Samferðamenn eður ei......

Ég eyði líklega of miklum tíma á blogg síðum landans.   Mér finst það reyndar ógurlega gaman að lesa marga af þeim pistlum sem hér eru settir inn og sumir bloggarar eru hreinir snillingar.

Þar sem ég hef töluverðan áhuga á pólitík, þá les ég mikið síður þeirra sem annaðhvort deila þeim áhuga eða eru hreinlega í pólitík, og sérstaklega finnst mér gaman að lesa pistla eftir fólk sem er jafnvel á öndverðum meiði við mig í pólitík.

Ég veit ekki hvað það er en einhvernvegin er alltaf skemmtilegra að lesa það yfir heldur en þá sem eru með svipaðar skoðanir og ég.

Eitt gott skemmtilegt dæmi er Bæjarslúðrið hans Björgvins Vals á Stöðvarfirði.  Þessi ágæti maður sem aldrei talar undir rós hefur oft mjög skemmtilega nálgun á hlutina og þó að við séum ekki endilega sammála um allt þá er nánast undantekningarlaust gaman að renna yfir hans pistla.

Kíkið á þetta hjá honum tengillinn er hér til hliðar.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

mánudagsinnlitslúkkskveðja

Ólafur fannberg, 23.4.2007 kl. 10:12

2 Smámynd: Saumakonan

LOL slúðrið hjá Björgvini er oft gaman að lesa já enda ágætis penni þar á ferð.    Datt annars inn á þessa síðu frá öðrum bloggara... er alltaf að sjá fleiri og fleiri sem maður kannast við á bloggsíðum mbl   kv frá kafara/Ice-sar frú á suðausturhorninu

Saumakonan, 23.4.2007 kl. 12:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband