Senn líður að hausti.....

Og þegar haustið nálgast kemur veiðihugur í flesta skotveiðimenn, því að þá styttist í það að það megi veiða flest sem hreifist ss gæs og rjúpu.

Sjálfur er að undirbúa það að fara og ná í hreindýrstarfinn minn sem ég vann í happdrætti veiðistjóra í vor og verður það eflaust mikið gaman eins og alltaf þegar farið er á hreindýraveiðar.  Síðan styttist í það að farið verði að rífast um það hvort að rjúnastofnin sé í ástandi til veiða, og bíður maður spentur eftir þeirri umræðu, því að það er nokkuð ljóst í mínum huga að það hlítur að vera þónokkur aukning á rjúpu í ár, því að það hefur viðrað einstaklega vel fyrir rjúpuna í sumar.

Hlýtt og heitt og nánast ekkert vorhret, og ekki hafa skilyrðin verið hagstæðari í fjölda ára til að koma ungum á legg.

En eins og alltaf verða uppi háværar raddir um veiðibann og alfriðun.  Ég held að takmarkanir verði einhverjar en vona að bannið verði ekki algert.

Um gæsina þarf ekki að rífast, þvílíkt er magnið af bæði heiðargæs og grágæs að það hálfa væri nóg, og maður furðar sig á því að það séu ekki nema örfá ár síðan að það átti að setja grágæsina á válista, en það var ekki gert, og hefði þá væntanlega verið allt troðfullt á túnum og móum landsins.

En hreindýrið verður veitt fyrst og líklega á sama tíma verður reynt bæði við grágæs og heiðargæs, en það er gaman að enda góðan dag á hreindýraveiðum með kvöldflugi í gæs......

Góða veiði.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband