Ein mynd segir meira en þúsund orð

Ég villtist inná síðu Ómars Ragnarssonar og sá þar mjög fína myndaseríu af fyllyngu Hálslóns.  Ég er nú bara nokkuð ánægður mað það að þetta skuli  vera documenterað á þennan hátt.

En það var eitt sem sló mig aðeins og það var mynd af fallegu sléttu vatni með Kverkfjöll í baksýn.  Þeir sem ekki þekkja til á svæðinu (meginþorri landsmanna) gera sér ekki grein fyrir því að þarna er um að ræða Grágæsadal sem er í um 14 km fjarðlægð frá verðandi lóni Kárahnjúkavirkjunar.

Ekki það að Ómar megi ekki mynda Grágæsadal heldur er það að myndin var án allrar aðgreiningar frá þeim myndum sem voru sitt hvorum megin við þessa einu en þær voru teknar í Örkinni á Hálslóni.  Þannig að þetta er auðvelt að misskilja ef ekki er til staðar staðkunnátta.

Ekki er allt búið enn, því að seinna í skoðun minni á þessum myndum fann ég myndina af Grágæsadal aftur og nú var búið að photoshoppa hana, væntanlega til að auka enn meir áhrifin sem hún átti að valda.

Ekki falllegt að setja inn þessi "þúsund orð" á fölskum forsendum

ShoppaðurGrágæsadalur óshoppaðurÞessi var á undan og önnur svipuð á eftir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Glöggur ertu grágæsabróðir!

En burtséð frá þessu þá hlakka ég til að fylgjast með hættuför þinni, eða eins og titillinn á útkominni bók þinni mun heita, "Svaðilför Sveitamanns til jú, ess end ey"

Ma nema Borat, þó í daglegu tali Harpa.

Harpa (IP-tala skráð) 2.11.2006 kl. 21:40

2 identicon

Mér finnst nú meira athugavert að LV hefur varla tekið einn ramma af þessu sorglega atburð sem tilurð Dauðalóns er,  þrátt fyrir að hafa sett 50 milljónir í kvikmyndun um byggingu virkjuninnar ! Hver er nú hlutdrægur ?

H.Stef (IP-tala skráð) 3.11.2006 kl. 17:55

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Þar erum við sammála Hjalti, þetta hefði átt að vera eitt af skilyrðum umhverfisráðherra eða umhverfisstofnunar að þetta yrði fest að filmu og geymt.

Eiður Ragnarsson, 4.11.2006 kl. 12:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband