Ég vona bara....

.......að þeim takist að snúa þessum þjófnaði ríkisvaldsins við og að yfirvaldið virði þann eignarrétt sem sumum landeigendum hefur tekist að sýna fram á að sé til staðar.

Það er reyndar alveg með ólíkindum hvað okkar yfirvaldi er það tamt að hirða hluti án þess að gera rétt við þá sem eiga þá.   Þjóðlendudæmið er einmitt eitt þessara mála, og það hefði nú verið mun heillavænlegra fyrir þjóðlendunefndina að leggja fram einhverskonar drög og auglýsa eftir athugasemdum áður en´farið var í það að setja þetta niður á pappír endanlega.

Einnig má benda á Landsvirkjun í þessu sambandi, það er ekki til fyrirmyndar að það skuli ekki að þurfa að leyða til lykta deilur um bætur fyrir framkvæmdir áður en þeim er lokið, t.d. á Jökuldal þar sem landeigendur fara fram á 90 miljarða í bætur, eða ölluheldur í greiðslur fyrir vatnsréttindi.  Það er þó spurning í mínum huga hvort að sú krafa er réttmæt, en það er ekki aðalatriðið í þessu samhengi heldur að gengið sé frá málinu.

Einnhver hélt því fram að bændur sem missa fjós sitt við virkjun Urriðafoss í Þjórsá, og að fulltrúar Landsvirkjunar hefðu sagt viðkomandi bónda að hann gæti sótt bætur í gegnum dómskerfið.

GÆTI SÓTT BÆTUR Í GEGNUM DÓSKERFIÐ!!!!!!!!!!!!!!

Hvað er eiginlega í gangi hér?????  Ef að sagan er sönn, þá er eitthvað meira en lítið að.....  Það skiptir engu máli hvort ég eða aðrir eru með eða á móti virkjunum, það hljóta allir að vera á móti svona vinnubrögðum, hvort sem það er Landsvirkjun, Landsnet, Vegagerðin, Þjóðlendunefnd eða einhverjar aðrar stofnanir sem eiga í hlut.


mbl.is Landssamtök landeigenda stofnuð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Sammála þér. Ríkisstjórnin á að hafa vit á því að slaufa þjóðlendudæminu. Og hættu ekki, Eiður, að minna á þetta mál í fjölmiðlum.

Jón Valur Jensson, 10.1.2007 kl. 03:30

2 identicon

ég segi að ríkið á að taka sig til og þjóðnýta (held það sé orðað svona) allar jarðir á íslandi og leyfa svo ábúendunum að nýta jarðirnar samt áfram til búskapar. Það virðist vera að menn sjái pening í öllum þúfum og melum bara ef það á að leggja veg. það sama er með vatnsréttindi. ég bara skil það ekki afhverju t.d. bændur á jökuldal þurfi að fá bætur fyrir vatn sem hættir að renna framm hjá þeim! bara afþví bara því það er búið að renna þarna um í 100þúsund ár merkilegt. svona mætti lengi telja...

einingarnar komu í gær svo nú er bara að fara að láta til sín taka

kv. ingi

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 23:27

3 identicon

ég segi að ríkið á að taka sig til og þjóðnýta (held það sé orðað svona) allar jarðir á íslandi og leyfa svo ábúendunum að nýta jarðirnar samt áfram til búskapar. Það virðist vera að menn sjái pening í öllum þúfum og melum bara ef það á að leggja veg. það sama er með vatnsréttindi. ég bara skil það ekki afhverju t.d. bændur á jökuldal þurfi að fá bætur fyrir vatn sem hættir að renna framm hjá þeim! bara afþví bara því það er búið að renna þarna um í 100þúsund ár merkilegt. svona mætti lengi telja...

einingarnar komu í gær svo nú er bara að fara að láta til sín taka

kv. ingi

Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 10.1.2007 kl. 23:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband