27.11.2006 | 09:40
Jólin, jólin, allstaðar......
Ekki eru nú nema u.þ.b. mánuður til jóla og verða þau mætt á svæðið áður en maður getur sagt Geithellnahreppur.
Ég hef heitið sjálfum mér því í mörg ár í röð að "missa" mig ekki í jóladæminu og ég ætla að gera það líka núna, en reyndar hefur árangur af þessu heiti verið frekar misjafn á undanförnum árum. En nú skal það ganga, það verður ekki "offjárfest" í jólunnum þetta ár það er á hreinu.
Ekki má samt miskilja mig þannig að ég sé með eitthvað antípat á þessari ágætu hátíð, síður en svo, en það er bara orðið þannig að þetta er eiginlega meiri hátíð verslunareigenda en eitthvað annað, og það er miður.
Reyndar held ég að hátíðinn verði ánægjulegri ef minna er fjárfest því að þá verða áhyggjurnar bara minni af því hvernig á að standa skil á því sem fjárfest er í. Þetta á að snúast um eitthvað annað en linnuluausar verslunarferðir gjafaflóð og máltíðir sem fara yfir öll mörk velsæmdar í magni og úrvali.
Gleðileg jól
Meginflokkur: Dægurmál | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:45 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.