Kosningar

Nú fer að líða að því að það verði komin mynd á lista flokkana fyrir næstu alþingiskosningar, og það verður gaman að fyrlgjast með því hvernig þetta raðast niður.

Reyndar eru fjölmennustu kjördæmin fyrst og hafa auglýsingar frambjóðanda í prófkjörum víða um land verið nokkuð áberandi að undanförnu.  Ég hef svona verið að velta því fyrir mér hvað svona lagað kostar og hver borgar eiginlega brúsan!!  Hvað kostar t.d. heilsíðuaugýsing í Mogganum??  Eru það ekki einhverjir tugir eða hundruðir þúsunda?? 

Er ekki spurning um það að þegar svona lagað er í gangi að allt sé á yfirborðinu hvað varðar styrki og sporslur og kostnað??  Mér finnst það.

Hvernig er hægt að réttlæta kostnað uppá fleiri miljónir við það eitt að ná sæti á lista einhvers framboð í einhverju kjördæmi hér á klakanum, hvernig geta menn varið svona lagað. Er þetta ekki komið út yfir öll velsæmismörk?

Það hefur nú oft verið gagnrýnt þegar flokkarnir standa í sinni kosningabaráttu hversu miklum fjármunum hefur verið varið í baráttuna, en ég held að þetta sé ennþá alvarlegra, því að tengsl við einstaklings eru, hlutarins eðli samkvæmt, mun nánari og styttri heldur en þegar heill flokkur er studdur og að ég tali nú ekki um það ef að sú stefna er viðhöfð hjá þeim sem styrkir að styðja alla flokka jafnt eins og dæmi eru sum að fyrirtæki geri.

Mér finnst þetta vera slæm þróunn, en kanski er ekki svo gott að eiga við þetta, í svona upplýsingavæddu þjóðfélagi eins og okkar.

En engu að síður er gaman að fylgjast með þessum fyrstu kosningaskjálftum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband