Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

Er að hugsa um....

Að hætta að Blogga.... Á neikvæðu nótunum....

Þegar mður rennir yfir bloggsíður landans, og að maður tali nú ekki um fréttir, þá er tónnin oft á tíðum hrikalega svartur, eiginlega bik af verstu gerð.

Er ekki kominn tími á það að við horfum á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri, svo vitnað sé í alþýðuskáldið Sverrir Stormsker.??

Ég tel það löngu tímabært, og mun helga þessa bloggsíðu einhverju jákvæðu og skemmtilegu, í það minnsta þar til eitthvað fer allverulega í taugarnar á mér og ég mun ekki standast það að fara í svarta gírinn...

En þeir sem mig þekkja ættu að vita að það er fátt sem pirrar eða reitir mig til reiði og því ætti þetta að ganga nokkuð vel upp....

Þetta er allt spurning um hugarfar....

 


Já Jónas... Yeas Jónas

Það var kalt þegar Jónas gekk inn í húsið.  Þetta hús sem veitt hafði svo mörgum skjól á undan honum.  Hann velti því fyrir sér af hverju ábúendur hefðu farið svo skyndilega, því hér var enn um að litast eins og fólkið hefði brugðið sér af bæ fyrir örfáum stundum, en hann vissi að svo var ekki.
Þetta hús var yfirgefið fyrir mörgum árum.
Það setti að honum kuldahroll við tilhugsunina að dvelja hér inni, en það var þó betra en að dvelja úti í snjóstorminum sem nú hamraði á húsveggina sem aldrei fyrr.

Á ensku með Google translator:

In English with Google Translator:

It was cold when Jonas went into the house. This house provided shelter had so many before him. He wonder why the ábúendur had gone so quickly, because here was yet to look like people had dedicated themselves of town for a few times, but he knew that such was not.
This house was abandoned for many years.
That put him a cold chill to think that staying here inside, than it was even better than staying outside in the snow storm that now Launch the wall as never before.

Þetta er því ekki að virka alveg 100 % en gerum nú aðra tilraun og höfum textan einfaldari í þetta sinn:

This is not working quite 100% but now we do another experiment and have the text simpler this time:

Það var kalt þegar Jónas gekk inn í húsið.  Þetta hús hafði veitt mörgum skjól á undan honum.  Hann velti því fyrir sér afhverju fólkið hefði farið svona snöggt í burt, en hér inni var eins og það væri nýlega farið, en hann vissi að það var ekki.
Þetta hús var yfirgefið fyrir mörgum árum.
Að vera þarna inn var ekki þægilegt, en það var betra en að vera úti í snjóstorminum

Á ensku:

In English:

It was cold when Jonas went into the house. This house had provided many shelters ahead of him. He wonder why the people had gone so quickly away, but here he was like it was just gone, but he knew that it was not.
This house was abandoned for many years.
Being there was not easy, but it was better than being outside in the snow storm


Ekki er þetta nú nein hávísindaleg könnun, en mér sýnist að ef málið er haft einfalt og án alls skrúðs, þá getur þetta gengið upp, en ef menn eru með dramatískar myndlýsingar og fleira í þeim dúr, þá virkar þetta illa...

There is currently no advanced reconnaissance, but it seems to me that if the matter be simple and without all Skrúður, then can this process up, but if they are dramatic image descriptions and more in the major, then it works well ...

En engu að síður framför....

But anyway improvement ....


mbl.is Íslenska í þýðingarvél Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband