Bloggfærslur mánaðarins, september 2009
29.9.2009 | 23:04
Ég held..
Að hann hafi gert þetta áður, en það hafi ekki verið mælt. Þegar hann fór með Topp Gear á Kleifarvatnið, þá var það nálægt 200 metrum...
En honum tekkst þetta, það er ég vissum...
Ætlar yfir 200 metra vatn á jeppanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 21:40
Breyttir tímar...
Kalla oft á breyttar aðferðir. Ég var á fundi í stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær, og meðal efnis á þeim fundi voru umræður um óvirkar einingar innan félagsins.
Í ljósi sögunar má kanski segja að þetta sé eðlileg þróun, en frumkvæði í svona starfi þarf að koma frá grasrótinni, svona hlutum verður aldrei handstýrt.
Í byrjun síðustu aldar voru það sjómannskonur sem höfðu frumkvæði að stofnun Slysavarnarfélags Íslands, og unnu þær mikið og gott starf í því að efla slysvarnir til sjós og möguleika okkar landkrabbana á að breðast við þegar vá var fyrir dyrum. Síðan þegar líða tók á öldina fannst mönnum nauðsynlegt að björgunarstörf væru aðskilin frá slysavarnarþættinum og þá voru björgunarsveitir landsins stofnaðar ein af annari.
Björgunarþátturinn var á hendi björgunarsveita en bakbeinið og stuðningurinn kom frá hinum öflugu konum í slysavarnardeildunum.
Nú er svo komið að slysavarnarverkefnin eru mörg hver orðin sjálfbær og eftirlitsstofnanir hins obinbera, tryggingarfélög og ýmsir aðrir aðilar hafa tekið við slysavarnarboltanum og því hefur hlutverk deildana okkar orðið minna en það var í upphafi, þetta hefur haft þau neikvæðu áhrif að umfang og starfsemi hefur dregist saman umtalsvert og því hafa margar deildir misst þróttinn en á móti hefur björgunarþétturinn eflst til mikilla muna, og víða eru björgunarsveitirnar að sinna slysavörnum einnig.
Því má velta því fyrir sér hvort að það er ekki eðlileg þróun í slysavarnar og björgunarstarfi að þetta sé staðreynd og að við sem í þessum geira erum eigum ekki að taka þessu með stóískri ró þó að starfið sé ekki endilega jafnöflugt og áður, þar sem samstarf um þessa hluti krefst þess ekki lengur að það sé bæði slysavarnardeild og björgunarsveit á staðnum, heldur eitt lið sem mætti kalla björgunar og slysavarnardeildir eða í okkar tilviki hér á Reyðarfirði, Björgunar og slysavernarsveitin Ársól...
En engu að síður á ekki að leggja neitt af heldur leyfa hlutunum að þróast í takt við tíðarandan..
21.9.2009 | 18:23
Það styttist...
í það að menn og konur bregði sér á fjöll, á færiböndum af ýmsu tagi, knúið áfram af misgengismótorum með bensínblandi.
Það hefur reyndar ekki verið algengt að hægt sé að gera mikið fyrir áramót, en þó eitthvað.
En það er heldur ekki langt síðan færiböndin fengu sumarfrí, og sennilega var þeim gefið frí einni til tveimur helgum of snemma...
En hér eru nokkrar myndir úr síðustu ferð vorsins sem farin var um hvítasunnuhelgina eða fyrstu helgina í júní...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2009 | 16:40
Þetta er alveg.....
Bráðnauðsynlegt, að nýta þau tækifæri sem bjóðast til að halda atvinnu uppi.
Virkjanir sem og önnur tækifæri verður að nýta, eigi okkaru að takast að vinna okkur út úr þessu ástandi og, auðvitað, að geta borgað Ice Safe samningana...
En það var eitt annað sem sló mig í gær, þar sem farið var yrir hrunadansin í fréttum Stöðvar 2. En þar var rætt um útlán bankana til eignarhaldsfélaga ýmissa misvitra manna.
En lán bankana til eignarhaldsfélaga voru rétt fyrir hrun, 1.700.- Milljarðar, lán bankana til fasteignakaupa á landinu öllu voru á sama tíam um 600.- milljarðar..
Sennilega verður bróðurpartur þessara 1.700.- milljaraða afskrifaður af því að veð eru ýmist ónýt eða ekki til, en á sama tíma verður engin miskun í því að rukka sauðsvartan almúgan um hans lán sem eru með eihverjum veðum, í íbúðarhúsnæði viðkomandi.
En það var eitt enn sem ég hefði viljað koma hér að, en það er sú staðreynd að samtals fengu heimili og eignarhaldsfélög lánaða 2.300.- milljarða til framkvæmda og kaupa ýmiskonar, en á sama tíma var verið að framkvæma hér hjá okkur fyrir austan, fyrir litla 300 miljarða (sennilega nær 250 miljörðum) og þeirri framkvæmd er samt af sumum misvitrum einstaklingum kennt um allt sem aflaga fór.....
Menn verða nú að setja hlutina í samhengi... Andskotinn hafi það....
25 milljarða stórvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 02:33
Hvað með....
Norfjarðargöng??
Því var lofað í aðdraganda framkvæmda á Austurlandi að innviðir samfélagsins yrðu styrktir. Lítið hefur veriðo staðið við af því nema hvað það er búið að endurbæta veginn um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
Nú þarf að efna þau loforð sem gefin voru og ganga í það að klára göng milli Eskifjarðar og Norfjarðar, til að gera þar greiðar heilsárssamgöngur að veruleika, eitthvað sem Austfirðingar hafa beðið eftir í fjölda ára.
Ekki bara það að þetta tengi Norfjörð við Reyðarfjörð vegna atvinnu, heldur er þetta einnig nauðsynlegt til að nýta þá miljarða fjárfestingu sem liggur í Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands á Norfirði.
Löngu tímabær framkvæmd sem er arðbær langt umfram nýjan landsspítala og Vaðlaheiðargöng, sem hafa engan tilgang nema að stór atvinnuppbygging verði á Húsavíkursvæðinu.
Það yrði í hæsta máta órökrétt að leggja pening í Vaðlaheiðargöng nema það verði farið í uppbyggingu í stóriðju á Húsavík....
Samkomulag um Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 10:00
Hversvegna í ósköpunum....
Datt engum þetta í hug fyrr???
Bretar og fleiri hafa drukkið sitt te um áraraðir, fyrst til að byrja með var það lagað á svipaðan hátt og við lögum kaffi, þ.e. að vatnið var látið leika um laufin, sem voru svo síuð frá með ýmsum hætti,
Síðan datt einhver snarpgáfuðum að setja laufin í poka, og þú gast síðan sett pokan í vatn og lagað þinn eigin bolla, ekkert mál, bara ef þú hafðir bolla og heitt vatn...
Við kaffikneyfarararnir höfum hinsavegar þurft að búa við það að vera með serimóníur miklar þegar kemur að bruggun mjöðsins, nema að við gerum okkur instant að góðu sem er reyndar ekki neitt voðalega gott.
En nú er lausnin kominn og alveg furðulegt að þetta skuli vera "nýung" en þessi lausn er einföld, einfaldlega kaffi í tepoka....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 16:56
Er aðeins búinn....
Að vera að prufa þetta, hér er t.d. ein tilraun: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/940875/
Og einnig er hér til vinstri á síðunni tæki frá Google sem þýðir síðuna í heild sinni...
Ekki er þetta að virka alveg nógu vel en gefur hugmynd um inntak vangaveltna höfundar...
Prufið og sjáið hvernig þetta virkar....
Ruddalegt að vera hoppandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 23:34
Smá viðbót...
í þýðingartilraunina mína frá því fyrr í vikunni...
Það er komin viðauki hér á síðuna þar sem að hægt er að þýða síðuna á nánast hvaða tungumál sem er, með einum smell með músinni..
Ekki virkar þetta nú alveg 100% en þeir sem ekki eru íslenskumælandi og skoða þessa síðu (þeir eru reyndar varla mjög margir) geta þó í það minnsta náð því svona nokkurnvegin hvað það er sem ég er að bulla...
Viðaukin er hér vinstramegin á síðunni og er frá Google....
6.9.2009 | 15:52
Blesuð sértu....
Sveitin mín, var einhverntíman ort um sveitir landisns, og átti það sennilega við heimahaga skáldsins, en mitt minni nær nú ekkiyfir það hvert það ágæta skáld var...
En þessar línur get ég gert að mínum eigin, þar sem ég er nýkominn heim af hreindýraveiðum eitt árið enn. Reyndar átti ég ekki leyfi þetta árið en fór engu að síður með félaga mínum sem fékk dýr í hreindýralottói umhverfisstofnunar í vor sem leið.
Og alltaf í öll þau rúmlega 20 ár sem ég hef verið að fara á veiðar er þetta jafngaman, og ekki endilega veiðiskapurinn það sem er eftirminnilegast, heldur að hemsækja þessar slóðir sem eru mínir fyrrum heimhagar.
Hamarsdalurinn, Fossárdalurinn, Hraunin umhverfis Líkárvatn, Brattháls, Langahlíð, Vesturbót svo einhver örnefni séu nefnd. Ég hef farið þarna margoft um og alltaf sér maður eða upplifir eitthvað nýtt, og ég lít svo á að ef að menn vilji upplifa "ósnortið víðerni" þá sé það auðvelt þarna inn af dölunum.
Það er nú einu sinni svo, að oft eru perlurnar í okkar bakgarði og það þarf ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn...
2.9.2009 | 15:21
Þetta heitir ekki að stela...
Þetta heitir að fá sér, sagði eitt sinn einn góður maður við mig þegar hann fékk sér fisk úr kari á bryggjunni á Djúpavogi, og tók með sér heim í soðið.... Þessi fiskur var í eigu Búlandstinds en þetta var reyndar tiltölulega algengt, en var aldrei í stórum stíl...
En þetta var ekki hvati að þessum skrifum mínum heldur það sem ég rændi af bloggsíðu Ingórs vinar míns sem býr í Bergen í Noregi..
En þar sem ég hef verið að vinna að viðbragðsáætlun vegna svínaflensu þá fanst mér þetta sniðugt, en þessi myndaröð er síðan 1977....
Þetta heitir ekki að stela þetta heitir að fá sér.
Takk Ingþór
Stjórnmál og samfélag | Breytt 7.9.2009 kl. 17:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)