Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
29.5.2011 | 16:19
Ég held að....
Ráðherran sé ekki með réttu ráði...
Í fyrsta lagi þá eru fyrirtækin að færa vaxtareikning sinn aftur fyrir dóm hæstaréttar sem er í algeru ósammræmi við meginreglu allra lagasetninga lög eiga ekki að vera afturvirk og það eru dómar ekki heldur..
Í öðru lagi má túlka lögin á þann veg að það sé óheimilt að reikna vexti nema á upprunalegan höfuðstól en það eru fyrir tækin ekki að gera með sínum aðferðum, heldur eru þau að bæta við höfuðstólin vöxtum og reikna síðan vexti af því.
Ég held að það sé löngu tímabært að þetta ágæta fólk sem hingað til hefur tekið stöðu með bönkum, fjármagnseigendum og síðast erlendum vogunarsjóðum.. fari að vinna fyrir fólkið í landinu...
Ávinningur kominn fram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
16.5.2011 | 15:01
Ekki var nú mikið um....
Sleðaferðir í vetur.. en þó var ein góð farin, en það eina sem skyggði á þennan góða dag var það að sleðin hans Inga ákvað að gefa upp öndina í ferðinni.. en það verður örugglega komið í lag fyrir næsttu vertíð.
En ég tók slatta af myndum í ferðinni og deili þeim hér með...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.5.2011 | 07:41
Hvaða áhrif...
Mun þetta hafa...?
Komi til þessarar skattheimtu , leggst þessi skattur á byggðir sem byggja á fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða. Áhyggjur eru einfaldlega þær að framangreindar hugmyndir munu að öllum líkindum leiða til þess fjármagn verði fært frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins.
Vífill Karlsson hagfræðingur hefur sýnt fram á að skatttekjur af landsbyggðinni eru u.þ.b. tvöföld sú upphæð sem ríkið eyðir á landsbyggðinni. Á mannamáli þýðir þetta einfaldlega að af hverjum tveimur krónum sem landsbyggðarfólk borgar í skatt fer ein króna í að byggja upp opinbera þjónustu í heimabyggð en önnur króna í sameiginlega þjónustu í Reykjavík. Ef farið er aðeins dýpra í þess umræðu hefur málum verið þannig fyrir komið að 75% af ráðstöfun tekna ríksins er á höfuðborgarsvæðinu en aðeins 25% utan þess. Um 42% af þeim fjármunum sem ríkið aflar með sköttum kemur frá höfuðborgarsvæðinu, en 58% utan þess.
Er þetta ekki orðið gott.. ?? Væri nú ekki nær að fara skila þessari "auðlindarentu" til sjávarbyggðana, því að það er ekki nóg að það sé útgerð og kvóti ef að krónurnar sem koma inn fyrir pakkan renna allar í ríkissjóð sem skiptir þeim svo með þeim ósanngjarna hætti sem bent er á hér að ofan.
Nær væri að þessir fjármunir rynnu óskiptir til sjávarbyggðanna hver einsasta króna og kæmu þær að góðum notum þar í uppbyggingu á þjónustu við fólkið í sjávarbyggðunum, en skortur á þjónustu er stundum nefndur sem einn af áhrifavöldunum þegar ræddur er búferlaflutningur af landsbyggðinni.
En rennið endilega yfir þessar tölur hér að ofan.. Mér finnst þetta sláandi og maður veltir því fyrir sér hvort að ekki þurfi að stokka spilin og gefa uppá nýtt..
30% gjaldsins til sjávarbyggða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.5.2011 | 15:45
Væri ekki....
Nær að skoða það fyrst að bora undir Oddskarð til Norfjarðar...??
Ég er í það minnsta á því það er einn hæsti fjallvegur í íslenska vegakerfinu sem er ekki hálendisvegur og löngu tímabært að fara undir fjallið milli Norfjarðar og Eskifjarðar í stað þess að aka þar yfir.
Einnig eru önnur rök með því að ráðast í göng undir Oddskarð, en þau göng áttu að koma hér í kjölfar álversframkvæmda til að gera Austurland að einu atvinnusvæði, en ekki hefur verið staðið við það en, þrátt fyrir að allt sé klárt skipulag rannsóknir og allur pakkinn, þarna hefði geta farið fram forval í dag...
Og að lokum þá virðast göngin vera að hruni komin samanber frétt á heimasíðu Fjarðabyggðar
http://www.fjardabyggd.is/Forsida/Itarlegrifrettir/hrun-i-oddskardsgongum
En það má ekki skilja þetta sem svo að þessi framkvæmd sé ónauðsynleg.. Alls ekki, hún á fullan rétt á sér, en hér greinir á um forgangsröðun, það eru jú í það minnsta 4 leiðir úr Eyjafirði og þar af eru alla vega 3 sem hafa fulla vetrarþjónustu meðan Norfirðingar berjast við að fara þessa einu sem í boði er önnur en sjóleiðin auðvitað.
Sex vilja gera Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)