Nokkur atriði til athugunar.....

Ég get ekki slitið mig frá þessu, það er bara ekki hægt.  Ég var búinn að heita sjálfum mér því að lesa ekki þessa "grein" í EkkiFréttablaðinu, en ég bara varð. 

Og hvað er svo nefnt til sögunar sem veldur því að staðir eru "Krummaskuð"? Förum aðeins yfir það:

1. Slagsmál og ofdrykkjupartí í heimahúsi með öllum mögulegum og ómögulegum uppákomum.

2. Blóðug slagsmál vikulega, þjóðaríþrótt.

3. Bæjarbúar með sérmálýsku.

4. Úthverfi frá Krummaskuði er eitthvað verra en það?

5. Maður neyðist til að keyra þarna í gegn en það er ekkert sem biður mann um að stoppa.

6. Mér leið ógeðslega illa þarna, viðbjóður.

7. Það er þrúgandi dapurleiki yfir þessum stað.

8. Ameríkst en samt sveitó.

9. Þetta er að breytast úr klassísku sveitaþorpi í "wannabe" stórborg og fólkið hagar sér eftir því.

10. Í hvert einasta skipti sem keyrt er þar framhjá eða í gegn spyr maður sig "afhverju býr fólk hérna"

Kannast einhver við þessa lýsingu?  Um hvaða einn stað á landinu gæti hún átt við??  Ég meina einn staður sem hefur allt þetta og meira til hlýtur að vera Krummskuð dauðans svo ekki sé meira sagt eða dýpra í árina tekið.  Við getum bætt einhverju við, eigum við að gera það?

11. 90% af þeim sem vinna þarna í fiskvinnslu eru útlendingar.

12. Hvergi á byggðu bóli á íslandi eru fleiri undir fátæktarmörkum (þó miðað sé við höfðatölu)

13. Glæpatíðni sú hæðsta á landinu. (þó miðað sé við höfðatölu)

14. Biðlistar, eftir allri félagslegri þjónustu, leikskólum ofl hvergi lengri en þar. (þó miðað sé við höfðatölu)

15. Niðurnýddar og ónýtar byggingar hvergi fleiri. (höfðatölureglan enn viðhöfð)

16. Gjaldþrot fyrirtækja hvergi fleiri. (enn miðum við við höfðatölu)

Og svona mætti lengi telja en ég nenni bara ekki að standa í því lengur, það hljóta allir að sjá orðið um hvaða stað á landsbyggðinni ég er að tala, að sjálfsögðu Reykjavík, eða Borg óttans

Hvernig var þetta með bjálkan og flísina, eða fá menn svona bjagaða sjón af of mikilli kaffhúsasetu í 101 Reykjavík.......????


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Ragnarsson

hehe eiður aðeins svekktur yfir því að Reyðarfjörður er í 1. sæti en Djúpivogur er ekki einu sinni á blaði.  Hefðir aldrei átt að flytja frá Congo kallinn 

Óskar Ragnarsson, 29.11.2006 kl. 23:19

2 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Elsku kallinn minn!!  Ég hef aldrei (og mun aldrei) líta á okkar heimaslóðir sem Krummaskuð, ekki frekar en Reyðarfjörð eða nokkurn annan stað.

Það sem fór mest fyrir brjóstið á mér voru lýsingar þessa ágæta fólks á þessum ágætu stöðum sem um ræddi, og sú staðreynd að einhverjar af þessum lýsingum geta átt við hvaða stað sem er, það fer bara eftir því hver lýsir viðkomandi stað. 

Það að búa í 101 gefur þér ekki rétt til að tala illa um Raufarhöfn eða Reyðarfjörð og það er líka frekar aumt að dæma stað eftir einni heimsókn eða tveim.

Fannst þeár gaman að búa í Reykjavík??

Eiður Ragnarsson, 30.11.2006 kl. 09:38

3 Smámynd: Óskar Ragnarsson

niiii það fannst mér ekki gaman.  Og mér fannst nú menn sýna mikla fáfræði í þessum lýsingum eins og einn benti t.d. á að þegar moldarrokið myndi bætast við Reyðarfjörð að þá yrði það enn meira krummaskuð.  Hann hefur þá væntanlega verið að meina moldrokið frá fjöruborði Hálslóns.  Er Hálslón á Reyðarfirði?   

Óskar Ragnarsson, 30.11.2006 kl. 20:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband