Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

Skuldasöfnun.....

Af annara völdum, er eitthvað sem við upplifum flest.

Ekki það að ég hafi verði í ábyrgðum fyrir einhvern og engin neyddi mig til að taka lán, en engu að síður er hluti af minni skuldasöfnun eitthvað sem ég get ekki stjórnað, það er á hreinu.

Við hjónin keyptum okkur hús, og það er nú s.s. ekki í frásögur færandi, en til þess að geta keypt þá seldum við eldra hús og mættum mismuninum með lántöku, en það er nú svona eins og kaupin gerast á eyrinni.

Við tókum 18 miljónir að láni hjá íbúðalánasjóði og mér reiknast til að fyrir utan stimpilgjöld og lántökugjöld, þá séum við búin að greiða litlar 1.260.000.- kr af þessu láni. Tólfhundruð og sextíu þúsund eða eina miljón tvöhundruð og sextíuþúsund.

Það er nú s.s. í lagi, við vissum alveg að það yrði nú að borga af þessari skuld sem stofnað var til og ekki er ég að kvarta yfir því.

En, og það er stórt en, þegar mér var litið á greiðsluseðilinn sem kom núna síðast inn um lúgina þá er lánið sem í upphafi var 18.000.000.- átján miljónir komið í 19.996.796.- nítján miljónir níuhundruðníutíu og sex þúsund og sjöhundruð níutíu og sex.-

Hvað á þetta eiginlega að fyrirstilla?? Mér er spurn..

Við erum búin að greiða yfir milljón en skuldum 2 milljónum meira!!!!!!

Þetta er náttúrulega bara svívirða af versta tagi.. ætli að það endi ekki með því að síðasta afborgunin sem verður eftir um 40 ár verði svipuð og upphafslánið var 18 miljónir ???

Það stefnir að minnsta kosti í það!!


Snilld... Snilld gargandi snilld...

Fórum nokkrir félagarnir á fjöll í gær á nokkrum sleðum, til að nota nú síðasta snjóinn.  Hitin var nálægt 20° og sólin skein í heiði, þannig að þetta var alveg hreint snilldardagur.

Ferðinni var heitið með dyggri leiðsögn Kjartans í Áreyjum, eins og hann er oft kallaður, fyrst á Kistufell og þaðan á Hádegisfjall.

Ég tók eitthvað af myndum en hefði átt að taka meira, en stundum gleymir maður sér bara við aksturinn því það er svo agalega gaman.

Smellti inn myndum af þessu á vefalbúmið mitt:

Sleðaferð á Kistufell og Hádegisfjall

Iss...

Bara 106 yfirvinnutímar í einum mánuði, það hljóta fjölmargir íslendingar geta toppað það nokkuð vel. 

Miðað við hefðbundin vinnutíma (um 180 klst á mánuði.) gerir þetta samtals 286 klst. sem þýðir 13 klst á dag og þá er ekki unnið um helgar.  Ef við bætum 4 laugardögum inní dæmið og setju 8 klst á hvern, þá þýðir það rúmlega 11 klst á virkum dögum.

Kannast ekki einhver við það að vinna frá 8- 7 , 6 daga í viku?? eða jafnvel mun meira??

Þetta er svipuð vinna.....

Síðan getum við auðvitað skoðað vertíðartarnirnar þar sem fólk var að vinna frá 6 á morgnana til 8 á kveldin 7 daga vikurnar í kanski 6-8 vikur samfellt, það er mun meira en þetta, eða um 420 klst í mánuði.

En ég er ekki að mæla því bót á nokkurn hátt að menn vinni of mikið, þessu á auðvitað að stilla í hóf eins og öllu öðru

Góðar (vinnu) stundir


mbl.is Toyota sker upp herör gegn vinnuölkum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað á að gera...

Við íbúðalánasjóð???

Nú er Sjálfstæðismenn komnir á flug ásamt frjálshygguarmi Samfylgingar og ætla að taka íbúðalánasjóð af lífi, eftir ósk "frjálsu" bankana.

Fram að þessu hefur tekist að standa vörð um íbúðalánasjóð, sem hefur tryggt öllum landsmönnum, aðganga að lánsfjármagni á góðum kjörum til að fjármagna húsakaup sín.  Það að breyta því setur nýja íbúðakaupendur upp við vegg, og það sérstaklega á landsbyggðinni, þar sem viðskiptabankarnir hafa ekki alltaf viljað lána og það mun ekki breytast, þeir koma til með að velja sín veð áfram, eftir því hvað hentar þeim best.

Það verður að standa vörð um þennan sjóð okkar, því nógu erfitt er fyrir ungt fólk í dag að standa straum af kosnaði við sín fyrstu íbúðakaup, nú þegar.

Ég er svo heppin að húsakynni minnar fjölskyldu er fjármagnað af þessari góðu stofnun en ekki bönkunum og því mun ég vonandi njót þeirra góðu kjara sem þar er boðið uppá áfram.

Ég hef áður tjáð mig um þetta mál í öðru samhengi þar sem Sjálfstæðismenn reyna að halda því fram að hækkun fasteignaverðs sé fyrst og fremst íbúðalánasjóði að kenna, en það veit hver einasti maður sem er þokkalega læs að það er fyrst og fremst bönkunum að kenna.

http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/460666/

Nú er mál að linni við verðum að verja sjóðinn með öllum tiltækum ráðum.

 KvER


mbl.is Mikilvægt skref
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er þetta....

Eru virkilega ekki til neinar gamlar birgðir í landinu þannig að það þarf að líða minnst mánuður áður en að lækkað er???

Þetta er alger nýlunda að það sé bara lækkað strax, tilhneigingin hefur verið að það er hækkað strax og gengið eða heimsmarkaðsverð breytist þannig að það gefi tilefni til hækkunar, en það hefur liðið dágóður tími áður en lækkað hefur verið á sömu forsendum..

En engu að síður er haldið eftir eitthvað af hækkuninni á díselolíu, svona til að vera nú ekki orðnir algóðir, og svo að það komi ekki fram einhver fráhvarfseinkenni....

Batnandi fólki er best að lifa...

Og batnandi olíufélögum einnig....


mbl.is N1 lækkar verð á eldsneyti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjallaferðir......

Þær voru nú fleiri í vetur og hér eru myndir úr annar sem farin var á Flekk í febrúar, á Kollaleyrutind og Grænafell eftri næturvakt í vinnuni.

Það var bara of gott veður til að fara að sofa og færið var draumur í dós fyrir túttujeppa...


Fallegt á fjöllum.....

Það er ekki ofsögum sagt af því að það er gaman á fjöllum, og það er alveg sama hvort farið er akandi á bíl, sleða eða gengið það er alltaf jafn gaman.  ég smellti inn nokkrum myndum af sleðaferð sem ég og nokkrir aðrir fóru nú í apríl, í grenjandi blíðu og frábæru færi...

Smellið á "view album" til að sjá myndirnar í meiri upplausn


Hér mætti...

Mogginn standa sig betur, fréttin er mun ítarlegri á Vísi .is.

Á ekki morgunblaðið fréttaritara í fjórðungnum, mér er spurn??


mbl.is Hringvegurinn lokaður á Möðrudalsöræfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband