Atkvæðakaup...

Mikið hefur verið talað og skrifað um meint mútur Alcans í hafnafirði í formi jólagjafar, en Alcan sendi einhverjum útvöldum Hafnfirðingum disk með Bo í jólagjöf.

Einhverjir litu á þetta sem tilraun til að kaupa atkvæði þeirra þegar að því kæmi að greiða atkvæði um stækkun álversins í Straumsvík.  Ekki veit ég hvort að þessi ágæta gjöf hefur nokkur áhrif á ákvarðanatöku viðkomandi Hafnfirðinga, en ef maður hefur fylgst með fréttum, þá virðist það vera að andstæðingar stækkunar séu falir fyrir einn skitin geisladisk.

Ég skil ekki fjaðrafokið í kringum þetta mál, ég hefði reyndar ígrundað það alvarlega að skila diskinum, en bara vegna þess að mér finnst Bo frekar lítið skemmtilegur.   En að skila honum og vegna þess að hann geti verið túlkaður sem mútur, ekki hvarlað að mér eitt augnablik.

En þarna er kanski komin góð aðferð fyrir okkur Framsóknarmenn til að forðast þá útrýmingu sem flestir spá okkur (sem ég hef reyndar ekki trú á) kaupum bara slatta af geisladiskum og sendum á kjósendur, þeir hljóta þá að kjósa hina örlátu gefendur.

Þykir ykkur það trúlegt að að virki???

Nei ekki mér heldur.

Það er sagt að allt sé falt fyrir rétta upphæð, en ég efast um að rétt upphæð fyrir atkvæði um álver sé Bo og Sinfónían.......

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kynntu þér stækkunarmálið á www.alcan.is og www.solistraumi.org

Kveðja,

Siggi Dodda

Siggi Dodda (IP-tala skráð) 7.1.2007 kl. 22:42

2 identicon

Ég held að það þess vert að prófa,getur varla versnað tala nú ekki um ef við setjum á diskinn allt sem áorkað á síðasta kjörtímabili, ekki virðist sem fólk taki almennilega eftir því.

kveðja G.Briem

Gísli Briem (IP-tala skráð) 8.1.2007 kl. 10:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband