4.10.2007 | 05:04
Merkilegur andskoti......
Setti inná bloggsíðun mína fyrir nokkru tengil sem gerir mér kleyft að fylgjast með umferð inná hana, og margt merkilegt hefur dúkkað upp eftir að ég gerði það.
Til dæmis þá hefur síðan fengið heimsóknir frá 19 þjóðlöndum: Íslandi, Færeyjum, Noregi, Danmörku, Ungverjalandi, Kanada, Bandaríkunum, Svíðþjóð, Litháen, Írak, Suður Afríku, Rúmeníu, Þýskalandi, Spáni, Portúgal, Kína, Japan, Belgíu og Ítalíu.
Alveg stórmerkilegur andskoti
En misjafnt er þó hversu lengi viðkomandi heimsækja síðuna, eða allt frá 1 sek uppí 16 mínútur, og meðaltalið er rétt um 2 mínútur.
Það er gaman til þess að vita að einhver skuli nenna að eyða hér heilu korteri, þó að það sé ekki algengt, og vonandi hafði viðkomandi eitthvað gaman af.
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Apríl 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 |
Þýða
- Translation
Nota bene
Trakking
Efni
Færsluflokkar
Tenglar
Bloggarar annarsstaðar
Þeir sem ekki blogga á MBL
- Harpa V
- Steinar Ísfeld
- Púður og peningar
- Björgvin Valur Aldrei undir rós
- Kári Sleðakall
Mínir staðir...
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Eiður. Hvernig seturðu upp svoleiðis tengil?
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2007 kl. 05:19
Google er málið, og það ætti ekki að vera mikið má fyrir þig að finna út úr því. (það vafðist samt töluvert fyrir mér, enda ekki mikill tölvumaður)
Eiður Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 06:10
Þetta er ekki nógu ljóst fyrir mig -gúggla hvað?
María Kristjánsdóttir, 4.10.2007 kl. 08:01
Ég fann extreme tracking og náði mér í fría útgáfu en er ekki alveg að skilja þetta með Code.... hvar eg á að setja hann og hvort ég vil hafa "no frames" eða "use frames".
Gunnar Th. Gunnarsson, 4.10.2007 kl. 11:50
Tja... ekki get ég sagt að ég stoppi hérna í korter, en ætli ég nái ekki meðaltalinu og stoppi hérna í um 2 mínútur, næstum því daglega
Þórður Vilberg Guðmundsson, 4.10.2007 kl. 14:47
Það sem þarf að gera er að stofnan síðu hjá google og þar getur maður fundið link sem þarf að copya inná þína síðu, til þess að gera það þarf að copya linkin fara síðan inn á síðuna þína í HTML ham og pastea linkin í síðuna eins og þú værir að fara skrifa nýtt blogg.
Einhvernvegin svona tókst mér að fá þetta til að virka, en ekki fyrr en eftir mikil heilabraot.
Eiður Ragnarsson, 4.10.2007 kl. 23:55
Ólafur fannberg, 5.10.2007 kl. 00:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.