Blesuð sértu....

Sveitin mín, var einhverntíman ort um sveitir landisns, og átti það sennilega við heimahaga skáldsins, en mitt minni nær nú ekkiyfir það hvert það ágæta skáld var...

En þessar línur get ég gert að mínum eigin, þar sem ég er nýkominn heim af hreindýraveiðum eitt árið enn.  Reyndar átti ég ekki leyfi þetta árið en fór engu að síður með félaga mínum sem fékk dýr í hreindýralottói umhverfisstofnunar í vor sem leið.

Og alltaf í öll þau rúmlega 20 ár sem ég hef verið að fara á veiðar er þetta jafngaman, og ekki endilega veiðiskapurinn það sem er eftirminnilegast, heldur að hemsækja þessar slóðir sem eru mínir fyrrum heimhagar. 

Hamarsdalurinn, Fossárdalurinn, Hraunin umhverfis Líkárvatn, Brattháls, Langahlíð, Vesturbót svo einhver örnefni séu nefnd.  Ég hef farið þarna margoft um og alltaf sér maður eða upplifir eitthvað nýtt, og ég lít svo á að ef að menn vilji upplifa "ósnortið víðerni" þá sé það auðvelt þarna inn af dölunum.

Það er nú einu sinni svo, að oft eru perlurnar í okkar bakgarði og það þarf ekki alltaf að sækja vatnið yfir lækinn...

 


Þetta heitir ekki að stela...

Þetta heitir að fá sér, sagði eitt sinn einn góður maður við mig þegar hann fékk sér fisk úr kari á bryggjunni á Djúpavogi, og tók með sér heim í soðið.... Þessi fiskur var í eigu Búlandstinds en þetta var reyndar tiltölulega algengt, en var aldrei í stórum stíl...

En þetta var ekki hvati að þessum skrifum mínum heldur það sem ég rændi af bloggsíðu Ingórs vinar míns sem býr í Bergen í Noregi..

En þar sem ég hef verið að vinna að viðbragðsáætlun vegna svínaflensu þá fanst mér þetta sniðugt, en þessi myndaröð er síðan 1977....

kolbeinn

Þetta heitir ekki að stela þetta heitir að fá sér.

Takk Ingþór


Er að hugsa um....

Að hætta að Blogga.... Á neikvæðu nótunum....

Þegar mður rennir yfir bloggsíður landans, og að maður tali nú ekki um fréttir, þá er tónnin oft á tíðum hrikalega svartur, eiginlega bik af verstu gerð.

Er ekki kominn tími á það að við horfum á björtu hliðarnar, heimurinn hann gæti verið verri, svo vitnað sé í alþýðuskáldið Sverrir Stormsker.??

Ég tel það löngu tímabært, og mun helga þessa bloggsíðu einhverju jákvæðu og skemmtilegu, í það minnsta þar til eitthvað fer allverulega í taugarnar á mér og ég mun ekki standast það að fara í svarta gírinn...

En þeir sem mig þekkja ættu að vita að það er fátt sem pirrar eða reitir mig til reiði og því ætti þetta að ganga nokkuð vel upp....

Þetta er allt spurning um hugarfar....

 


Já Jónas... Yeas Jónas

Það var kalt þegar Jónas gekk inn í húsið.  Þetta hús sem veitt hafði svo mörgum skjól á undan honum.  Hann velti því fyrir sér af hverju ábúendur hefðu farið svo skyndilega, því hér var enn um að litast eins og fólkið hefði brugðið sér af bæ fyrir örfáum stundum, en hann vissi að svo var ekki.
Þetta hús var yfirgefið fyrir mörgum árum.
Það setti að honum kuldahroll við tilhugsunina að dvelja hér inni, en það var þó betra en að dvelja úti í snjóstorminum sem nú hamraði á húsveggina sem aldrei fyrr.

Á ensku með Google translator:

In English with Google Translator:

It was cold when Jonas went into the house. This house provided shelter had so many before him. He wonder why the ábúendur had gone so quickly, because here was yet to look like people had dedicated themselves of town for a few times, but he knew that such was not.
This house was abandoned for many years.
That put him a cold chill to think that staying here inside, than it was even better than staying outside in the snow storm that now Launch the wall as never before.

Þetta er því ekki að virka alveg 100 % en gerum nú aðra tilraun og höfum textan einfaldari í þetta sinn:

This is not working quite 100% but now we do another experiment and have the text simpler this time:

Það var kalt þegar Jónas gekk inn í húsið.  Þetta hús hafði veitt mörgum skjól á undan honum.  Hann velti því fyrir sér afhverju fólkið hefði farið svona snöggt í burt, en hér inni var eins og það væri nýlega farið, en hann vissi að það var ekki.
Þetta hús var yfirgefið fyrir mörgum árum.
Að vera þarna inn var ekki þægilegt, en það var betra en að vera úti í snjóstorminum

Á ensku:

In English:

It was cold when Jonas went into the house. This house had provided many shelters ahead of him. He wonder why the people had gone so quickly away, but here he was like it was just gone, but he knew that it was not.
This house was abandoned for many years.
Being there was not easy, but it was better than being outside in the snow storm


Ekki er þetta nú nein hávísindaleg könnun, en mér sýnist að ef málið er haft einfalt og án alls skrúðs, þá getur þetta gengið upp, en ef menn eru með dramatískar myndlýsingar og fleira í þeim dúr, þá virkar þetta illa...

There is currently no advanced reconnaissance, but it seems to me that if the matter be simple and without all Skrúður, then can this process up, but if they are dramatic image descriptions and more in the major, then it works well ...

En engu að síður framför....

But anyway improvement ....


mbl.is Íslenska í þýðingarvél Google
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Voðalega getur.....

Steingrímur verið vitlaus..

Það er engin að segja að hann sé vondur maður, eða óvinur þjóðarinnar. Það er fyrst og fremst verið að gagnrýna misvitrar ákvarðanir, og í versta falli verið að segja að hann sé einfaldur...

En maður spyr sig hvar er "hæstvirtur" forsætisráðherra í allri þessari umræðu??

Þjóðin er leiðtogalaus með öllu, æðsti embættismaður þjóðarinnar er andlega fjarverandi og jarðfræðingur norðan af landi látinn halda utan taumana.

 


mbl.is Eini lúserinn í kúrekamyndinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvenær ætlar....

Steingrímur J að biðja íslensku þjóðina og alþingi afsökunar á því að ætlast til þess að undir Ice Save samninga yrði skrifað skilyrðislaust??

Það er alveg ljóst að án aðkomu þingmanna sem voru þessur andvígir (þeir voru nú í flestum flokkum) þá væri staðan verri en hún er núna í dag, með þeim fyrirvörum sem komnir eru inn.

Nú eiga stjórnarliðar að brjóta odd af sínu oflæti og bíða með þessa samþykkt í einhverntíma enn, og fara enn betur yfir málið auk þess sem lagalega hlið þessa samnings ætti að vera sérstaklega til skoðunar....

Ég er ekki viss um að öll kurl séu komin til grafar í þessu máli.....


mbl.is Fyrirvarar við Icesave jákvæðir segir Moody's
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bíddu við..???

Var ekki í fréttum um daginn að þetta ágæta fyrirtæki væri á vonarvöl??

ég man ekki betur...


mbl.is 6 milljarða hagnaður Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alveg hreint....

Til fyrirmyndar þetta starf björgunarsveitanna....

Það er alveg hreint magnað hvað þessi samtök okkar eru ávalt í fararbroddi hvað varðar fagmennsku og dugnaði.  Þessir rúmlega 4000 sjálfboðaliðar sem í samtökunum starfa eiga heiður skilinn fyrir sitt framlag til öryggis og björgunarmála.

Á þennan hóp fólks er stólað í nánast hverju sem er og ávalt eru menn boðnir og búnir að aðstoða og bjarga á allan mögulegan hátt.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg hefur ávalt frá stofnun þess (frá stofnun gamla Slysavarnarfélags Íslands) verið í fararbroddi í þessum málum og menn sjá verulegan árangur af þessu starfi, t.d. var síðasta ár fyrsta árið frá upphafi skráninga (að mig minnir) sem ekki varð banaslys hjá sjómönnum Íslands, og er það ekki síst forvarnarstarfi og hvatningu þessara samtaka að þakka.

Einnig varð mikill og góður árangur þegar Slysavarnarfélagið hélt úti umferðaröryggisfulltrúum um allta land, en Hálendisverkefnið tók við af því.

Ég er nú reyndar ekki alveg hlutlaus þar sem ég starfa sjálfur í björgunarsveit, en það þarf enga hlutdrægni til tölurnar og árangurinn talar sínu máli...

Áfram SL.....


mbl.is Björgunarsveitir farnar af hálendinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framtíðin er......

Björt.  Í það minnsta að hluta, en ég fór núna nýlega á Landsmót Unglingadeilda Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, þar sem komu saman krakkar af öllu landinu til að sýna sig og sjá aðra ásamt því að æfa sig í hinum ýmsu kúnstum björgunartengt...

Hér á Reyðarfirði er feikiöflugur hópur krakka í allt rúmlega 20 sem fóru vestur og skemmtu sér konunglega...

Ef aðeins hluti af þessum hóp skilar sér inn í björgunarsveitina þá þurfum við ekki að hafa áhyggjur af nýliðun hér á næstu árum...

Nokkrar myndir fljóta hér með........

 


Myndir...

Var að reyna að hnoða saman Panorama mynd af Reyðarfirði.

Mig vantar reyndar betra forrit í þetta mál, en hér má sjá árangurinn, en hann verður betri þegar ég verð búinn að útvega mér nýtt forrit...

 

From http://picasaweb.google.com/Asbyrgi/Panorama?feat=embedwebsite">Panorama

Nú geta þeir...

Sem búnir eru að selja kvótan sinn tvisvar sinnum enn á ný hafið veiðar og aflað sér veiðireynslu í þessu nýja kerfi, með hálsríg af kvótapeningum undir koddanum...

Það er í það minnsta ein leiðin til að líta á þetta....

En ýmislegt í þessu er ágætt, t.d. að það sé skylda að vinna aflann í heimabyggð, og eflaust auðveldar þetta einhverjum að stíga sín fyrstu skref í útgerð......

....


mbl.is 22 tonn af þorski á fyrsta degi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað þá með....

Það ágæta fólk sem býr á Borgarfirði Eystri??  Og hefur ekki lækni eða aðra heilbrigðisþjónustu??

Hvað með þá sem búa í Grísmsey og hafa ekki almenilegar samgöngur??

Svona mætti tína meira til ef vilji er til.

Það má auðvitað færa rök fyrir því að þetta sé óréttlátt, ég mun ekki mótmæla því, en það má líka horfa á hina hliðina á peningnum og spyrja þessara spurninga.  Einnig má velta því fyrir sér hvort að aðgengi að stjórnsýslunni sé ekki einnig stjórnarskrárbrot, það er jú mun betra hjá þeim sem á suðvesturhorninu búa en annara.

Við ættum kanski að taka Bandaríkin okkur til fyrirmyndar í þessu, því að ef ég man rétt þá á Wasington DC ekki fulltrúa á þingi, það var talið óþarfi því að þingið er staðsett þar.....

Það má líka velta því fyrir sér hvort að það eigi einungis að horfa á íbúafjölda þegar fjöldi þingmanna og atkvæðavægi er ákveðið, mitt kjördæmi nær t.d. yfir nær 1/3 af íslandi og er því mjög stórt og erfitt yfirferðar, og mætti alveg færa fyrir því rök að það sé erfiðara að sinna því en Reykjavíkurkjördæmunum báðum til samans...

Það eru margar hliðar á þessu máli ekki bara ein...


mbl.is Missti mannréttindi við að flytja
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband