19.6.2008 | 18:16
Nú éta...
Forsvarsmenn SA það ofaní sig sem þeir hafa verið að prédika undanfarin misseri, að íbúðalánasjóður sé undirrót alls ills, og honum eigi að loka.
Það er alveg ótrúlegt að hlusta á kúvendingu þessara merku manna, en þeir hafa nú viljað kenna íbúðalánasjóði um allt sem aflaga hefur farið í efnahagslífinu, þegar þeir vita betur, en þegja yfir því þunnu hljóði.
Maður gæti haldið að þeir sem hafa prédikað hvað mest um "tímaskekkjuna" íbúðalánasjóð (hinir ýmsu frjálshyggjupúkar) séu illa innrættir og hafi verið að reyna villa mönnum sýn, en ég vil ekki ætla mönnum það, þó að það mætt leikandi túlka það þannig.
Þessar breytingar eru til góðs, en ég velti því fyrir mér hvort að það sé rétt að fara í kaupverð frekar en brunabótamat, ekki viss um að það sé til góða. Ég hefði frekar viljað sjá 90% regluna tekna upp aftur.
Það að fara kaupverðsleiðina, gagnast suðvesturhorninu eingöngu, en 90% reglan hefði gagnast öllum, og því hefði hún verið mun betri. Það er nú nefnilega þannig að það er einungis á Torfunni sem að brunabótamat er lægra en markaðsverð og það er einungis vegna þess hvað lóðir eru dýrar þar, en þa landsbyggðinni er markaðsverð í bestafalli það sama og brunabótamat og því er þessi regla ekki að nýtast þar.
Þannig að þrátt fyrir þessar jákvæðu breytingar þá er íbúðalánasjóður nú í fyrsta skipti í sögunni að mismuna fólki eftir búsetu og það er frekar neikvætt.
En kúvendingin er alger, Sjálfstæðismenn og aðrir frjálshyggjuforkólfar eru búnir slá undan vindi og sigla nú með byr í bakið og slá sér á brjóst um það hvað þeir séu nú snjallir að kveikja á perunni um mikilvægi þessarar lánastofnunar.
sjá nánar hér:
http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/460666/
Breytingar á Íbúðalánasjóði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:21 | Facebook
Athugasemdir
Heyr, heyr
Heimir Eyvindarson, 30.6.2008 kl. 22:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.