Hvað á að gera...

Við íbúðalánasjóð???

Nú er Sjálfstæðismenn komnir á flug ásamt frjálshygguarmi Samfylgingar og ætla að taka íbúðalánasjóð af lífi, eftir ósk "frjálsu" bankana.

Fram að þessu hefur tekist að standa vörð um íbúðalánasjóð, sem hefur tryggt öllum landsmönnum, aðganga að lánsfjármagni á góðum kjörum til að fjármagna húsakaup sín.  Það að breyta því setur nýja íbúðakaupendur upp við vegg, og það sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem viðskiptabankarnir hafa ekki alltaf viljað lána og það mun ekki breytast, þeir koma til með að velja sín veð áfram, eftir því hvað hentar þeim best.

Það verður að standa vörð um þennan sjóð okkar, því nógu erfitt er fyrir ungt fólk í dag að standa straum af kosnaði við sín fyrstu íbúðakaup, nú þegar.

Ég er svo heppin að húsakynni minnar fjölskyldu er fjármagnað af þessari góðu stofnun en ekki bönkunum og því mun ég vonandi njót þeirra góðu kjara sem þar er boðið uppá áfram.

Ég hef áður tjáð mig um þetta mál í öðru samhengi þar sem Sjálfstæðismenn reyna að halda því fram að hækkun fasteignaverðs sé fyrst og fremst íbúðalánasjóði að kenna, en það veit hver einasti maður sem er þokkalega læs að það er fyrst og fremst bönkunum að kenna.

http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/460666/

Nú er mál að linni við verðum að verja sjóðinn með öllum tiltækum ráðum.

 KvER


mbl.is Mikilvægt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband