Jibbí jei

Þetta mál er löngu tímabært og ég skil ekki af hverju þetta var ekki komið fyrr.

Nú getamenn farið út að skemmta sér án þess að lykta eins og nýbrunnin tóbaksverksmiðja á eftir.  Ég reyki reyndar sjálfur svona annað slagið og þá einkum þegar ég fer út að skemmta mér en þó að ég þurfi að stíga útfyriri og svæla eina þá tel ég það ekki eftir mér.

Var staddur úti í Kanada í janúar og þar er svona bann við lýði og ekki virtist það nokkrum vandkvæðum bundið að framfylgja þessu, og þrátt fyrir 30 stiga frost þá fór fólk einfaldlega út og reykti ef það vildi og var ekki með neitt múður þessvegna.

Ég á þó von á að það verði eitthvað tuðað hér á skerinu þegar þetta verður tekið upp, allavega er það tilfellið hér á Reyðarfirði á Kaffi Ilm (áður Kaffi Kósý) þar sem nú þegar er bannað að reykja.

Réttur fólks til að anda að sér hreinu lofti er mikilvægari en réttur minn til að menga mig og mitt nánasta umhverfi.


mbl.is 75% landsmanna hlynntir reyklausum veitingahúsum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Arnfinnur Bragason

Eiður hættu  bara að reykja eins og ég og þá þarftu bara ekkert að spá í þetta frekar

Arnfinnur Bragason, 27.4.2007 kl. 23:07

2 identicon

Þetta verður sko algjör lúxus.

Hilmar Ingi Ómarsson (IP-tala skráð) 28.4.2007 kl. 13:14

3 identicon

Eiður þú getur líka gert eins og pabbi gamli......hann hætti að reykja sama dag og hann var keyrður niður! Það má alltaf prófa það hahaha. En án gríns þá er frænkan í höfuðborginni sem ,,leit" alltaf upp til stóra frænda svolítið í sjokki yfir því að þú skulir stunda slíka óhollustu á öldurhúsum Reyðfirðinga.

Kv. Fríða frænka

Svanfríður (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 23:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband