Að berja á móti.....

Það hefur löngum verið þjóðaríþrótt Sjálfstæðismanna að tala illa um Framsóknarflokkinn.  Í það minnsta hefur borið duglega á því í grasrót Sjálfstæðismanna í gegnum tíðina.

Þetta hefur mér alltaf þótt verulega undarlegt sérstaklega í ljósi þeirra kenninga, margra sjáfskipaðra snillinga á vinstri vægnum,  að Framsókn sé einungis skúffufyrirtæki í Valhöll.

Nú er ný forusta Framsóknar að bregðast við þeirri kröfu grasrótarinnar, um að horfið verði af þeirri hægri sveiflu sem verið hefur á flokknum undanfarin ár og aftur inná miðjuna þar sem hann á heima......

Sjálfstæðismenn eiga og verða að sjálfsögðu að standa við þann sáttmála sem smíðaður var í upphafi þessa kjörtímabils, þeir eiga ekki að komast upp með annað....... 


mbl.is Þjóðlendumál ofarlega í huga framsóknarmanna á flokksþingi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Eiður,

héðan úr rassgati sendum við þér hugheilar afmæliskveðju, þó viku of seint, og er það miður, en vonum að dagurinn hafi verið þér ánægjulegur þrátt fyrir uppgötvun um nýtt grátt hár.

Hafðu það ávallt sem best,

kv. Harpa og Ási.

Ps. Harpa er stolt að vera þinn nýji vinnufélagi.

Harpa og Ási (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 22:13

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Það er misskilningur hjá þér Eiður að sjálfstæðismenn tali illa um Framsóknarmenn. frekar að við reynum að hisja upp um ykkur.

Hvað grasrótina varðar...ertu þá að tala um SUS? Það er háttur ungliðahreyfinganna að vera róttækar og hvassar. Endurspeglar ekki endilega þjóðar trendið.

Gunnar Th. Gunnarsson, 9.3.2007 kl. 15:36

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þegar ég tala um grasrótina í þessu sambandi þá er ég að tala um baklandið, eða fólkið sem kýs flokkana.  Ekki endilega þá sem eru í framlínu eða ungliðasamtök heldur hin þögla meirihluta sem fylkir sér á bakvið hin pólitísku öfl.....

Eiður Ragnarsson, 10.3.2007 kl. 12:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband