Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Eigum við ekki að fá.....

Þá til að gefa 100 krónur hver til íslendinga, svo að við getum borgað Icesafe ??? Eða 200 kall... það yrðu heilir 100 miljarðar.... það er kanski ekki nóg, svona er nú skamtímaminnið hvað er Icesafe aftur mikið???

Ja það fer eftir því hver er spurður minnir mig...


mbl.is Hálfur milljarður á facebook
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mér dettur....

Oft í hug setning úr Jurasic Park þegar er verið að fjalla um breytingar á dýralífi um víða veröld, líka þegar er verið að fjalla um breytingar í hafinu við Ísland.

Persóna sú er Jeff Goldblum leikur, er ávalt frekar skeptísk á bröllt miljarðmæringsins sem vill vekja til lífsins löngu horfin skriðdýr af stærstu gerð, segir "the natur will find a way" þegar miljarðamæringurinn fullyrðir að ekkert upprisnu dýrana eigi möguleka á að lifa utan þessarar einu eyjar sem þau er á.

Erum við mannssálirnar of sjálfmiðuð þegar kemur að þessum hlutum..??  Ég held það, hér byrjar allt og endar með mannskepnunni, við er orsök og upphaf og við erum líka eini möguleikinn á því að leysa vandan...

Ég veit ekki hvað skal segja en það hefur nú verið bent á  að t.d. hlýnun jarðar sé ekki eitthvað glænýtt fyrirbrigði, hér á skerinu hafi eitt sinn verið svo hlýtt að krókódílar hefðu átt hér góðan sjéns, en í dag er ekki svo.   Í það minnsta hefur ekkert spurst til krókódílsins sem átti að hafa lennt í Norðfjarðará hér um árið, svo mikið er víst.

Nú tala menn um að veiða hvali til að bjarga fiskinum, og veiða makríl til að bjarga fiskinum, (fiskur í þessum pistili eru nytjafiskar íslenskra sjómanna) en hvernig fór fiskurinn að því að komast af án afskipta mannskepnunar, í þau árþúsundir sem hann synti hér umhverfis Íslands fyrir landnám.

Kanski er þetta bara einhver vitleysa í mér, en það að rannsaka heimshöfin er pínulítið eins og að leyta að nál í hlöðu fullri af heyi, með þykka gúmívettlinga á höndum og rafsuðuhjálm á höfði....


mbl.is Makríllinn eins og ryksuga og tekur allt sem hann nær í
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lög um vexti og verðtryggingu......

Var að fletta í lagasafni Alþingis, er nú ekki löglærður en er nokkuð vel læs, og tel mig geta lesið úr því sem þar stóð, skoðum aðeins lög nr. 38 frá 2001 eða lög um vexti og verðtryggingu...

II. kafli. Almennir vextir. 3. gr. Almenna vexti skal því aðeins greiða af peningakröfu að það leiði af samningi, venju eða lögum. Vexti skal greiða frá og með stofndegi peningakröfu og fram að gjalddaga.

Hér kemur fram að vexti skuli greiða eftir samningi venju eða lögum.  Ég er með samning þar sem kveðið er á um vaxtaprósentu, og því uppfyllir minn lánasamningur þetta skylirði. 

í bréfi sínu til fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka íslands segir umboðsmaður Alþingis: 

Af lestri dóma Hæstaréttar í málum nr. 92/2010 og 153/2010 verður ekki annað ráðið en að í þeim lánasamningum sem þar var fjallað um hafi það vaxtaviðmið sem samið var um verið tiltekið og dómarnir lúti eingöngu að úrlausn um gildi ákvæða þessara samninga um verðtryggingu skuldar samkvæmt þeim miðað við gengi.

Ákvæði 18. gr. laga nr. 38/2001 eru í þeim kafla laganna sem fjallar um viðurlög og málsmeðferð og hljóðar eins og áður segir um endurgreiðslu af hálfu kröfuhafa, hér fjármálafyrirtækis, á endurgjaldi ef samningur um „vexti eða annað endurgjald fyrir lánveitingu“ telst ógildur. Síðan segir að „[við] ákvörðun endurgreiðslu“ skuli miða við vexti samkvæmt 4. gr. laganna eftir því sem við getur átt.

Með þessu tekur umboðsmaður aðlþingis undir þá túlkun fjölmargra löglæðra einstaklinga að upprunalegir vextir skuli gilda enda séu þeir tilteknir í samningi en gengistrygging tekin út á grundvelli dómi Hæstaréttar.  Ennfremur ætti oftakan að bera dráttarvexti ef ég skil lagatextan rétt, en þá ekki fyrr en mánuði eftir að krafa um skaðabætur er sett fram. 

IV. kafli. Vextir af skaðabótakröfum.

8. gr. Kröfur um skaðabætur skulu bera vexti frá og með þeim degi er hið bótaskylda atvik átti sér stað. Þeir skulu á hverjum tíma vera jafnháir tveimur þriðju hlutum vaxta sem Seðlabanki Íslands ákveður og birtir skv. 1. málsl. 4. gr. Sé fjárhæð skaðabótakröfu miðuð við verðlag síðar en hið bótaskylda atvik varð ber krafan þó vexti skv. 1. mgr. frá þeim tíma.

9. gr. Skaðabótakröfur skulu bera dráttarvexti skv. 1. mgr. 6. gr. að liðnum mánuði frá þeim degi er kröfuhafi sannanlega lagði fram þær upplýsingar sem þörf var á til að meta tjónsatvik og fjárhæð bóta. Dómstólar geta þó, ef sérstaklega stendur á, ákveðið annan upphafstíma dráttarvaxta.

Þannig er þetta nú, reyndar finnst mér lagatextinn ekki vera mjög skýr, ekki frekar en margur slíkur texti.  Þó má vel lesa það þarna út að við skuldarar sem krefjumst þess að samningsvextir haldi séum að fara mað rétt mál.

Þær tvær meginreglur sem ber að hafa í huga við túlkun á lagatextum þ.e. neytenda í hag og að túlka beri lög í þröngasta skilningi þeirra, styðja ennfrekar við þá skoðun mína að þetta mal  sé borðleggjandi. 

Lögin á vef Alþingis:  

http://www.althingi.is/lagas/nuna/2001038.html

Bréf umboðsmanns Alþingis: 

http://www.umbodsmaduralthingis.is/skyrslur/skoda.asp?Lykill=1326&Skoda=Mal

Skoði nú hver fyrir sig...... 


Hmmm...

Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 23,9 milljörðum króna.

Landsbankinn hagnaðist um rúma 14,3 milljarða króna fyrir árið 2009

Afkoma Arion banka á árinu 2009 nam 12,8 milljörðum króna eftir skatta.

Samtals hafa því þessir bankar á sínu fyrsta starfsári hagnast rétt um 50 miljarða...  Og það á einu ári þar sem hálfgert kreppuásttand ríkir.  Það ber einnig að hafa í huga að sá "skellur" sem lendir á fjármaálafyrirtækjum vegna þessara breytinga dreifist á fleiri fyrirtæki en þessi 3.

Ég get ekki séð að það sé stórmál fyrir bankakerfið að taka þetta á sig, ég er nú reyndar engin hafræðingur, en flest þessara lána eru jú ekki til uppgreiðslu á morgun, og því má reikna með að þetta dreifist á ansi mörg ár, jafnvel 30 ár ef húsnæðislánin eru undir.

Nú, 350 milljarðar deilt með 30 eru hvað  ?? Jú það eru 1, 6 á ári..... eða um 2% af hagnaði bankana síðasta ár ef ég hef reiknað þetta rétt...

Ég held að það þurfi ekki hagfræðing til að sjá að það er ekki nauðsynlegt fyrir ríkissjóð að kippa þessu í liðinn, bankarnir þurfa einfaldlega að gera það sama og ég og fjöldi landsmanna hefur þurft að gera, laga til í sínum ranni, spara, sleppa þessu og hinu og þá er ekkert mál fyrir þá að taka á móti þessum dómi með bros á vör.

Fyrir utan það að sjálfsögðu að hafi menn verið fundnir sekir um lögrot þá ber mönnum að hlíta dómi í slíkum málum, ég get ekki vænst þess að viðskiptaráðherra sitji inni 1 ár af þremur fyrir mig væri ég dæmdur fyrir fjárdrátt eða eitthvað þvíumlíkt....

Góðar stundir... 

 


mbl.is 350 milljarða tilfærsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott hjá....

Þeim.. verður þá ekki að skapa svigrúm til að hægt sé að framkvæma??? Fólk er ekki að fara að framkvæma viðhald á húsum sem það er jafnvel að missa útúr höndunum, og ekki frakvæma menn viðhald eða eitthvað annað ef enginn er aurinn.

Ég held að þarna séu ljósin kveikt og engin heima, það er alveg ljóst að veruleikinn er ekki að ná inn til þessa ágæta fólks.

 Hvernig væri nú að vakna af þessum Þyrnirósarsvefni.. ??? 


mbl.is Hvatt til framkvæmda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig getur...

Þetta staðist??

Ég lenti í tjóni í fyrra með bílinn minn, sennilega tjón uppá 400Þ er ég þá ekki skyldugur til þess að borga tekjuskatt af því tjóni..????

Þetta er algerlega absúrt, þarna þarf að skoða lög og reglugerðir betur, því að þetta er algerlega óásættanlegt, verði þetta niðurstaða Hæstaréttar einnig.

Ef maður verður fyrir því óláni að þurfa að fá greiddar bætur úr svona tryggingu þá ertu ekki að "græða" eins og menn skyldu kanski ætla, því heilsan verður seint metin til fjár, og því algerlega fáránlegt að skattleggja slíkar greiðslur.

 


mbl.is Sjúkdómabætur skattskyldar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ghengis.. Lán

Ghenkis Khan var mikill vígamaður sem vann lönd í Asíu og hertók sem engin væri morgundagurinn.  En veldi hans var skamlíft, og það var sem hæstiréttur hefði dæmt hann sem ólöglegan og einn góðan veðurdag var veldi hans horfið.

Sama er uppá teningnum með gengislán fjármögnunarfyrirtækjana, þau eru ólögleg og það er vel ef að menn vilja eyða allri óvissu þar um sem allra fyrst.

Mikið hefur verið rætt um meintan "gróða" þeirra sem þessi lán tóku, en það ber að hafa það í huga að engin reiknaði með allta að 120% hækkun á höfuðstól, en flestir reiknuðu með 10-25% hækkun annað hefði verið óraunhæft miðað við stöðu krónunar í góðærinu. 

Því hefur verið haldið fram að nú þegar séu erlendir kröfuhafar búnir að afskrifa bróðurpart erlendra lána og því eru fjármögnunarfyrirtækin vel í stakk búinn að taka þessa breytingu á sig þar sem ekki er er verið að senda þessa peninga úr landi eins og haldið hefur verið fram.

Það er kominn tími á að þessi meinta jafnaðarstjórn, láti skjaldborgina um heimilin virka en hingað til hefur hún verið sem forboðna borgin í Kína var um aldir, lokuð almenningi.....


mbl.is Lýsing höfðar fyrsta málið eftir dóm
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er nú fleira sem þarf að skoða....

Við strandveiðarnar.  T.d. eru smábátasjómenn sem eru að leigja frá sér kvóta á sama tíma og þeir stunda strandveiðar, fyrir það þarf að girða, ef að þetta á að snúast um nýliðun og atvinnufrelsi.

Það er því miður staðreynd að stæðstur hluti þeirra sem stunda þetta, eru aðilar sem búnir eru að selja kvótan sinn einu sinni eða jafnvel tvisvar, og í raun lítið hægt að segja við því, þar sem þeir ágætu menn fóru að lögum.  Hinsvegar á skilyrðislaust að girða fyrir þá gloppu að hægt sé að leigja frá sér kvóta á sama tíma og strandveiðarnar eru stundaðar.  Einnig eiga kvótaeigendur ekki að vera gjaldgengir í þetta nem kvóti þeirra sé undir ákveðnum mörkum og búið að veiða hann allan.

Því miður þá er nú með strandveiðarnar eins og með títt nefnda fyrningarleið Vg og Samf. að ekki er búið að hanna kerfi ðog skoða það almenilega þegar því er hleypt af stokkunum og því er þetta eins og þetta er hálfkarað klúður..

 


mbl.is Ójafnvægi á milli strandveiðisvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Lesa....

Reglur og lög um ksningar áður farið er í það að bulla svona...

Kjósa má eins oft og hver vill utankjörfundar... og jafnvel enda á því að kjósa á kjörstað í restina...

Því eru engin mannréttindi brotin á einum né neinum...


mbl.is Næst bestir vilja ógilda utankjörfundaratkvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvar eru....

Pottar og pönnur lamdar nú??

Jú viti menn inni á þingi situr nú sumt af "búsáhaldarbyltingar" fólkinu og virðist ekki vera að gera nokkurn skapaðan hlut af viti.

Búsáhaldabyltingin er eitt mesta lýsskrum sem átt hefur sér stað á íslandi hin síðari ár, t.d. var hæstvirtur heilbrigðisráðherra virkur þátttakandi í henni og bliknar ekki nú þó að úrræða- og aðgerðarleysi ríkisstjórnarinnar sé algert.

Hrunið er ekki búið, fyrst hrundu bankarnir, í kjölfarið efnahagslífið og nú þegar heimilinn falla að fótum fram hvert á fætur öðru, þá má búast við því að bankarnir lendi í nýjum vanda, þeir eignast húsnæði í hrönnum sem engin getur keypt, og engin innkoma kemur af tomum kofum og því má búast við því að þetta sé stórmál.

Háæruverðuga Alþingi og ríkisstjórn, farið nú að gera eitthvað annað en ekki neitt.....!!!!


mbl.is Heimili undir hamarinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband