Fundirnir búnir

Jæja þá eru sameiginlegu fundirnir búnir, fundirnir sem "lýðræðislega" aflið Fjarðalistinn vildi ekki að yrðu, en þeir vildu einungis 2 fundi, einn á Fáskrúðsfirði og einn á Eskifirði, ekki er mikill vilji fyrir lýðræði þar nema þegar það hentar í ræðuhöldum.  Fjarðarlistinn hampaði Smára Geirssyni í byrjun fundarherferðarinnar, en þegar þeir sáu að það var ekki að virka, þá hættu þeir því snarlega og reyndu að snúa sér út úr þeirri "alþekktu pólitísku brellu" að hafa foringann í baráttusæti.

Þessi leikur er reyndar þekktur í íslenskri pólitík, en þá er foringinn eða forsvarsmaðurinn í baráttusætinu og hefur frumkvæðið og er andlitið út á við en nú er Smári vinur minn hafður sem gulrót án raddar og finnst mér það miður að sá ágæti maður hafi slíkt hlutskipti.

Biðlistinn sem telur sig vera rödd fólksins í bæjarstjórn og telur sig vera eina framboðið sem getur breytt einhverju en það er ekki að gera sig finnst mér.  Það er skrítið hvað "rödd fólksins" hefur verið þögul undanfarin ár og hvað lítið hefur heyrst í henni.  Ekki hafa tillögur eða annar málflutningur "fyrir fólkið" þvælst mikið um í bæjarstjórn, og það læðist að manni sá grunur að markmið Biðlistans sé aðeins eitt, að tryggja sinn mann Ása í bæjarstjórn en afhverju veit ég ekki.

Sjálfstæðismenn eru ekki með bæjarfulltrúa í sveitarstjórn ef eitthvað er að marka málflutning þeirra núna, og þeir eru "byrjaðir að vinna í málunum þrátt fyrir það við séum ekki í bæjarstjórn"  Skrítið mál það, ég er ekki viss um að Magni og Andrés vinir mínir sé sáttir við þennan málflutning enda eru þeir í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.   Reyndar er hafði ég frekar gaman af þessum Heimdalls og JC ræðum þeirra Valda og Jens, og þessir frasar sem þeir notuðu eru alþekktir í heimi kappræðna en vikta lítið í alvöru stjórnmálum.

En hvað með Framsóknarmenn??  Við erum og verðum laaaaangflottust.  Það má t.d benda á það að fyrsta lýðræðisvinnan í nýrri Fjarðabyggð var Framsóknar, þ.e. prókjörið, og til að toppa það þá biðu allir listar eftir því að við kláruðum okkar prófkjör til að stilla upp eftir því, og það sjá allir ef vel er að gáð að öll framboð röðuðu niður sínum fulltrúum á listanna með tilliti til niðurstöðu Framsóknar.

Ég held að það sé ekki spurning hvað valkostur sé bestur í stöðunni, það er X-B á kjördag til að fá góða niðurstöðu fyrir íbúa Fjarðabyggaðar til framtíðar.

 Og hana nú........................ 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kæri Eiður!
Það var ég sem vildi 2 fundi en ekki Fjarðalistinn sem slíkur. Ég vildi ganga á undan með góðu fordæmi og sýna að þetta væri sameinað sveitarfélag. 1 fundur hefði verið best. Þá hefðu allir heyrt það sama og frambjóðendur ekki komist upp með að vera jafn "falskir" og raun bar vitni. Þetta voru samt ágætis fundir og flestir voru heiðarlegir í sínum málflutningi... en ekki allir. Kveðja! Gummi X-L

Gummi X-L (IP-tala skráð) 24.5.2006 kl. 16:18

2 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

Svona til fróðleiks, hvernig hljóma Heimdallar-ræður?

Gunnar R. Jónsson, 26.5.2006 kl. 00:03

3 Smámynd: Gunnar R. Jónsson

rak augun í nokkuð merkilegt: ,,og það sjá allir ef vel er að gáð að öll framboð röðuðu niður sínum fulltrúum á listanna með tilliti til niðurstöðu Framsóknar."

Nú sat ég fund í fulltrúaráðinu okkar sama dag og prófkjör ykkar var. Þeim fundi var slitið klukkan 15:30. Þá hafði listanum verið stillt upp og engar breytingar á toppnum urðu eftir það. Bara svo það sé á tæru.

Gunnar R. Jónsson, 26.5.2006 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband