22.1.2007 | 22:37
Tær snilld
Ég veit ekki alveg hvað það ágæta fólk sem sat inni á Mc Donnalds í Donnacona í Kanada, hélt eiginlega hvað væri í gangi þegar við sáum það í símanum mínum að "Strákarnir okkar" skildu ná þessum árangri.
"Glæsilegt" hrópað af tveimur íslendingum í kór á 90 desibilum inni á skyndibitastað, getur eflaust hlómað ógnvekjandi í eyrum frönskumælandi Kanadamanna. Við áttum óskipta athygli þeirra í dágóða stund. Nú er bara að vona að framhaldið verði jafn gott og að við íslendingar stöndum með þeim í gagnum þykkt og þunnt.
Ég man eftir því að hafa einu sinni skammast mín fyrir það að vera íslendingur, en það var þegar landsliðið okkar tapaði fyrir Svíum og endaði í 4 sæti á HM. Ég var þá staddur í Smárabíó og horfði á leikin þar ásamt fjölda annara, og þegar úrslitin voru ljós gengu menn út með hangindi haus og formælingar á vörum gagnvart þessum afreksmönnum okkar, sem náðu þeim glæsilega árangri að énda í 4 sæti á heimsmeistaramóti.
4. SÆTI!!!!!! ég átti ekki orð, því að mér fannst fjórða sæti vera bara helvíti gott, 3 hafði verið betra, en 4 var samt frábært. Það hefði verið viðeigandi fyrir okkur sem þarna vorum, að standa upp og klappa fyrir þeim árangri, hákarlsétandi smáþjóðar sem býr langt fyrir norðan byggileg mörk, að enda í fjórða sæti í kappleik við miljónaþjóðir úti í heimi.
En nei, frekar var tilhneigingin til að formæla þeim fyrir að geta ekki betur og fyrir það skammaðist ég mín..... En ég klappaði svo sem ekki heldur, hafði ekki nógu mikið bein í nefinu til að vera sá eini meðal rúmlega 200 til að klappa...
Það er góður árangur útaf fyrir sig að fá að vera ein af þeim þjóðum sem tekur þátt, allt annað er bónus.
En ég er kanski bara of nægjusamur
KOMA SVOOOOOOOOOOOOOO!!!!!!!!!!!
Íslendingar gjörsigruðu Evrópumeistaralið Frakka | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Athugasemdir
til hamingju Ísland.
þetta var snilld enda var líka alveg eindæma rólegt í dósunum í kvöld þar sem leikurinn var á sama tíma.
kv. ingi
Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:28
til hamingju Ísland.
þetta var snilld enda var líka alveg eindæma rólegt í dósunum í kvöld þar sem leikurinn var á sama tíma.
kv. ingi
Ingi Lár Vilbergsson (IP-tala skráð) 22.1.2007 kl. 23:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.