Væri ekki....

Nær að skoða það fyrst að bora undir Oddskarð til Norfjarðar...??

Ég er í það minnsta á því það er einn hæsti fjallvegur í íslenska vegakerfinu sem er ekki hálendisvegur og löngu tímabært að fara undir fjallið milli Norfjarðar og Eskifjarðar í stað þess að aka þar yfir.

Einnig eru önnur rök með því að ráðast í göng undir Oddskarð, en þau göng áttu að koma hér í kjölfar álversframkvæmda til að gera Austurland að einu atvinnusvæði, en ekki hefur verið staðið við það en, þrátt fyrir að allt sé klárt skipulag rannsóknir og allur pakkinn, þarna hefði geta farið fram forval í dag...

Og að lokum þá virðast göngin vera að hruni komin samanber frétt á heimasíðu Fjarðabyggðar

http://www.fjardabyggd.is/Forsida/Itarlegrifrettir/hrun-i-oddskardsgongum

En það má ekki skilja þetta sem svo að þessi framkvæmd sé ónauðsynleg.. Alls ekki, hún á fullan rétt á sér, en hér greinir á um forgangsröðun, það eru jú í það minnsta 4 leiðir úr Eyjafirði og þar af eru alla vega 3 sem hafa fulla vetrarþjónustu meðan Norfirðingar berjast við að fara þessa einu sem í boði er önnur en sjóleiðin auðvitað.


mbl.is Sex vilja gera Vaðlaheiðargöng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Væri ekki nær að gera göng undir Öxi, með afleggjar til Fjarðarbyggðar, með pulsustoppi á fáskrúðsfirði og svo áfram í Neskaupstað !

En mikilvægast af öllu er að hafa gott skilti sem bendir á í hvað átt þú ert að fara inni í göngunum svo að maður villist ekki og endi óvart á röngum stað. það væri bömmer að lenda óvart á Reyðafirði ef maður væri að koma af balli í Valaskjálf í staðinn fyrir að skila sér í sæluna á Congo.

Með kveðju frá landi jarðganga, um 1000 göng hérna í Noregi.

Ingþór

http://no.wikipedia.org/wiki/Tunneler_i_Norge

Ingthor Sigurdarson (IP-tala skráð) 4.5.2011 kl. 19:04

2 Smámynd: Kristján P. Gudmundsson

Mér finnst göng til Norðfjarðar eigi að vera næst í röðinni. En með núverandi stjórn verða göng undir Vaðlaheiði þau, sem verða fyrir valinu, jafnvel þótt sjálfur frjármálaráðherrann sé þingmaður Austfirðinga ?! Þessi linka SJS gagnvart krötunum, sem ráða flestu. sem þeir vilja ráða er einkennandi fyrir ferill þessarrar ógæfustjórnar. Þess vegna svíkja VGrænir vinstri hægri til að tryggja slímsetu sína út þetta kjörtímabil !

Við, sem komum þessum afglöpum til valda, verðum að naga það súra epli enn um sinn !

Kv., KPG.

Kristján P. Gudmundsson, 4.5.2011 kl. 23:55

3 Smámynd: Eiður Ragnarsson

Ingþór.. ég vildi gjarnan breyta austfirskum fjallgarði i svissneska osta.. þ.e. ekkert nema göt hægri vinstri... Og Kristján ég ber sem betur fer ekki ábyrgð á því að hafa komið þessu ágæta fólki sem situr í ríkisstjórn Íslands til valda

Eiður Ragnarsson, 5.5.2011 kl. 00:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband