Púff!!!!!!

Stend í flutningum þessa helgina, og það er nú ekki með því skemmtilegasta sem maður gerir og í hvert einasta skipti sem að staðið er í þessu er því heitið að gera þetta aldrei aldrei aftur.

En ljósi punkturinn er sá að nú erum við komin í mun skemmtilegra húsnæði, á einni hæð og talsvert nýrra, en nýja húsið er byggt 1993 en það gamla er byggt 1920.

Það verður ákaflega mikill léttir þegar þetta er búið og það verður notalegt að slaka á í nýjum húskynnum þegar búið verður að ganga frá öllu.

svo er nú það....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ragnarsson

Til hamingju með það, litli. Á meðan er hér smá linkur handa ykkur björgunarsveitajeppadelluköllunum:

Flottasti jeppi í heimi

Jón Ragnarsson, 25.3.2007 kl. 01:34

2 identicon

Sæll vinur, til hamingju með nýja húsið. Hvar keyptirðuannars ? Kem heim næstkomandi fimmtudag.

P.S.

Þessi bíll væri fínn í hálendisverkefnið, hægt að hamríettabeintíetta.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 10:55

3 identicon

Og eitt enn, þessi Unimog slær ekki við MAN-inum sem var á austurlandinu í sumar, það er sk græja.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 25.3.2007 kl. 11:00

4 Smámynd: Jón Ragnarsson

http://unicat.net/en/intro.html

Þú meinar þessi? Hélt alltaf að þetta væri custom job, en svo er þetta bara eitthvað fjöldaframleitt kit drasl! :)     

Jón Ragnarsson, 26.3.2007 kl. 00:15

5 identicon

Sæll Gamli og til hamingju með höllina. Kíkti áðan og var að skoða alveg glæsilegt( hvað ætlaru að gera við allt þetta pláss,Steinunn snýst bara í hringi.) 

Kv Heiðar

Heiðar Már (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:21

6 identicon

Ok ég skil. Ég sé hann samt ekki þarna á síðunni Jón. Bíllinn var allur snjóhvítur, splunkunýr TGA bíll, myndavélar um allt, og vökvatjakkar til að stilla hann af ef tjaldstæðið hallar út og suður. Grindin var meira að segja hvít.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 22:59

7 Smámynd: Óttarr Makuch

Til lukku með nýja húsnæðið gamli framsóknarmaður!

Vonandi gegnu fluttningarnir vel og allt komið á sinn stað.

Óttarr Makuch, 29.3.2007 kl. 10:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband