Peninga meninga..

Já hvar á að taka þessa peninga??  Það er von að Jóhanna spyrji..

Hmmm látum okkur sjá, hvort er léttara fyir mig sem meðaljónin, að borga fáheyrðar og glæpsamlegar verðbætur til banka eða sjóða sem eru í eigu ríkisins, eða aðeins hærri skatta, þar til ég hrekk uppaf????

Ég er ekki í vafa.

Einnig má velta því fyrir sér hvort að það sé nokkuð þörf á því að finna peninga í þetta, þetta er einungis lleiðrétting á fáheyrðum verðbótum, sem nú eru búin að hækka mitt íbúðalán um 4 miljónir á 3 árum, þrátt fyrir það að ég sé búinn að borga um 3,6 milljónir á þessum þremur árum inn á sama lán...   Er það ekki rán ég bara spyr??

Framreiknað má búast við því að þetta lán mitt sem var 18 milljónir, (en ég fékk aldrei að sjá nema 17,3 því ríkið slatta í skatt og fyrirframgreidda vexti) endi í milli 80 -100 milljónum, þegar upp verður staðið..

Þá finnst mér nú ekki mikð þó að þessi leiðrétting komi til......

Ég held að Samfylking og Jáhanna séu bara súr yfir því að hafa ekki hugkvæmst þetta á undan Framsókn, og því prétiki þau sem harðast gegn þessu.....

Og hananú


mbl.is Hvar á að taka þessa peninga?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Einnig má velta því fyrir sér hvort að það sé nokkuð þörf á því að finna peninga í þetta, þetta er einungis leiðrétting á fáheyrðum verðbótum, sem nú eru búin að hækka mitt íbúðalán um 4 miljónir á 3 árum, þrátt fyrir það að ég sé búinn að borga um 3,6 milljónir á þessum þremur árum inn á sama lán...   Er það ekki rán ég bara spyr??

Þarna hittirðu nefnilega naglann á höfuðið. Það þarf enga peninga í þetta. Lánadrottnar íslenskra fjármálastofnanna eru svo gott sem búnar að afskrifa þessi lán til Íslendinga. Eina ástæðan sem virðist vera rökrétt fyrir því að ríkisstjórnin segir nei við þeirri niðurfærslu sem þörf er á er að einhver ætlar sér að hirða mismuninn á afskriftum erlendra lánastofnanna og almennings á Íslandi. Næstu eigendur bankanna munu fá fullar hirslur fjár upp í hendurnar.

k (IP-tala skráð) 2.3.2009 kl. 19:10

2 Smámynd: S Kristján Ingimarsson

Það má líka minna á að einhverjir lofuðu að slá skjaldborg um heimilin, þarna er tækifæri til þess.  Voru ekki skuldir gömlu bankanna færðar yfir í þá nýju með 50% afslætti, það ætti þá að vera að finna þessi 20% hjá íbúðalánasjóð líka.

S Kristján Ingimarsson, 2.3.2009 kl. 22:28

3 Smámynd: Offari

Framsókn virðist vera eini flokkurinn sem leitar að lausnum.

Offari, 3.3.2009 kl. 00:18

4 identicon

Og ótrúlegt en satt virðist Framsókn vera eini flokkurinn sem kann að reikna út staðreyndir í stað þess að þrasa um huglægt mat.  Eygló Harðar útskýrir þetta hér. Væri svo ráðlegast að ráða fyrrum fjármálasnillinga að koma þessu í framkvæmd. Þeir kunna að breyta 50 kalli í 100 kall þrátt fyrir að vera með 20 kall í höndunum.

Einar Áskelsson (IP-tala skráð) 3.3.2009 kl. 08:23

5 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Kjarninn í þessu hjá þér Eiður er að það er helsti dragbítur þjóðarinnar í dag að stjórnmálamönnum, Framsókn og öðrum, tekst ekki að hefja sig yfir eiginhagsmuna- og framapot og taka bestu ákvarðanirnar og þróa þær eins hratt og auðið er. Það eru allir að hugsa um rassgatið á sjálfum sér en ekki að koma þjóðinni úr briminu, heldur að NOTA brimið sem þjóðin er í til að koma SJÁLFUM sér áfram, með örfáum stökum undantekningum reyndar!

Framsókn er með góða punkta, eins og þú bendir á en sömuleiðis Samf. VG og Sjallinn. En framar þeim ÖLLUM stendur fólkið í landinu sem hefur komið með ógrynni frábærra lausna og nýjunga á undanförnum mánuðum og góðir stjórnmálamennirnir hinna nýju tíma mundu beisla þessa gríðarlegu orku sem í þjóðinni býr og mynda flokka úr hæfasta fólkinu - óháð pólitík - og láta það sjá um að rétta kútinn. Sérðu fyrir þér hundruðir þverpólitískra hópa vera úthlutað málaflokki til að leysa og hendast í þá? Keyra þjóðfélagið áfram á SCRUM aðferðafræðinni og leiðarljósið væri gegnsæi, samvinna og kraftur. Það stendur ekkert í vegi fyrir svoleiðis orku.

Rúnar Þór Þórarinsson, 3.3.2009 kl. 15:28

6 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Já ég er að hluta til sammála þér Rúnar, en þetta er einmitt aðferðarfræði sem Framsókn er að hluta til að brúka í dag.  Þessar tillögur eru smíðaðar af stjórnmálamönnum Framsóknar og einstaklingum sem ekki eru flokksbundir eða neitt slíkt, heldur fengnir með til að koma með góð ráð. 

Þannig er Framsóknarflokkurinn búinn að vera að vinna síðan honum var valin ný forusta.

Og ég minni á að stjórnmálaflokkur er ekkert annað en fólkið sem í honum er, og þegar umbylting verður í stjórnmálaflokki jafn gömlum og rótgrónum og Framsókn er, er óhjákvæmilegt að það verði breytingar og í okkar tilviki til hins betra.

Við létum flokksræðið stjórna alltof lengi, við vorum óánægð en höfðum ekki kjark til að taka á málunum og því er Framsókn með þennan stimpil á sér að vera bara í "eiginhagsmunapólitík" en ég fullyrði að svo er ekki.

Það má vel vera að einhver geti fundið það út að þessar tillögur framsóknar gagnist þeim best sem skulda mest, en það á að sjálfsögðu að vera þak á þessum niðurfellingum og grunnhugsuninn er að þetta nýtist Gunnu og Jóni sem best.  Ég veit það að þessar tillögur gagnast mér vel og flestum þeim sem hér búa í minni götu, hér er fólk sem fjárfesti , að það hélt nokkuð skynsamlega með hógværum hætti, hér er ekki um neinn flottræfilhátt að ræða eða offjárfestingu, heldur venjulegt fólk sem er fórnarlaömb óréttlátrar verðtryggingar eins og ég rak hér að ofan.

Þessi niðurfærsluleið er sanngjörn leiðrétting en engin ölmusa, tölurnar hér fyrir ofan eru sannar og réttar.

ég finn það bara á minni buddu að hringurinn þrengist, afborganir eru að keyrast upp og það er farið að verða lítið til skiptana, því að fyrir einungis ári síðan gekk þetta fínt, en nú þarf maður að telja allar krónur, og ég veit að svo er um fleiri en mig.

Eiður Ragnarsson, 3.3.2009 kl. 17:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband