5.3.2007 | 19:35
Útrunnið....Bútrunnið....
Ég á ekki orð.... (og það gerist ekki oft)
Ruglið er orðið þvílíkt í þessu stimplaveseni á matvælum að það nær ekki nokkri átt, ég er þess fullviss að sumt af þeim tonnum sem var verið að henda á haugana frá fjölskylduhjálpinni, var í fínu lagi.
Þurrvara sem geymd er við góð skilyrði er í fínu lag í heilt ár eftir síðasta söludag eða "best fyrir". Það er ekki sami hlutur "síðasti söludagur" sem yfiirleitt á ferskvöru og svo "best fyrir" sem er algeng merking á þurrvöru og niðursuðuvöru. Lengi vel var talað um það að niðursuðuvörur væru taldar góðar í 5 ár eftir "best fyrir" stimpilin, og dæmi þess að í lagi hafi verið með slíka vöru allt að 15 árum eftir stimpil.
Ég er nú ekki að mæla því bót að menn séu að slafra þetta í tíma og ótíma eingöngu, en það er svo sannarlega í lagi að þetta sé haft með, sérstaklega ef ekki er verið að reyna að narra þetta ofaní fólk.
Meira segja sjampó og hárnæring er með stipli..... Hvað er málið????
Nei þetta er enn eitt dæmið um hina gengdarlausu sóun sem er í gangi hjá okkur.....
Ég ét útrunnið Cherios............. Og hef gaman af............
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:00 | Facebook
Athugasemdir
Einmitt það sem ég var að býsnast yfir í fréttunum! Þvílíkt rugl og sóun, það er í góðu lagi með fullt af svona mat. Hvernig hefði verið að bjóða fólki að fá hann ef það vildi? Var það ekki nógu fínt?
Fararstjórinn, 5.3.2007 kl. 19:40
hahaha ég er svo sammála ykkur, ég er ekki að sjá að sjampó eða hárnæring breytist mikið þó að það sé komið eithvað out of date..fáránlegt...
Maggý Jónsdóttir (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 19:51
Þetta er sko algjört rugl, hvernig er með allann dósa og þurrmatinn hjá hernum, hann er sko margur hver kominn yfir dagsetningu og ekki eru menn að væla yfir því, en þar eru nu samt gerðar kröfur til gæða bæði matar og drykkjar. Veit þetta sökum áralangra úthalda í ÍRAK.
Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 5.3.2007 kl. 20:26
Mikið rétt....
.... Og í mínu fagi renna líka út hlutir... ég er bifvélavirki... Það eru þó nokkuð af varahlutum sem eru með seinasta söludag, já bílavarahlutir og þá er ég ekki að tala um kemisk efni eins og smurningu og rúðupiss, heldur eru þetta aðallega plasthlutir, plast harðnar með tímanum og missir því eiginleika sína. þvílíka vitleysan...
Ingþór (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 19:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.