Hvað ætlar þú...

Aðverða þegar þú verður stór.. ??

Þessi spurning er eitthvað sem allir hafa einhverntíman fengið.. Oft snemma á ævinni þegar heimsmyndin er einföld og allt er svart og hvítt.

 

Svörin er mörg og margvísleg..

Flugmaður, læknir, bóndi, kennari og svo mætti áfram telja..

Ég er ekki með í mínum kolli marga sem urðu það sem þeir sögðust ætla að verða.. man þó eftir einum sem fann sína hillu þegar við vorum saman í hinni merku menntastofnun Alþýðuskólanum á Eiðum.. Sennilega voru þar fleiri en einn sem voru með áttavitan rétt stiltann og vissu hvað þeir ætluðusér að verða en einn skólabróðir minn tollir í mínu minni einhverra hluta vegna.

 

Ég ætlaði mér að verða bóndi.. en það varð ekkert úr því, taldi það fjárhaglega óhagkvæmt... Síðan ætlaði ég að verða Íþróttakennari, en það varð eitthvað lítið úr því líka.. tengdist kanski því að á þeim tímapunkti í minni tilveru sem hefði átt að vera frátekin fyrir skólagöngu, þá leitaði hugurinn annað.. Á  góðri íslensku þá nennti ég ekki að vera á skólabekk..

 

Þannig að ég varð bara ekki neitt..

Eða hvað.. ??

 

Fór að velta þessu fyrir mér um daginn þegar gamall vinur var kvaddur sinni hinstu kveðju.. var hann ekkert.. ??  Hann hafði ekki starfstitil sem slíkan, gekk lítið í skóla og hafði sinnt ýmsum störfum um ævina.. mætti sennilega færa rök fyrir því að hann hafi verið.. „ekkert“.. miðað við ymis viðmið samfélagsins.

 

En hann var vænsti drengur, vann sína vinnu, lifði sínu lífi og skilaði sínu til samfélagsins, var með öðrum orðum góður og nýtur samfélagsþegn, þó svo að hann væri „ekkert“

Og þá vaknaði sú spurning hjá mér..

Hvers vegna spyrjum við börnin okkar hvað þau ætli að verða og fyllumst stolti þegar þau nefna hinar ýmsu starfsgreinar svo sem læknir, flugmaður,  lögfræðingur eða eitthvað álíka metnaðarfullt.

Við myndum síður vilja heyra, götusópari, verkamaður, ræstitæknir eða eitthvað í þeim dúr..

En skiptir það í sjálfu sér einhverju máli.. ??

 

Væri ekki best að heyra þau segja eitthvað ótengt starfsstétt.. ?

 

Góður faðir, fyrirmyndar móðir, traustur vinur, virkur þáttakandi í samfélaginu, heiðarleg og góð persóna..

Ekki misskilja mig.. Auðvitað er gott að það sé metnaður fyrir námi og því að mennta sig til starfa á hinum ýmsu sviðum og allir eiga að sjálfsögðu að hvetja sína félaga og börn til dáða í þeim efnum..  En það á ekki að vera eina mælistikan á hver við erum.

 

Ég er ekki neitt...

Og er bara nokkuð ánægður með það...

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband