virkjanir á Suðurlandi?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

ég hugsa stundum um það hvort hreinlega það ætti bara ekki að þjóðnýta landið en þá meina ég Ísland einsog það leggur sig. miðað við þar sem ég þekki til sumra landeigenda þá haga þeir sér alveg ósskiljanlega sérstaklega þegar það þarf að nýta hluta af landi þeirra til hagsbóta fyrir þjóðfélagið í heild sinni !

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 23:42

2 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Hvers vegna ættu landeigendur að láta undan orkufyrirtækjum?

Sigurður Ásbjörnsson, 18.2.2007 kl. 15:47

3 identicon

Ég er sammála ýmsu en ekki þessu með landeigendurnar, settu þig í þerra spor. Finnst þér í lagi að lóðin þín verði þjóðnýtt? Eignaréttur er einn grunndvöllur þeirra velmegunar sem vestræn þjóðfélög byggja á.

Hins vegar er það rétt þessi óafturkræfu framkvæmdir á ósnortu landi er heldur klént viðhorf. Öll mannvirki alls staðar raska ósnortinni náttúru, það var eitt sin tún þar sem ég bý og flestir Reykvíkingar byggðu hús sína á "ósnortinni" náttúru. Náttúran er eins og lífði það er breytilegt og lands sem fer undir vatn getur komið upp aftur og blómstarð. 

Vilhjálmur Andri Kjartansson (IP-tala skráð) 18.2.2007 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband