18.8.2006 | 15:21
Athyglisvert......
Ég rakst á könnun sem gerð var af Gallup fyrir stuðningsfólk Sivjar Friðleifsdóttur, um það hvort að Framsókn yrði vænlegri undir stjórn Jóns eða Sivjar.
Meirihluti þeirra sem afstöðu tóku og mögulega kjósa Framsókn völdu Siv umfram Jón eða 34% aðspurðra en 12,6% töldu Jón vænlegri. Það styrkir eflaust Siv í sinni baráttu um formannssætið og einnig styrkir það þau ummæli hennar að nauðsynlegt sé nú á þessum tímapunkti að fá kynslóðaskipti í forustu Framsóknarflokksins.
En, það var annað sem vakti athygli mína í þessari könnun, en það var sú tölulega staðreynd að á bilinu 37-65% aðspurðra sögðust ekki myndu kósa Framsókn alveg sama hvort þeirra yrði formaður, og það mætti útleggja á þann veg að Framsókn eigi séns á allt að 30% fylgi í næstu kostningum.
En við sjáum til, hvað laugardagurinn hefur í för með sér og þá skýrast línurnar.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.