15.8.2006 | 15:51
Mótmælendur
Já er það ekki aðalumræðan þessa daganna, mótmælendur, eða hvað?
Nýjasta afrek þessa villuráfandi fólks var að loka Valla og félaga á Hönnun inni líklega í þeim eina tilgangi að komast í fréttirnar, eða kanski að þeir hafi ætlað að loka bæjarskriftsofum Fjarðabyggðar og beygt vitlausa leið þegar á aðra hæðina var komið.
Ég veit ekki, en samt einhvernveginn finnst mér að það sé verið að mótmæla á vitlausum stað og/eða á vitlausum tíma. Ég hefði talið að þetta ágæta en illa upplýsta fólk ætti að setja upp mótmælendabúðir inni í Arnardal á Fjöllum, því að til eru á pappír áætlanir um að sökkva honum en ekki neinar framkvæmdir hafnar, eða við Langasjó því að þar er sama staðan uppi á teningnum, en ekki neitt verið aðhafst enn. Það væri kanski ráð að upplýsa þessa mótmælendur og Íslandsvini um það svo að þeir gætu sett sér markmið sem þeir eiga möguleika á að ná?
En hverjir myndu flytja fréttir af því?? Líklega engin, því að þeim yrði ekki vísað af þessum stöðum, þeir yrðu ekki fyrir neinum og engin hætta á að kastast myndi í kekki milli yfirvalda og þeirra, og því er þetta ekki hentugt í þeim tilgangi að vekja athygli fólks.
Ekki hefur heldur einn né neinn mótmælt Hellisheiðarvirkjun, sem þó er byrjað á og þar á svæðinu eru um 1000 mans að störfum, og orkan fer einnig til álvinnslu og verðið á orkunni er líka trúnaðarmál.
Það er margt skrítið í kýrhausnum þegar hann er sóttur yfir bakkafullan lækinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.