Eitt sinn....

Var ég eldheitur stuðningsmaður þess að áfengi færi í matvöruverslanir, eða bara í allar verslanir sem vildu. 

En ég er það ekki lengur.

Mikil breyting hefur orðið á ÁTVR síðan ég var þessarar skoðunar og það er fyrst og fremst þessvegna sem ég er ekki hlyntur því að þetta fari í allar almennar búðir, og einnig er það vegna þess að ég bý á landsbyggðinni og sé fyrir mér minna vörúrval og skerta þjónustu verði þetta frumvarp að veruleika.

Skoðum málið aðeins....

Ef við tökum út aðgegnis tökin, þ.e. að aukið aðgengi valdi auknum skaða þá stendur eftir fullyrðing frumvarpssmíðenda að þetta auki þjónustu og tryggi lægra verð.

Eflaust lækkar verðið eitthvað en hvað kostar þetta að öðru leiti??  Ef við tökum staði eins og Reyðarfjörð, Fáskrúðsfjörð,  Djúpavog Norfjörð, Seyðisfjörð og Egilsstaði fyrir, en allir þesir staðir eru með verslun frá ÁTVR í dag,þá þýðir þetta minni þjónustu og minna vöruúrval.  Af hverju?

Jú, á minni stöðum eins og þessa sem ég var að telja upp hefur ÁTVR tryggt ákveðið lágmarks vöruúrval í léttum vínum og bjór ásamt því að selja sterka drykki.  Ef t.d. Sparkaup á Djúpavogi mundi höndla með létta vínið og bjórinn, myndi vöruflokkum í þeim tegundum fækka, því að áfengislager er dýr og einungis handfylli af vinsælustu tegundunum standa eftir. 

Því næst myndi ÁTVR loka sinni verslun á staðnum því að ekki borgar sig að halda henni úti ef vinsælustu bjórtegundirnar fást í matvöruverslun staðarins (bjór er með margfalt hraðari vöruveltu en aðrar áfengistegundir og hann er afar stór  prósenta af heildar veltu og sölu ÁTVR)  og því myndu sterku drykkirnir ekki fást nema með gamla laginu, í gegnum póstkröfu.

Þegar "ríkið" væri farið er komin möguleiki fyrir verslunina að hækka álögur á þær fáu tegundir sem eftir sitja og þá sjá allir hvaða vítahring við erum komin í.

Eflaust lækkar verð þar sem samkeppnin er mest og eflaust eykst vöruúrval þar sem fólkið er flest, en ekki annarsstaðar

Þannig að það er mín skoðun að þetta frumvarp er tímaskekkja, því eftir að ÁTVR breytti stefnu sinni og fór að fjölga vínbúðum þá hefur þjónustan verið til fyrirmyndar og verðið það sama hvort sem um er að ræða Reykajavík eða Reyðarfjörð.

Svo má einngi benda á það að áfengi er nú þegar í matvöruverslunum t.d. á Djúpavogi og í bensínstöðvum t.d. á Seyðisfirði.  Meira að segja er hægta að versla útivistarfatnað og áfengi nánast í sömu verslun, á Reyðarfirði og Norfirði.

Það er engin þörf fyrir þetta frumvarp......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Eyvindarson

Ég er hjartanlega sammála þér. Það er nákvæmlega þetta sem mun gerast. Ég er á því að ÁTVR eigi að opni fleiri og flottari búðir, með betra úrvali en er í dag - og vera stolt af því að selja vín og græða á því!

Heimir Eyvindarson, 11.11.2007 kl. 19:15

2 Smámynd: Jón Ragnarsson

Ég sé ekki að verslanir munu sætta sig við 5-10% álagningu á áfengi... hmhm?

Svo kemur Bónusbjórinn... :)     

Jón Ragnarsson, 11.11.2007 kl. 23:41

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ég var nú bara einfaldur ungur sveitalubbi þegar kvótakerfið var sett á, og leiddi ekki mikið hugan að þvi.  Mokaði bara flórinn og hirti heyið eins og fyrir mig var lagt af foreldrum mínum.

Þetta verður því miður tilfellið þegar að þessu kemur, en stuttbuxnadeild Sjálfstæðismanna er slétt sama um hinar dreifðu byggðir, ég hef grun um það að þeir vilji helst leggja þær af.

því miður....

Eiður Ragnarsson, 13.11.2007 kl. 13:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband