Þetta er...

Eitthvað sem menn hafa oft talað um, landnám fyrir landnám.

Örnefni hér fyrir austan, s.s. Papey og Papós, hafa verið hér til að kynda undir þessar sögur, eins Rómverskir peningar og glerperla sem afi minn fann í Djúpabotni við uppeldisbæ minn Bragðavelli.

Það er líka vert að hafa í huga að þær bækur sem fjalla um landnámið eru skrifaðar töluvert eftir landnám, (þ.e. hið opinbera landnám) og það má líka benda á það að að Ísland var ásamt þessum sögum numið á 70 árum, sem verður að teljast mjög stuttur tími til að fullnema land sem okkar.

Mjög líklegt má telja að hér hafi verið fólk til staðar fyrir landnám og það hafi samlagast hinum nýju norrænu landnámsmönnum með og án valds.  Það er bara einfaldlega rökrétt að álykta sem svo ef að örnefni, sögur og ýmislegt annað er skoðað.

Það að ekki finnist hér mikið af fornleifum sem staðfesti þetta er ekki skrýtið, húsakostur, og annað í þeim dúr ekki til þess fallið að standast tímans tönn, íslenskur jarðvergur er súr, og þvi varðveitist illa það sem í honum lendir.  Eitt atriði enn er það að ísland er eldvirkt og mikið hraun runnið víða á síðustu 2000 árum og eitthvað hefur afmáðst þar og með öskufalli sem því fylgdi.

Menn eiga að taka svona tíðindum fagnandi og leggjast í meiri vinnu við að aldursgreina þetta allt, það þarf ekki að breyta þeim ártölum sem við notum til að fagna tímamótum í okkar sögu, á það er komin ákveðin hefð og henni þarf ekki að breyta ekki frekar en þeir sem í Ameríkuhrepp búa hætti að halda upp á sinn Kólumbusardag.

Ég er alveg viss að það mætti fagna 2009 ára byggð á Íslandi og það hafi jafnvel átt sér stað enn fyrr en það, en ég get ekki rökstutt það með neinu haldbæru, mér finnst það bara....

Sennilega erum við mun eldri þjóð en við höfum hingað til talið.


mbl.is Var Ísland numið 670?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég held að stofni innfæddra hafi verið eytt í Njálsbrennu.

Offari, 4.11.2009 kl. 19:27

2 Smámynd: Rúnar Þór Þórarinsson

Er ekki miklu skemmtilegra að þrjóskast við og þverneita að hér hafi verið fólk áður heldur hafi Íslendingasögurnar 100% rétt fyrir sér?

Annars hef ég alltaf verið þeirrar skoðunar að sögurnar séu aðeins leiðbeinandi um sannleikan, skrifaðar löngu eftir að atburðirnir eiga sér stað. Það er ekki sérlega mikil nákvæmni í tveggja alda gömlum sögum sem hafa ekkert nema munnlega geymd til að styðjast við. Íslendingasögurnar og Snorra-Edda, biblía okkar íslendinga, er kannski verulega mikið nærri sannleikanum en gyðingaskáldsagan en ég held að allir skýrtþenkjandi menn taki þeim með verulegum fyrirvara.

Saga landsins verður enn áhugaverðari fyrir vikið hafi menn búið hér etv. hundrað árum lengur en við áður héldum.

Rúnar Þór Þórarinsson, 21.11.2009 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband