Þá er komið að því

Nú er komið að því, á morgun á að kjósa um framtíð Fjarðabyggðar og ég vona fyrir mína parta að hún verði græn, ekki samt vinstri græn.  Ég er búinn að fara eitthvað um sveitarfélagið í dag og hitta eitthvað af fólki, og ég er bara nokkuð bjartsýnn fyrir hönd okkar Framsóknarmanna.  Í fyrramálið ætla ég að fara í Mjóafjörð, og hitta fólk þar og jafnvel kjósa þar ef það er hægt.

Ég vil þakka öllum sem lagt hafa hönd á plóginn hér hjá okkur Frömmurum á öllum stöðum, þetta er búið að vera mjög gaman og ég vona að úrslitin verði okkur hagstæð.

Einnig vil ég þakka hinum framboðunum fyrir málefnalega og drengilega kotningabaráttu.

Djöfull er ég skelfilega hátíðlegur og væminn!!!!!!!!!!!  En það á bara að vera svona núna...

Áfram Framsókn............ Fyrir betri Fjarðabyggð................


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hey þér:) Sammála síðasta ræðumanni, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt að taka þátt í þessu og er nokkuð viss um að okkur gangi vel á laugardag.
EXBÉ fyrir betri Fjarðabyggð
kveðja úr útbænum
Badda

Bjarney Hallgrímsdóttir (IP-tala skráð) 27.5.2006 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband