Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2009

Nú þegar....

Eru skattar á bifreiðar og önnur ökutæki skattlögð miðað við losun á koltvísýringi..

Eldsneytisgjald það sem lagt er a bensín og olíur er í raun kolefnisgjald, þar sem að þeir bílar sem eyða meiru skila meiru í ríkiskassann.  Það má því segja að yfirvöld á íslandi séu frumkvöðlar í þessum málum, þar sem eldsneytisgjald er búið að vera við lýði svo áratugum skiptir, löngu áður en "grænir" skattar komu inn í umræðuna.

Ég held að Steingrímur og fylgissveinar og konur þurfi nú aðeins að hugsa sinn gang, þar sem að þetta kemur til með að koma enn einu sinni harkalega niður á heimilum i landinu, og allar þær fyrirgreiðslur til fjölskyldna sem boðaðar hafa verið eru horfnar og miklu meira en það, vegna hækkandi skatta.

Einnig er mér minnisstætt að Sigmundur Ernir Samfylkingu fór mikinn í því að tala niður niðurfellingarleið þá sem Framsóknarmenn boðuðu í aðdraganda kosninga, og kallaði hann þá aðgerð "eignarupptöku á eignum landsbyggðarfólks" og vildi meina að landsbyggðin myndi aldrei njóta eins né neins ef að 20% leiðin færi farin.

Það heyrist ekki mikið í honum núna blessuðum drengnum, þegar ljóst er að kolefnisgjald og skattar koma til með að leggjast af meiri þunga á dreifðari byggðir en þéttbýlið suðvestanlands.

Það skortir tilfinnanlega heildarsýn í þennan skattapakka og ég held að sé alveg kominn tími að stíga aðeins út fyrir og horfa á þetta utanfrá, hugsa út fyrir kassann eins og sagt til að fá alvöru yfirsýn yfir hlutina.

Hvað er t.d. stór hluti lána Ríkissjóðs verðtryggður og hvað áhrif hafa vísitöluhækkanir á þann lánapakka.  Hvað má reikna með að neysla dragist mikið saman við hækkun á bensíni um 5 - 10 krónur, og minkar neyslan það mikið að aukið gjald gerir ekkert annað en að þyngja róður heimila...

Það eru fleiri og fleiri svona hlutir sem þarf að skoða frekar en að standa í svona sparðatíningi alla daga.....


mbl.is Mengunarskattur á bíla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Afhverju erum...

Við að fara að byggja nýtt hátæknisjúkrahús.??

Ég skil ekki hversvegna það að slá þessari framkvæmd á frest er ekki ein af sparnaðaraðgerðum stjórnvalda.

Nú setur eflaust einhver í brýnnar, og hugsar að dreifarinn sé nú alveg að missa sig, að bölsótast út í þessa bráðnauðsynlegu og löngu tímabæru framkvæmd....

En horfum á þetta aðeins....

Nú er verið að boða niðurskurðarfagnaðarerindið hægri vinstri, reyndar ekki eins mikið og við ættum kanski að gera, það er jú alltaf erfitt að skera niður, en á sama tíma og það þarf að draga saman í heilbrigðiskerfinu öllu á að eyða milljörðum (mig minnir 50 slíkum) í það að byggja hús sem væntanlega verður erfitt og dýrt að reka, og erfitt að manna einfaldlega því að það þarf að skera niður í öllum rekstri.

Er þetta nauðsynleg framkvæmd í ljósi aðstæðna, en það má búast við því að einhverjir heilbrigðisstarfsenn fái uppsagnarbréf áður en dýfunni er lokið og einhverjir munu hrekjast af landi brott, og ég óttast það (og vona að ég hafi 100% rangt fyrir mér) að það verði jafnvel erfitt að manna allar stöður í núverandi húsi með núverandi aðstöðu, þó að ekki verði ráðist í það að stækka dæmið enn meir með nýju húsi.

Heilbrigðisþjónusta snýst nefnilega ekki um steynsteypu og arkitektúr, hún snýst um fólk, fólk sem sinnir og fólk sem þarf að sinna..

Þetta á að bíða, það má kanski sinna udirbúningi og gera allt klárt, til að hægt sé að hefjast handa um leið og svigrúm verðu til þessm, en nú er rétt að bíða.

Ef tíminn yrði nýttur til undirbúnings, þá myndum við kanski sjá hið ótrúlega gerast þegar ráðist yrði í framkvæmdina..

Hátæknisjúkrahúsið yrði byggt og áætlun um byggingarkostnað myndi standast.....


Já sæll!!

Eigum við að ræða þetta eitthvað....???
mbl.is Hraðbátur á flugi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tíðindarlítið....

Á austurvígstöðvunum, allt mef frekar hefðbundu sniði, nóg að gera í vinnuni og utan hennar eins og vanalega.

Fór niður í Þórðarbúð í kvöld eins og flest mánudagskvöld og sátum þar aðeins yfir bokhaldi og viðgerðum, en eitthvað þarf að klappa Landanum eftir ferð helgarinnar, en það var farið inn í Snæfell með unglingadeildina.

Fór á laugardagin var smá laugadagsrúnt, skrapp til Víkur í Mýrdal til að vera við afmæliskaffi björgunarsveitarinnar þar, og var gaman að sjá að það er gott líf í starfinu þar, þeir á fullu við að endurbyggja og að laga húsið sitt en það verður stórglæsilegt þegar því verður lokið.

Kom við á Höfn hjá tendó og gamla settinu á Bragðavöllum í heimleiðinni, og smíðuðum  ég og foreldrar einhver framtíðarplön í grófum dráttum fyrir fjósið gamla á Bragðavöllum, en það væri hægt að hafa nóg fyrir stafni þarna í sveitinni ef maður hefði meiri tíma.

Stefni á borg óttans um helgina en þar fer fram fulltrúaráðsfundur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og þar er að sjálfsögðu skyldumæting fyrir mig.

 

 


Þetta er...

Eitthvað sem menn hafa oft talað um, landnám fyrir landnám.

Örnefni hér fyrir austan, s.s. Papey og Papós, hafa verið hér til að kynda undir þessar sögur, eins Rómverskir peningar og glerperla sem afi minn fann í Djúpabotni við uppeldisbæ minn Bragðavelli.

Það er líka vert að hafa í huga að þær bækur sem fjalla um landnámið eru skrifaðar töluvert eftir landnám, (þ.e. hið opinbera landnám) og það má líka benda á það að að Ísland var ásamt þessum sögum numið á 70 árum, sem verður að teljast mjög stuttur tími til að fullnema land sem okkar.

Mjög líklegt má telja að hér hafi verið fólk til staðar fyrir landnám og það hafi samlagast hinum nýju norrænu landnámsmönnum með og án valds.  Það er bara einfaldlega rökrétt að álykta sem svo ef að örnefni, sögur og ýmislegt annað er skoðað.

Það að ekki finnist hér mikið af fornleifum sem staðfesti þetta er ekki skrýtið, húsakostur, og annað í þeim dúr ekki til þess fallið að standast tímans tönn, íslenskur jarðvergur er súr, og þvi varðveitist illa það sem í honum lendir.  Eitt atriði enn er það að ísland er eldvirkt og mikið hraun runnið víða á síðustu 2000 árum og eitthvað hefur afmáðst þar og með öskufalli sem því fylgdi.

Menn eiga að taka svona tíðindum fagnandi og leggjast í meiri vinnu við að aldursgreina þetta allt, það þarf ekki að breyta þeim ártölum sem við notum til að fagna tímamótum í okkar sögu, á það er komin ákveðin hefð og henni þarf ekki að breyta ekki frekar en þeir sem í Ameríkuhrepp búa hætti að halda upp á sinn Kólumbusardag.

Ég er alveg viss að það mætti fagna 2009 ára byggð á Íslandi og það hafi jafnvel átt sér stað enn fyrr en það, en ég get ekki rökstutt það með neinu haldbæru, mér finnst það bara....

Sennilega erum við mun eldri þjóð en við höfum hingað til talið.


mbl.is Var Ísland numið 670?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband