Hvenær er "slóði" slóði

Þessu ber að fagna eða hvað???

Það er nú nokkuð ljóst miðað við þennan dóm að ekki er hægt að dæma menn fyrir "utanvegaakstur" á slóðum.  Þetta þýðir það að það má keyra þá slóða sem ekki eru skráðir, þvert ofaní það sem sumir sýslumenn hafa haldið fram.

En hitt ber þó að hafa í huga að skráining slóða og vega þarf að vera betri og skilgreiningu laganna á slóða eða vegi þarf að vera skýrari, því að þeir eru ansi margir slóðarnir sem menn eru að reyna að leggja niður, en samkvæmt þessum dómi er nóg að það sé ummerki um einhverskonar vegaframkvæmd til að heimilt sé að aka um.

Ég er þeirrar skoðunar að þetta verkefni sé mjög brýnt og þetta eigi að framkvæma í samráði við alla hagsmunaaðila, s.s. Vegagerðina, útivistarfólk, jeppamenn, bændur, sveitarfélög og ríki, en allir þessir aðilar eiga að fara í áumana á málini hið allra fyrsta.

Ekki er slóði vegur nema sýnilegur sé


mbl.is Sýknað enn á ný í utanvegaakstursmáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég hef enga athugasemd, en vill bara segja það að ég sé búin að vera hér í smá tíma og "kafa" í blogginu þínu.  

það sem þú skrifar um er mjög áhugavert... I will be back

Gunnar Helgi Eysteinsson, 3.11.2006 kl. 18:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband