24.11.2009 | 00:44
Já sæll!!
Hraðbátur á flugi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.11.2009 | 23:52
Tíðindarlítið....
Á austurvígstöðvunum, allt mef frekar hefðbundu sniði, nóg að gera í vinnuni og utan hennar eins og vanalega.
Fór niður í Þórðarbúð í kvöld eins og flest mánudagskvöld og sátum þar aðeins yfir bokhaldi og viðgerðum, en eitthvað þarf að klappa Landanum eftir ferð helgarinnar, en það var farið inn í Snæfell með unglingadeildina.
Fór á laugardagin var smá laugadagsrúnt, skrapp til Víkur í Mýrdal til að vera við afmæliskaffi björgunarsveitarinnar þar, og var gaman að sjá að það er gott líf í starfinu þar, þeir á fullu við að endurbyggja og að laga húsið sitt en það verður stórglæsilegt þegar því verður lokið.
Kom við á Höfn hjá tendó og gamla settinu á Bragðavöllum í heimleiðinni, og smíðuðum ég og foreldrar einhver framtíðarplön í grófum dráttum fyrir fjósið gamla á Bragðavöllum, en það væri hægt að hafa nóg fyrir stafni þarna í sveitinni ef maður hefði meiri tíma.
Stefni á borg óttans um helgina en þar fer fram fulltrúaráðsfundur Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, og þar er að sjálfsögðu skyldumæting fyrir mig.
Dægurmál | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.11.2009 | 19:04
Þetta er...
Eitthvað sem menn hafa oft talað um, landnám fyrir landnám.
Örnefni hér fyrir austan, s.s. Papey og Papós, hafa verið hér til að kynda undir þessar sögur, eins Rómverskir peningar og glerperla sem afi minn fann í Djúpabotni við uppeldisbæ minn Bragðavelli.
Það er líka vert að hafa í huga að þær bækur sem fjalla um landnámið eru skrifaðar töluvert eftir landnám, (þ.e. hið opinbera landnám) og það má líka benda á það að að Ísland var ásamt þessum sögum numið á 70 árum, sem verður að teljast mjög stuttur tími til að fullnema land sem okkar.
Mjög líklegt má telja að hér hafi verið fólk til staðar fyrir landnám og það hafi samlagast hinum nýju norrænu landnámsmönnum með og án valds. Það er bara einfaldlega rökrétt að álykta sem svo ef að örnefni, sögur og ýmislegt annað er skoðað.
Það að ekki finnist hér mikið af fornleifum sem staðfesti þetta er ekki skrýtið, húsakostur, og annað í þeim dúr ekki til þess fallið að standast tímans tönn, íslenskur jarðvergur er súr, og þvi varðveitist illa það sem í honum lendir. Eitt atriði enn er það að ísland er eldvirkt og mikið hraun runnið víða á síðustu 2000 árum og eitthvað hefur afmáðst þar og með öskufalli sem því fylgdi.
Menn eiga að taka svona tíðindum fagnandi og leggjast í meiri vinnu við að aldursgreina þetta allt, það þarf ekki að breyta þeim ártölum sem við notum til að fagna tímamótum í okkar sögu, á það er komin ákveðin hefð og henni þarf ekki að breyta ekki frekar en þeir sem í Ameríkuhrepp búa hætti að halda upp á sinn Kólumbusardag.
Ég er alveg viss að það mætti fagna 2009 ára byggð á Íslandi og það hafi jafnvel átt sér stað enn fyrr en það, en ég get ekki rökstutt það með neinu haldbæru, mér finnst það bara....
Sennilega erum við mun eldri þjóð en við höfum hingað til talið.
Var Ísland numið 670? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
1.10.2009 | 09:41
Við notum.....
Orð til að tjá okkur í mannlegum samskiptum.
Rithöfundar hafa gætt þau lífi og lit í sögum sínum og ævintýrum. Öll höfum við einhvern tíman lent í ævintýrum, eða upplifað eitthvað sem er ævintýri líkast. En við erum ekki öll þeirri gáfu gædd að glæða þau lífi og koma þeim á framfæri við aðra eins og við upplifum þau sjálf.
Til allrar hamingju höfum við átt frábær skáld sem hafa komið sínum villtustu hugarórum á þrykk, öllum til gleði og ómældrar ánægju.
Einn sá slyngasti í þessum efnum, var Munchausen sem sagði svo lygilegar sögur af sjálfum sér að undrun sætti. Eitt sinn rakst hann á rjúpnahóp og dauðlangaði að fá nokkrar þeirra í kvöldmatinn en þar sem hann var búinn með öll höglin úr byssunni sinni brá hann á það ráð að nota hlaðstokkinn í hlaupið í haglastað. Hann yddaði stokkinn vel og vandlega og hleypti af um leið og rjúpurnar flugu upp. Hlaðstokkurinn féll til jarðar spölkorn í burtu, honum til mikillar gleði. Á hann voru þræddar sjö rjúpur sem hljóta að hafa furðað sig á því að vera færðar svona umsvifalaust uppá steikarteininn.
En Munchausen kom svo sannarlega fleirum á óvart en rjúpunum. Með sögum sínum gerði hann nafn sitt ódauðlegt í hinum Vestræna heimi og hefur örugglega orðið mörgum manninum, jafnt rithöfundum sem alþýðufólki uppspretta og innblástur allskyns furðu og ýkjusagna.
Orðatiltækið fjótt flýgur fiskisaga, má til sannsvegar færa í ævintýri H.C. Andersen þar sem ein sakleysisleg fjöður varð að fimm hænum. Í þessu bráðskemmtilega ævintýri sýnir höfundur okkur hvötina til að færa atburðina í búning hannaðan eftir innræti og ímyndunarafli hvers og eins. Sagan hófst í hæsnahúsi að kvöldi dags eftir sólsetur.
Ein hvítfjöðruð og virðingarverð hæna í alla staði klóraði sér með goggnum undir væng og við það datt af henni ein lítil fjöður og þar með fór sagan af stað. Næsta hæna við hliðina á henni athugul, virðuleg og vammlaus hæna sem ávallt hélt vöku sinni kom sögunni til næsta nágranna, uglunnar sem vældi henni áfram til dúfnanna sem síðan ropuðu henni áfram og þannig koll af kolli, uns litla hvíta fjöðrin var orðin að fimm hænum sem reittu sig berar til að ganga í augun á hananum í hæsnahúsinu.
Sögur sem þannig vinda upp á sig hafa orðið afspyrnu vinsælar meðal almennings. Fræg er sagan af dauða Mark Twain sem hann bar til baka með þeim orðum að frásagnir um dauða sinn væru stórlega ýktar!
En hvernig verða slíkar sögur til, sem ganga á milli manna og taka til sín næringu allstaðar á leiðinni. Blása út eins og púkinn á fjósbitanum og verða pattaralegri og bústnari því lengur sem ferðin stendur? Það gengur þannig, að einhver trúir öðrum fyrir sögu og biður hann jafnframt vel fyrir hana, en það er öruggasta aðferðin til að koma henni af stað. Framhaldið gengur eins og í lygasögu sögumanni til mikillar ánægju, en til hrellingar þeim sem um er rætt.
Reynslusögur njóta mikillar hylli og eru góður vitnisburður um lifandi sagnalist. Í þeim er oft notað ýkt og öfgafullt orðalag til að láta í ljósi sterkar tilfinningar eða miklar áherslur og eru þá gjarnan notuð lýsingarorð á borð við, æðisgenginn eða geggjaður.
Slæmur er sá sem lýgur en verri er sá sem trúir, segir máltækið.
Ein frægasta persóna í skáldsögunni Pilti og stúlku, eftir Jón Thoroddsen er Gróa á Leiti, alræmd kjaftatýfa og slúðurkerling. Hún hafði að orðtaki, ólýginn sagði mér... en hafðu mig samt ekki fyrir því blessuð. Á þann hátt kom Gróa sér inn undir hjá fólki og náði sér þannig í efnivið í slúðrið sem hún bar síðan út um allar sveitir.
Slíkar reynslusögur eiga sér oft einhverja stoð í raunveruleikanum en nánast undantekningarlaust er sagan hlaðinn ýkjum. Hraði er einkenni nútímans til að auka spennu þó er það ekki einhlítt, samanber Munchausen í sögunni hér á undan.
Munurinn á Gróu og Munchausen er hinsvegar sá að Gróa setti sínar sögur fram iðulega á kostnað viðkomandi, en Munchausen var nær einungis í því að mikla sjálfan sig án þess að skaða neinn, nema þá kannski sjálfan sig.
Hugsum því áður en við tölum og einnig áður en við trúum.
Hver man ekki eftir hundinum Lúkasi sem átti að hafa látið lífið fyrir tilstuðlan ungs manns sem var nafngreindur og sviptur ærunni á opinberum vettvangi, með almennum kjaftagangi og Gróusögum. Drengnum var hótað barsmíðum, og öðru verra fyrir voðaverkið sem hann átti að hafa framið. Drengurinn hélt alltaf staðfastlega fram sakleysi sínu, en dómstóll götunar tók það ekki gilt, engin trúði honum, pilturinn var sviptur ærunni alveg þar til hundurinn birtist skyndilega vakinn upp frá dauðum sprelllifandi. Lítið bar á kjaftasögum um drenginn daginn þann, og þeir sem verst höfðu látið, létu lítið í sér heyra því að þeir vissu upp á sig skömmina.
Góðar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.9.2009 | 23:04
Ég held..
Að hann hafi gert þetta áður, en það hafi ekki verið mælt. Þegar hann fór með Topp Gear á Kleifarvatnið, þá var það nálægt 200 metrum...
En honum tekkst þetta, það er ég vissum...
Ætlar yfir 200 metra vatn á jeppanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2009 | 21:40
Breyttir tímar...
Kalla oft á breyttar aðferðir. Ég var á fundi í stjórn Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í gær, og meðal efnis á þeim fundi voru umræður um óvirkar einingar innan félagsins.
Í ljósi sögunar má kanski segja að þetta sé eðlileg þróun, en frumkvæði í svona starfi þarf að koma frá grasrótinni, svona hlutum verður aldrei handstýrt.
Í byrjun síðustu aldar voru það sjómannskonur sem höfðu frumkvæði að stofnun Slysavarnarfélags Íslands, og unnu þær mikið og gott starf í því að efla slysvarnir til sjós og möguleika okkar landkrabbana á að breðast við þegar vá var fyrir dyrum. Síðan þegar líða tók á öldina fannst mönnum nauðsynlegt að björgunarstörf væru aðskilin frá slysavarnarþættinum og þá voru björgunarsveitir landsins stofnaðar ein af annari.
Björgunarþátturinn var á hendi björgunarsveita en bakbeinið og stuðningurinn kom frá hinum öflugu konum í slysavarnardeildunum.
Nú er svo komið að slysavarnarverkefnin eru mörg hver orðin sjálfbær og eftirlitsstofnanir hins obinbera, tryggingarfélög og ýmsir aðrir aðilar hafa tekið við slysavarnarboltanum og því hefur hlutverk deildana okkar orðið minna en það var í upphafi, þetta hefur haft þau neikvæðu áhrif að umfang og starfsemi hefur dregist saman umtalsvert og því hafa margar deildir misst þróttinn en á móti hefur björgunarþétturinn eflst til mikilla muna, og víða eru björgunarsveitirnar að sinna slysavörnum einnig.
Því má velta því fyrir sér hvort að það er ekki eðlileg þróun í slysavarnar og björgunarstarfi að þetta sé staðreynd og að við sem í þessum geira erum eigum ekki að taka þessu með stóískri ró þó að starfið sé ekki endilega jafnöflugt og áður, þar sem samstarf um þessa hluti krefst þess ekki lengur að það sé bæði slysavarnardeild og björgunarsveit á staðnum, heldur eitt lið sem mætti kalla björgunar og slysavarnardeildir eða í okkar tilviki hér á Reyðarfirði, Björgunar og slysavernarsveitin Ársól...
En engu að síður á ekki að leggja neitt af heldur leyfa hlutunum að þróast í takt við tíðarandan..
21.9.2009 | 18:23
Það styttist...
í það að menn og konur bregði sér á fjöll, á færiböndum af ýmsu tagi, knúið áfram af misgengismótorum með bensínblandi.
Það hefur reyndar ekki verið algengt að hægt sé að gera mikið fyrir áramót, en þó eitthvað.
En það er heldur ekki langt síðan færiböndin fengu sumarfrí, og sennilega var þeim gefið frí einni til tveimur helgum of snemma...
En hér eru nokkrar myndir úr síðustu ferð vorsins sem farin var um hvítasunnuhelgina eða fyrstu helgina í júní...
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.9.2009 | 16:40
Þetta er alveg.....
Bráðnauðsynlegt, að nýta þau tækifæri sem bjóðast til að halda atvinnu uppi.
Virkjanir sem og önnur tækifæri verður að nýta, eigi okkaru að takast að vinna okkur út úr þessu ástandi og, auðvitað, að geta borgað Ice Safe samningana...
En það var eitt annað sem sló mig í gær, þar sem farið var yrir hrunadansin í fréttum Stöðvar 2. En þar var rætt um útlán bankana til eignarhaldsfélaga ýmissa misvitra manna.
En lán bankana til eignarhaldsfélaga voru rétt fyrir hrun, 1.700.- Milljarðar, lán bankana til fasteignakaupa á landinu öllu voru á sama tíam um 600.- milljarðar..
Sennilega verður bróðurpartur þessara 1.700.- milljaraða afskrifaður af því að veð eru ýmist ónýt eða ekki til, en á sama tíma verður engin miskun í því að rukka sauðsvartan almúgan um hans lán sem eru með eihverjum veðum, í íbúðarhúsnæði viðkomandi.
En það var eitt enn sem ég hefði viljað koma hér að, en það er sú staðreynd að samtals fengu heimili og eignarhaldsfélög lánaða 2.300.- milljarða til framkvæmda og kaupa ýmiskonar, en á sama tíma var verið að framkvæma hér hjá okkur fyrir austan, fyrir litla 300 miljarða (sennilega nær 250 miljörðum) og þeirri framkvæmd er samt af sumum misvitrum einstaklingum kennt um allt sem aflaga fór.....
Menn verða nú að setja hlutina í samhengi... Andskotinn hafi það....
25 milljarða stórvirkjun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
20.9.2009 | 02:33
Hvað með....
Norfjarðargöng??
Því var lofað í aðdraganda framkvæmda á Austurlandi að innviðir samfélagsins yrðu styrktir. Lítið hefur veriðo staðið við af því nema hvað það er búið að endurbæta veginn um Hólmaháls milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar.
Nú þarf að efna þau loforð sem gefin voru og ganga í það að klára göng milli Eskifjarðar og Norfjarðar, til að gera þar greiðar heilsárssamgöngur að veruleika, eitthvað sem Austfirðingar hafa beðið eftir í fjölda ára.
Ekki bara það að þetta tengi Norfjörð við Reyðarfjörð vegna atvinnu, heldur er þetta einnig nauðsynlegt til að nýta þá miljarða fjárfestingu sem liggur í Fjórðungssjúkrahúsi Austurlands á Norfirði.
Löngu tímabær framkvæmd sem er arðbær langt umfram nýjan landsspítala og Vaðlaheiðargöng, sem hafa engan tilgang nema að stór atvinnuppbygging verði á Húsavíkursvæðinu.
Það yrði í hæsta máta órökrétt að leggja pening í Vaðlaheiðargöng nema það verði farið í uppbyggingu í stóriðju á Húsavík....
Samkomulag um Vaðlaheiðargöng | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2009 | 10:00
Hversvegna í ósköpunum....
Datt engum þetta í hug fyrr???
Bretar og fleiri hafa drukkið sitt te um áraraðir, fyrst til að byrja með var það lagað á svipaðan hátt og við lögum kaffi, þ.e. að vatnið var látið leika um laufin, sem voru svo síuð frá með ýmsum hætti,
Síðan datt einhver snarpgáfuðum að setja laufin í poka, og þú gast síðan sett pokan í vatn og lagað þinn eigin bolla, ekkert mál, bara ef þú hafðir bolla og heitt vatn...
Við kaffikneyfarararnir höfum hinsavegar þurft að búa við það að vera með serimóníur miklar þegar kemur að bruggun mjöðsins, nema að við gerum okkur instant að góðu sem er reyndar ekki neitt voðalega gott.
En nú er lausnin kominn og alveg furðulegt að þetta skuli vera "nýung" en þessi lausn er einföld, einfaldlega kaffi í tepoka....
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
7.9.2009 | 16:56
Er aðeins búinn....
Að vera að prufa þetta, hér er t.d. ein tilraun: http://eirag.blog.is/blog/eirag/entry/940875/
Og einnig er hér til vinstri á síðunni tæki frá Google sem þýðir síðuna í heild sinni...
Ekki er þetta að virka alveg nógu vel en gefur hugmynd um inntak vangaveltna höfundar...
Prufið og sjáið hvernig þetta virkar....
Ruddalegt að vera hoppandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
6.9.2009 | 23:34
Smá viðbót...
í þýðingartilraunina mína frá því fyrr í vikunni...
Það er komin viðauki hér á síðuna þar sem að hægt er að þýða síðuna á nánast hvaða tungumál sem er, með einum smell með músinni..
Ekki virkar þetta nú alveg 100% en þeir sem ekki eru íslenskumælandi og skoða þessa síðu (þeir eru reyndar varla mjög margir) geta þó í það minnsta náð því svona nokkurnvegin hvað það er sem ég er að bulla...
Viðaukin er hér vinstramegin á síðunni og er frá Google....